Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 29 E N N E M M / S ÍA / N M 7 3 2 4 8 Lj ós m yn d: H er m an n Sn or ri H o rit z TIL HAMINGJU SNÆFELL! VIÐ VITUM HVAÐ MEISTARAR SKIPTA MIKLU MÁLI „Það var hrikalega góð tilfinning að lyfta bikarnum,“ segir Gunnhild- ur Gunnarsdóttir fyrirliði og tel- ur lið sitt vel að Íslandsmeistaratitl- inum komið. „Mér finnst við vera búnar að vinna okkur þetta inn. Við vorum búnar að spila heilt yfir mjög vel í deildinni í vetur og síðan í þess- um hörkurimmum sem við lentum í bæði í undanúrslitum og úrslitum. Mér fannst við betri í úrslitunum, eiga skilið að vinna og ég var ofboðs- lega stolt þegar bikarinn fór á loft,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Snæfell unnið úrslitaviðureignina með þrem- ur sigrum gegn engum. Þetta var því í fyrsta skipti sem liðið hampar Ís- landsmeistaratitlinum eftir oddaleik. „Það er dálítið sérstök tilfinning að byrja leikinn og vita að það er allt undir. Ef þú tapar þá er þetta búið og þú færð bara silfur, en ef þú vinn- ur þá færðu gull og bikar,“ segir hún og bætir því við að því hafi stemn- ingin fyrir leik minnt örlítið á stemn- inguna sem myndast fyrir bikarleiki. Hún telur víst að það hafi frekar hjálpað liðinu heldur en hitt að vita til þess að allt væri undir. „Viljinn til að vinna var klárlega fyrir hendi og við höfðum allar trú á verkefninu. Við vissum að ef við myndum spila góða vörn í 40 mínútur þá myndum við vinna,“ segir Gunnhildur. Eigum bestu stuðnings- menn í heimi Snæfell lenti tvisvar undir í úrslita- rimmunni en Gunnhildur segir að liðið hafi aldrei haft áhyggjur af því. „Við töpuðum tveimur leikjum á Ás- völlum í úrslitarimmunni; öðrum með einu stigi og hinum eftir fram- lengingu. En við áttum alltaf heima- leikina eftir þegar við lentum und- ir og vissum að þær myndu ekkert koma á okkar heimavöll og slá okk- ur út,“ segir Gunnhildur. „Við erum mjög sterkar heima og vorum aldrei að fara að tapa þar í fyrsta skipti í tvö eða þrjú ár. Ég man ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast á heima- velli,“ bætir hún við. Það eina sem Snæfell átti því eftir var að vinna leik á Ásvöllum og þar með var Ís- landsmeistaratitillinn í höfn. „Eft- ir á að hyggja var voða sætt að klára rimmuna á útivelli,“ segir Gunnhild- ur en bætir því við að varla hafi ver- ið hægt að tala um útileik síðastlið- inn þriðjudag. Tæplega 1700 manns mættu á völlinn og hafa aldrei verið fleiri í úrslitakeppni kvenna. Meiri- hluti þeirra studdi Snæfell. „Við eig- um bestu stuðningsmenn í heimi, ég ætla ekkert að skafa neitt utan af því. Við áttum salinn og stúkan var frá- bær. Það mættu að ég held hátt í þús- und manns sem studdu okkur og létu vel í sér heyra. Þeir sem komust ekki úr Hólminum voru heima að horfa,“ segir Gunnhildur ánægð. „Við erum töffarar“ Leikmenn Snæfells stjórnuðu gangi mála stærstan hluta oddaleiksins. Var það ekki síst gríðarsterkur varnar- leikur sem lagði grunn að sigrinum. Haukar náðu þó að minnka muninn í aðeins fjögur stig með tveimur ótrú- legum körfum með stuttu millibili seint í leiknum. „Vissulega fundum við fyrir aukinni pressu á þeim tíma- punkti en við erum töffarar og svör- uðum fyrir okkur,“ segir Gunnhild- ur og hlær við. „Mér fannst tíminn líða ofboðslega hægt þarna í lokin. En á móti svona góðu liði þá hætt- irðu ekkert. Það skein úr augunum á öllum liðsfélögum mínum að við ætl- uðum að ná í sigur,“ segir hún. Snæ- fell svaraði strax. Berglind Gunnars- dóttir keyrði að körfunni, setti nið- ur sniðskot og fékk vítaskot að auki þegar hálf mínúta lifði leiks. „Mér fannst það slökkva síðasta vonar- neista Haukana, það var gríðarlega mikilvæg karfa,“ segir Gunnhildur. Verður áfram hjá Snæfelli Aðspurð um framtíðina kveðst Gunnhildur ætla að vera áfram í Hólminum og spila fyrir Snæfell. „Ég er samningslaus í sumar en ég ætla að vera áfram. Mér finnst best að vera heima. Hér líður mér vel, við erum að koma okkur fyrir í Hólmin- um og það er ótrúlega ljúft að spila fyrir Snæfell. Við erum með flott- an hóp, þjálfara, stjórn og geggjaða stuðningsmenn,“ segir Gunnhildur ánægð. Næstu dagar segir hún að muni hins vegar aðeins fara í að átta sig betur á því að hafa unnið Íslands- meistaratitilinn. Stemningin í bæn- um sé góð og hún ætli að njóta þess. „Hér er gleðin ríkjandi og allir voða kátir og ánægðir,“ segir fyrirliðinn að lokum. kgk Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði Snæfells: „Ég var ofboðslega stolt þegar bikarinn fór á loft“ Með bikarana eftir leik. Gunnhildur Gunnarsdóttir ásamt Berglindi systur sinni og foreldrum þeirra, Gunnari Svanlaugssyni og Láru Guðmundsdóttur. Ljósm. þe. Gunnhildur fyrirliði fagnar gangi mála í oddaleiknum á móti Haukum. Hún kveðst mjög ánægð að spila fyrir Snæfell og hyggst endurnýja samning sinn við liðið. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.