Fréttablaðið - 09.11.2019, Síða 70

Fréttablaðið - 09.11.2019, Síða 70
Af 2.000 svar- endum sagði meira en helmingur að þjóð- erniskennd væri ástæð- an fyrir því að þeir kysu að kaupa ekki banda- rískar vörur. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Í nýlegri könnun sem var fram­kvæmd í Kína kom fram að næstum 78% af kínverskum neytendum ætli sér að sniðganga allar bandarískar vörur á Singles’ Day, stærsta netverslunardegi ársins. Yfirstandandi deilur Bandaríkjanna og Kína um við­ skiptatolla og tæknileg yfirráð á alþjóðamarkaði virðast vera skýringin. Könnunin var unnin af alþjóð­ lega ráðgjafarfyrirtækinu Alix­ Partners og fyrst var sagt frá henni í South China Morning Post. Af 2.000 svarendum sagði meira en helmingur að þjóðerniskennd væri ástæðan fyrir því að þeir kysu að kaupa ekki bandarískar vörur. Í samtali við South China Morning Post sagði yfirmaður AlixPart­ ners, Jason Ong, að kínverskir neytendur kjósi yfirleitt vörur úr sínu nágrenni og að það hafi bara aukist með vaxandi þjóðernis­ kennd. Ótrúlega mikil netverslun á einum degi í Kína Singles’ day, eða 11­11, er sólar­ hringslöng verslunarhátíð á vef­ verslunum Alibaba; Taobao, Tmall og AliExpress og þetta er stærsti netverslunardagur ársins, stærri en útsöludagur Amazon, svartur föstudagur og „Cyber Monday“ samanlagðir. Árið 2018 seldust vörur fyrir 6,2 milljarða Banda­ ríkjadollara á svörtum föstudegi, á „Cyber Monday“ var salan 7,9 milljarðar dollara og á útsöludegi Amazon seldust vörur fyrir 4,2 milljarða dollara. Til samanburður var salan á Singles’ Day 30,8 milljarðar dollara. Könnunin gerir ráð fyrir því að þrátt fyrir áhrif viðskiptadeil­ unnar eigi kínverskir neytendur sem búa í stórborgum eftir að eyða 54% meira á Singles’ Day í ár en fyrir ári. Þjóðerniskennd mótar neysluhegðun Í skýrslu sem fylgdi könnuninni kemur fram að bandarísk merki geti búist við truflunum á sölu í Kína, en talið er að sniðgangan muni helst hafa áhrif á vörumerki eins og Nike, Tapestry Inc., Ralph Lauren, Capri Holdings og Tiffany & Co. Svarendur sögðu að þó að þjóð­ erniskennd væri að móta neyslu­ hegðun þeirra myndu þeir samt ekki hika við að versla við evrópsk, japönsk og suður­kóresk merki. Kínverskir neytendur eru farnir að versla út frá þjóðernisáherslum í auknum mæli og kunna sífellt verr við allt sem þeir telja móðgun við menningu sína eða fullveldi. Á sama tíma eru fyrirtæki á Vestur­ löndum að leita inn á kínverskan markað þar sem ekkert efnahags­ svæði í heimi býður upp á jafn mikla möguleika á vexti. Þetta hefur valdið nokkrum núningi að undanförnu, til dæmis þegar einstaklingar sem eru við­ riðnir vestræn stórfyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við mótmælin í Hong Kong. Það er ekki vel séð í Peking og hafa NBA­leikmenn sem og atvinnumenn í tölvuleikjum lent í vandræðum fyrir að tjá sig um mótmælin. Kínverskir neyt­ endur hafa líka gagnrýnt fyrirtæki sem hafa brotið strangar reglur kínverskra stjórnvalda. Kína sniðgengur bandarískar vörur Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína veldur því að verslunarhegðun kínverskra neytenda er sífellt meira mótuð af þjóðerniskennd. Kínverskir neytendur kjósa yfirleitt vörur úr sínu nágrenni og það eykst með hverjum deginum. Samkvæmt könnuninni ætla 78% af kínverskum neytendum að sniðganga allar bandarískar vörur þegar þeir versla á Singles’ Day.NORDICPHOTOS/GETTY Á Singles’ Day 2018 seldust vörur fyrir 30,8 milljarða Bandaríkjadollara. Singles’ Day er stærsti netverslunardagur ársins, stærri en útsöludagur Amazon, svartur föstudagur og „Cyber Monday“ samanlagðir. Svo virðist sem mjög margir Kín- verjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles’ Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 6 KYNNINGARBLAÐ 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSINGLE’S DAY 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 3 -4 C 0 4 2 4 3 3 -4 A C 8 2 4 3 3 -4 9 8 C 2 4 3 3 -4 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.