Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 18. tbl. 19. árg. 4. maí 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Fæst án lyfseðils LYFIS TILBOÐSDAGAR 20% AFSLÁTTUR DÖMU og HERRAFATNAÐI AF OG Tilboðsdagar til og með 7. maí Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Þéttri vertíð körfuknattleiksfólks lauk um síðustu helgi þegar KR varð Íslandsmeistari í karlaflokki þriðja árið í röð. Fyrr í vikunni hafði Snæfell landað Íslandsmeistara- titli sínum í kvennaflokki sömuleiðis þriðja árið í röð. Unnu þær tvöfalt, líkt og KR-ingar, og verður slíkur árangur seint toppaður. Þá komst karlalið Skallagríms upp í úrvalsdeild að nýju og munu þeir ásamt kvennaliði Skallanna spila í hópi þeirra bestu í haust. Þessum árangri eru gerð ítarleg skil í Skessuhorni í dag á bls. 26-33. Ljósm. sá. Segja má að strandveiðarnar hafi byrjað með látum í Grundarfirði. 25 bátar fóru til strandveiða og náðu þeir allir dagsskammtinum. Bræðurnir Ásgeir Þór og Heim- ir Þór Ásgeirssynir voru fyrstir í land á bátnum Petru ST-20 en þeir lögðu af stað rétt fyrir klukkan fjögur um morguninn. „Við fórum snemma út og sigldum í um það bil fjörutíu mínútur og setturm rúll- urnar niður um hálf fimm leyt- ið í morgun,“ sagði Heimir Þór í stuttu spjalli við fréttaritara þegar komið var að landi. „Við vorum tvo tíma að ná skammtinum og vorum lagðir af stað í land aftur klukkan hálf sjö,“ bætir Heimir við. Þeir bræður voru svo búnir að landa og ganga frá tuttugu mínútur yfir sjö, eða áður en fólk var almennt kom- ið á fætur í Grundarfirði. Ásgeir Þór ætlaði upphaflega ekki með í þennan túr en bróðir hans plataði hann með því loforði að þeir yrðu komnir í land fyrir klukkan tíu um morguninn, en Ásgeir átti að keyra flutningabíl um kvöldið og þurfti því að vera úthvíldur fyrir það. „Já, ég lofaði honum að við yrð- um komnir fyrir tíu, í seinasta lagi fyrir hádegi þannig að hann sló til og skellti sér með,“ segir Heimir Þór og er vafalaust feg- inn að hafa bróðir sinn með sér fyrst fiskiríið var þetta gott. Vel á fjórða hundrað bátar Samkvæmt Fiskistofu voru 379 bátar með strandveiðileyfi á öll- um svæðum í upp- hafi strandveiðanna á mánudaginn. Á svæði A eru 176 bátar komnir með leyfi en það svæði nær frá Eyja- og Mikla- holtshreppi til Súðavíkurhrepps. Eins og fram kom í síðasta Skessu- horni er aflaviðmið fyrir þessa strandveiðivertíð 9.000 tonn og var hækkun um 400 tonn frá því í fyrra. Ráðuneytið ákvað að breyta aflahlutföllum milli svæða. Þannig hækkaði viðmið á svæði A um 550 tonn og á svæði B um 50 tonn. Á svæði C var aflaviðmið óbreytt en lækkaði á svæði D um 200 tonn. Aflabrögð voru mjög góð á fyrsta degi og veður gott. Heldur lakari spá var fyrir næstu daga. tfk/mm Fyrstir í land með strandveiðiskammt vorsins Bræðurnir komnir á bryggjuna í Grundarfirði. Ásgeir Þór til vinstri og Heimir. Ljósm. tfk. Alfons Finnsson kominn með dagsskammtinn að bryggju í Ólafsvík á Frosta HF-320. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.