Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 201512
Menningarnefnd Snæfellsbæjar
stóð öðru sinni fyrir vali á Jólahúsi
Snæfellsbæjar. Var valið tilkynnt í
Pakkhúsinu á Þorláksmessu. Jóla-
hús Snæfellsbæjar 2015 er húsið
að Fornu-Fróðá. Þar búa hjónin
Magnea Sigurbjörg Kristjánsdóttir
og Sigþór Guðbrandsson. Eru þau
vel að þessari viðurkenningu kom-
in en húsið er sérlega fallega skreytt
og ljósin njóta sín mjög vel í fallegu
landslaginu. Ekki skemmir fyrir
að engin önnur ljós frá þéttbýlinu
draga athyglina frá því. þa
Jólahúsið reyndist
vera á Fornu-Fróðá
Landssamband veiðifélaga hef-
ur sent HG Ísafirði harðort bréf
þar sem skorað er á fyrirtækið að
láta af áformum um sjókvíaeldi
norskra laxa í Ísafjarðardjúpi. Bréf-
ið er sent í tilefni þess að HG hef-
ur auglýst drög að matsáætlun fyr-
ir 6800 tonna laxeldi á sex svæðum
í Djúpinu. Í bréfi Landssambands-
ins kemur fram að það muni leitast
við eftir fremsta megni að stöðva
fyrirhugaða framkvæmd eldis
norskra laxa á öllum stigum máls-
ins og leita atbeina dómstóla til að
hnekkja útgáfu eldisleyfis ef svo ber
undir. Þá furðar Landssamband-
ið sig á að Hraðfrystihúsið Gunn-
vör skuli hafa flutt sjókvíaeldið í
óburðugt einkahlutafélag, Háfell
ehf., í eigu HG. Telur Landssam-
bandið að með þessu sé Hraðfrysti-
húsið Gunnvör að skjóta sér undan
skaðabótaskyldu vegna umhverf-
istjóns sem starfsemin muni valda í
nærliggjandi laxveiðiám.
Jón Helgi Björnsson formaður
LV segir málatilbúnað fyrirtækis-
ins gallaðan þar sem HG er skráður
framkvæmdaraðili í matsferlinu en
starfsemin sé í rauninni hjá öðrum
lögaðila, Háfelli ehf. Hann seg-
ir HG hafa stundað blekkingaleik
þegar fyrirtækið sótti um leyfi til
að ala regnboga en ætlunin hafi svo
verið að fá þessum leyfum breytt í
laxeldisleyfi. Hann segir að Lands-
samband veiðifélaga muni skjóta
þessu máli til dómstóla verði gef-
ið út leyfi til eldisins enda sé eldi
norskra laxa við ósa laxveiðiáa
gróft brot stjórnvalda á samkomu-
lagi hagsmunaaðila og landbúnað-
arráðuneytisins frá 1988 um að að-
eins skyldi leyfa eldi á norskum laxi
í landstöðvum. Vakin hefur verið
athygli Skipulagsstofnunar á mál-
inu.
mm
Mótmæla harðlega
fyrirhuguðu laxeldi í
Ísafjarðardjúpi
Það var hátíðleg stund í Borgarnes-
kirkju mánudagskvöldið 21. des-
ember þegar söngelsk fjölskylda
bauð öllum sem vildu á tónleika.
Þetta er í fjórða skiptið sem hjón-
in Theodóra Þorsteinsdóttir og
Olgeir Helgi Ragnarsson bjóða
gestum að hlýða á söng þeirra og
dætranna Sigríðar Ástu og Hönnu
Ágústu. Að þessu sinni söng með
þeim í nokkrum lögum Þorsteinn
Þorsteinsson baritón, ættaður frá
Húsafelli, en systir hans Ingibjörg
Þorsteinsdóttir spilaði að vanda
undir á píanó.
Húsfyllir var í kirkjunni, setið
í hverjum krók og á öllum stólum
sem til voru í húsinu. Úti blés lítið
eitt og snjófjúk gerði sitt til að auka
á stemninguna. Efnisskráin var fjöl-
breytt og skemmtileg, með rætur til
ýmissa þjóðlanda, en öll áttu lög-
in, ljóðin og sálmarnir skírskotun
í hátíð ljóss og friðar sem í vænd-
um var. Söngfólkið kom fram ýmist
eitt og sér, systurnar saman, mæðg-
urnar, húsbóndinn eða allur hóp-
urinn. Systurnar Hanna Ágústa og
Sigríður Ásta stunda báðar söng-
nám á háskólastigi hjá Ólöfu Kol-
brúnu Harðardóttur við Söngskól-
ann í Reykjavík, auk þess að syngja
í kórum. Greinilegt er að þeim fer
mikið fram með hverju árinu bæði
í túlkun og söng. Theodóru móður
þeirra bregst heldur ekki frekar en
fyrri daginn, en hana þekkja flestir,
en hún stýrir Tónlistarskóla Borg-
arfjarðar og kennir auk þess söng,
en Theodóra lærði söng á sínum
tíma í Söngskólanum í Reykja-
vík og í Vínarborg. Olgeir Helgi
stundar einnig söngnám á fram-
haldsstigi við Tónlistarskóla Borg-
arfjarðar. Fjölskyldufaðirinn brill-
eraði einnig, ekki síst í lagi Jimmy
Grafton við eigin ljóð um sveinka
sem sat fastur hnerrandi í skor-
steininum.
Að tónleikum loknum bauð fjöl-
skyldan tónleikagestum að þiggja
veitingar á heimili þeirra. Margir
þáðu það og saman áttu gestir og
fjölskyldan notalega stund á þessum
stysta degi ársins. Megi fjölskyldan
á Kveldúlfsgötunni eiga þakkir fyrir
frábæra kvöldstund og notalegheit,
skemmtilega og afslappaða stund
með fallegum tónum og vinarhug.
Magnús Magnússon.
Húsfyllir á tónleikum
söngelskrar fjölskyldu
Hópurinn syngur við undirleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur.
Húsfyllir var í Borgarneskirkju.
Þessa skemmti-
legu mynd tók Áslaug
Þorvaldsdóttir í
forstofunni heima
hjá söngelsku fjöls-
kyldunni á Kveldúlfs-
götunni.
Krakkarnir á leikskólan-
um Sólvöllum í Grundar-
firði héldu sitt árlega jóla-
ball í Samkomuhúsi bæjarins
16. desember síðastliðinn. Þá
var dansað í kringum jólatréð
ásamt því að nokkrir eldhress-
ir jólasveinar mættu og tóku
nokkur dansspor með krökk-
unum. Það féll misvel í kram-
ið en sum barnanna voru smá
stund að taka þessa gáskafullu
rauðklæddu pörupilta í sátt.
Það rjátlaðist svo af þeim þeg-
ar pökkum var útdeilt og allir
fóru glaðir heim.
tfk
Tók smá stund að taka gáskafulla sveinka í sátt
Þessar tvær ungu frænkur, Helga (9)
og Þórunn (5), færðu Rauða Kross-
inum aldeilis góða gjöf núna á að-
ventunni. Þær tóku sig til og máluðu
á steina sem þær svo seldu í Bónus-
húsinu á Smiðjuvöllum á Akranesi.
Ágóðinn var heilar 12 þúsund krón-
ur og fer hann allur til styrktar bág-
stöddum börnum. Eiríkur (4), bróð-
ir Þórunnar, var viðstaddur afhend-
inguna enda hjálpaði hann til við að
bera steinana og það var aldeilis mik-
ið starf. Rauði Krossinn þakkar inni-
lega fyrir sig og það eru svona krakk-
ar sem hjálpa okkur við að hjálpa öðr-
um. -fréttatilkynning
Máluðu og seldu steina fyrir RKÍ