Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 201638 Hver er uppáhalds fiskurinn þinn? Spurning vikunnar (Spurt í Grundarfirði) Rebekka Heimisdóttir: Grillaður lax. Heiðdís Björk Jónsdóttir: Soðin ýsa með kartöflum og smjöri. Guðrún Margrét Hjaltadóttir: Grillaður silungur úr Gíslholts- vatni. Kristján Guðmundsson: Pönnusteiktur silungur að hætti konunnar. Uppskeruhátíð Körfuknattleiks- deildar Skallagríms var haldin síð- astliðinn laugardag í Félagsheimili Skugga í Borgarnesi. Voru þar sam- an komnir meistaraflokkar Skalla- gríms, drengja- og unglingaflokk- ur ásamt starfsmönnum og velunn- urum félagsins til að fagna því að bæði meistaraflokkslið væru komin í Domino‘s deildina. Boðið var upp á borgfirskt lambalæri ásamt með- læti og sultu Eðvarðs Sveinsson- ar. „Einnig voru fluttar ódauðlegar ræður um árangur vetrarins og rifj- aðir upp gamlir tímar,“ segir í til- kynningu frá kkd. Skallagríms. Að endingu voru veittar viðurkenning- ar þeim sem þykja hafa skarað fram úr á undangengnu tímabili. Meistaraflokkur karla Besti leikmaður: Sigtryggur Arnar Björnsson Besti varnarmaður: J. R. Cadet Efnilegasti leikmaður: Kristófer Gíslason Mestu framfarir: Bjarni Guðmann Jónsson Meistaraflokkur kvenna Besti leikmaður: Kristrún Sigurjónsdóttir Besti varnarmaður: Guðrún Ámundadóttir Efnilegasti leikmaður: Sólrún Sæmundsdóttir Mestu framfarir: Sigurbjörg Sigurðardóttir Unglingaflokkur Besti leikmaður: Kristófer Gíslason Mestu framfarir: Sumarliði Sigurbergsson Drengjaflokkur Besti leikmaður: Bjarni Guðmann Jónsson Mestu framfarir: Einar Benedikt Jónsson „Margir hafa lagt hönd á plóg í að vinna að þessum árangri og vill stjórn Skallagríms koma kæru þakk- læti til allra í stóru körfuboltafjöl- skyldunni okkar, þetta væri aldrei hægt nema að hafa allt þetta fólk með í þessu,“ segir í tilkynningu. kgk Viðurkenningar á uppskeruhátíð Skallagríms Leikmenn Skallagríms sem veittu viðurkenningum viðtöku á uppskeruhátíðinni. F.v. Kristrún Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Sólrún Sæmundsdóttir, J.R. Cadet, Bjarni Guðmann Jónsson, Kristófer Már Gíslason, Sigtryggur Arnar Björnsson og Einar Benedikt Jónsson. Leikmenn og þjálfarar meistara- flokka Snæfells tóku sig til og völdu mikilvægustu leikmenn, bestu varn- armenn og bestu ungu leikmenn tímabilsins. Tilefnið var lokahóf körfuknattleiksdeildar Snæfells sem haldið var á dögunum. Greidd voru atkvæði um nafnbæturnarnar og útnefningarnar má lesa hér að neðan: Meistaraflokkur kvenna Mikilvægasti leikmaðurinn: Gunnhildur Gunnarsdóttir Besti varnarmaðurinn: Alda Leif Jónsdóttir Besti ungi leikmaðurinn: Rebekka Rán Karlsdóttir Meistaraflokkur karla Mikilvægasti leikmaðurinn: Sigurður Á. Þorvaldsson Besti varnarmaðurinn: Óli Ragnar Alexandersson Besti ungi leikmaðurinn: Viktor Marínó Alexandersson „Stjórn kkd. Snæfells óskar öllum leikmönnum og stuðningsmönnum Snæfells til hamingju með frábæran árangur í vetur,“ segir á heimasíðu Snæfells. kgk/ Ljósm. Snæfell. Bestu leikmenn Snæfells útnefndir Viktor Marínó Alexandersson var valinn besti ungi leikmaður meistaraflokks karla. Hér er hann ásamt Inga Þór Steindórssyni þjálfara og Gunnlaugi Smárasyni aðstoðarþjálfara. Rebekka Rán Karlsdóttir var valin besti ungi leikmaður meistaraflokks kvenna. Hér er hún ásamt þjálfara sínum og aðstoðarþjálfara, Inga Þór og Baldri Þorleifs- syni. Nú er vorið klárlega komið og sumarið rétt handan við hornið. Þá fara fyrstu fótboltamótin að detta í gang. Snæfellsnessamstarfið hef- ur undanfarnar tvær helgar sent lið á TM mót Stjörnunnar í Garðabæ og hafa liðin staðið sig vel og gleðin verið í fyrirrúmi. Þessir kátu dreng- ir voru að ljúka keppni um hádeg- isbil síðastliðinn sunnudag þegar ljósmyndari kíkti á þá og það var ljóst að gleðin var í fyrirrúmi hjá þeim. tkf Knattspyrnusumarið hafið hjá yngri flokkunum Vesturlandsmótið í loftgreinum í skotíþróttum fór fram í inniað- stöðu Skotíþróttafélags Vestur- lands í Brákarey 20. apríl síðastlið- inn. Þetta mót var samvinnuverk- efni Skotíþróttafélags Akraness og Skotíþróttafélags Vesturlands. Alls voru 20 þátttakkendur frá fimm fé- lögum; SKV, SKA, SR, SK og SFK. Vöflur með rjóma og sultu voru bakaðar fyrir keppendur sem aðra og sá Eygló Sigurðsdóttir um veit- ingarnar. Mótsstjóri var Ólafur K Kristjánsson og dómari Guðmund- ur Kr Gíslasson. Auk þess ver keppt um titilinn Vesturlandsmeistari í öllum greinum. Úrslit voru eins og hér segir: Vesturlandsmeistari karla loft- skammbyssa: Kristján V Pálsson, SKV Vesturlandsmeistari kvenna loft- skammbyssa: Berglind Björgvins- sdóttir, SKA Vesturlandsmeistari karla loftriff- ill: Stefán Gísli Örlygsson, SKA. Vesturlandsmeistari kvenna loft- rifflill: Sonja L Eyglóardóttir, SKV. mm/ebm Opna Vesturlandsmótið í loftgreinum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.