Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 20166 Kveikt í sinu og svölum BORGARFJ: Lögreglan á Vest- urlandi hefur jafnan ólík mál til meðhöndlunar. Í vikunni sem leið hafði hún afskipti af um 20 ökumönnum vegna skoðunar- mála. Voru skráningarnúmer klippt af nokkrum ökutækjum og aðrir boðaðir með bílana í skoðun. Einn ökumaður var tek- inn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæminu. Minniháttar bruni varð þegar eldur kviknaði í plastkassa út frá sígarettuglóð á svölum á nýrri íbúð í gamla bæjarhlutanum í Borgarnesi á þriðjudagskvöldið. Húsráðendur náðu með aðstoð nágranna að slökkva eldinn en reykræsta þurfti íbúðina. Nokkr- ar skemmdir urðu á timburverki við svalirnar. Um 500 hraðakst- ursmál fóru í gegnum mynda- vélakerfi LVL. Þar af voru um 70 ökumenn myndaðir fyrir of hraðan akstur við Fiskilæk sunn- an Hafnarfjalls. Lögreglumenn tóku rúmlega 20 ökumenn fyr- ir of hraðan akstur í vikunni. Þar af nokkra innanbæjar í Borgar- nesi þar sem er 50 km hámarks- hraði. Loks má bóndi í Borgar- firði búast við kæru og sekt eftir að hafa kveikt í sinu án leyfis nú skömmu fyrir mánaðamótin. -mm Ragnheiður vann brons AKRANES: Hópur ungra og efnilegra s u n d m a n n a úr Sundfélagi Akraness hélt utan um liðna helgi. Keppt var á Farum Cup, sem haldið er í bænum Farum á Sjálandi í Danmörku. Krakkarnir stóðu sig allir með prýði og syntu vel. Bestum ár- angri náði Ragnheiður Karen Ólafsdóttir sem hafnaði í þriðja sæti í 200m bringusundi meyja á nýju Akranesmeti. -kgk Jón ráðinn þjóðgarðsvörður SNÆFELLNES: Jón Björns- son hefur verið ráðinn þjóð- garðsvörður í Þjóðgarðinn Snæ- fellsjökul. Á vef Umhverfisstofn- unar kemur frma að Jón er með BSc próf í náttúru- og umhverf- isfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur starfað við landvörslu í Hornstrandarfrið- landinu frá 2000 og sem sérfræð- ingur Hornstrandarfriðlandsins 2008-2015. Undanfarið rúmt ár hefur hann unnið sem sérfræð- ingur á Suðurlandi og Friðlandi að Fjallabaki og mun gera þar til hann tekur við starfi þjóðgarð- svarðar í sumar. Á þriðja tug um- sækjenda var um starfið. -mm Sluppu betur en á horfðist DALIR: Aðeins urðu tvö um- ferðaróhöpp í umdæmi Lög- relgunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Annað minniháttar á Akra- nesi en hitt varð á Laxárdals- heiði í Dölum um hádegisbilið sl. föstudag. Þar misstu erlend- ir ferðamenn bílaleigubíl sinn út af í lausamöl á malarvegi og valt bíllinn í vegkantinum. Tveir voru í bílnum og voru þeir báðir fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík. Nú hefur komið í ljós að meiðsl þeirra voru minni en talið var í fyrstu. -mm Metinn sakhæfur fyrir morð DÓMUR: Héraðsdómur Vest- urlands kvað á föstudaginn upp dóm í morðmáli sem höfðað var gegn Gunnari Erni Arnar- syni. Var hann dæmdur til 16 ár fangelsisvistar fyrir manndráp að yfirlögðu ráði. Fórnarlamb hans hét Karl Birgir Þórðar- son, fæddur 1957. Taldist Gunn- ar Örn saknæmur og jafnframt kom fram í dómsgögnum að ekkert mælti gegn því að refsing gæti borið árangur. Gunnar Örn neitaði sök í málinu en vörn hans þótti ekki standast. Tilræðið átti sér stað í heimahúsi á Akranesi 2. október 2015. Gunnar Örn er dæmdur fyrir að hafa með kyrk- ingu hert að hálsi fórnarlambs- ins fyrst með höndum en einn- ig með því að bregða beltisól og fatareim um háls hans og herða að. Batt hann auk þess hnút á reimina svo hún losnaði ekki frá hálsinum og stuttu síðar, með því að bregða reiminni að nýju um hálsinn á fórnarlambi sínu og hert að eftir að endurlífgunartil- raunir voru hafnar. Þetta hafði þær afleiðingar að fórnarlamb- ið hlaut alvarlegan heilaskaða og lést fimm dögum síðar á sjúkra- húsi. Ákærða var gert að greiða sambýliskonu fórnarlambsins 800 þúsund krónur í miskabætur auk annars kostnaðar. Frá refsi- vist ákærða dregst gæsluvarð- haldsvist frá 3. október. -mm Á Umhverfisþingi í síðustu viku lýsti Sigrún Magnúsdóttir um- hverfisráðherra því yfir að ákveð- ið hafi verið að hefja byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Snæfells- nesi. Fimmtíu milljónir verða lagðar í verkið fyrst í stað en áætl- að er að miðstöðin kosti fullbúin um 300 milljónir króna. Bygging miðstöðvarinnar á sér langan að- draganda. Árið 2006 ákvað Snæ- fellsbær og Umhverfisstofnun að efna til samkeppni um hönnun þjónustumiðstöðvar Þjóðgarðs- ins Snæfellsjökuls á Hellissandi og fór samkeppnin fram samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands. Miðstöðin skyldi rísa á lóð við Út- nesveg þar sem bærinn Hjarðar- holt stóð á árum áður, ekki fjarri Sjómannagarðinum á Hellissandi. Um þremur árum síðar kom fram í fréttum Skessuhorns að Teikni- stofan Arkís ehf hefði orðið hlut- skörpust í samkeppni um hönnun hússins og voru þá kynntar hug- myndir um byggingu Jökulhöfða á Hellissandi. Við gjaldþrot íslensku bankanna og þrengingar í ríkis- fjármálum fór málið hins vegar í bið, en nú hefur ráðherra ákveð- ið að hafist verði handa. Notað- ar verða teikningar sem legið hafa fyrir. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ fagnar mjög þess- ari ákvörðun Sigrúnar Magnús- dóttur umhverfisráðherra. „Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi fyr- ir samfélagið hérna og fyrir Snæ- fellsnes allt. Því fagna ég mjög að ráðherra hafi stigið þetta skref,“ segir Kristinn í samtali við Skessu- horn. Ekki aðeins bygging Húsið Jökulhöfði kemur til með að þjóna hlutverki þjóðgarðsmið- stöðvar, sem móttökustaður fyr- ir ferðamenn og verður jafnframt starfsmannaaðstaða þjóðgarðsins. „Jökulhöfðinn verður ekki aðeins bygging. Hann verður gönguleið, útsýnisstaður og iðandi miðpunkt- ur menningar- og útilífs. Hvað form, lögun og nýtingu varðar þá sækir hann innblástur í dýraríkið, mannlífið og landslagið og er ætl- að að styrkja þau hughrif sem gest- ir upplifa við dvöl sína á staðnum,“ sagði í frétt Skessuhorns um nið- urstöðu samkeppninnar árið 2009. Byggingin verður um 765 fer- metrar að flatarmáli, byggð úr tré og stálgrind og að forminu til skiptist hún í þrennt. Í fyrsta lagi er það Fiskbeinið sem verður klætt lerki og hýsir meðal annars skrif- stofur starfsfólks. Í öðru lagi er það Þjóðvegurinn sem er göngu- leið upp á bygginguna að útsýn- ishöfða með sjónskífu þaðan sem sýn verður óskert til jökuls, lands og hafs. Einnig liggur Þjóðvegur- inn sem gönguleið í gegnum bygg- inguna sjálfa. Þriðji hlutinn er Jök- ulhöfðinn sem er klæddur Corten stáli sem er þeim eiginleika gætt að það ryðgar aðeins lítillega og skap- ar þau áhrif að samhljómur mynd- ast með árstíðunum og litaafbrigð- um. mm Framúrstefnuleg hönnun þjóðgarðsmiðstöðvarinnar Jökulhöfða. Ráðherra boðar byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.