Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 201616 Vorhreinsun Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana fer fram dagana 27. apríl - 11. maí Bæjarbúar, ungir sem aldnir eru hvattir til að fagna vori og taka þátt í hreinsun og fegrun lóða og umhverfis í þágu allra bæjarbúa. Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum á tímabilinu og geta íbúar og fyrirtæki skilað þar endurgjaldslaust því sem til fellur við vorhreinsunina. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Aldraðir og öryrkjar geta óskað eftir að fá aðstoð við að sækja staka þunga eða stóra hluti. SK ES SU H O R N 2 01 6 Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Alþjóðlegur baráttudagur verka- lýðsins 1. maí var haldinn hátíð- legur víðsvegar um Vesturland á sunnudaginn. Blaðamenn Skessu- horns voru í fríi þennan dag, en meðfylgjandi myndir tóku ljós- myndarar og fréttaritarar á nokkr- um stöðum í landshlutanum. Fyrsti maí - baráttudagur verkalýðsins Skundað af stað í kröfugöngu á Akranesi. Vilhjálmur Birgis- son formaður í broddi fylkingar. Ljósm. mm. Þessir heiðursmenn láta sig aldrei vanta í kröfugöngu á 1. maí á Akranesi. Ljósm. mm. Stéttarfélag Vesturlands byrjaði fyrst dagskrána, fyrir hádegi í Borgarnesi en síðar um daginn í Búðardal. Í Dalabúð stóðu SDS og Stéttarfélag Vesturlands fyrir samkomu með ræðuhöldum auk kaffisamsætis og lifandi tónlist, en trúbadorarnir Halldór Ólafsson og Valgeir Guðjónsson tróðu upp. Svo skemmtilega vildi til að Víkivaki var lokalagið hjá Valgeiri en nemendur yngsta stigs Auðarskóla höfðu tekið það sérstaklega fyrir í árshátíðaratriði sínu í mars. Ljósm. sm. Í Snæfellsbæ voru hátíðarhöld á vegum Verkalýðsfélags Snæfellinga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnesýslu. Komið var saman í Klifi þar sem hefðbundin dagskrá fór fram, ræður, söngur og skemmtiatriði auk handverks- sýningar eldri borgara. Hér má sjá sýnishorn þaðan. Ljósm. þa. Karlakórinn Kári kom fram á fyrsta maí skemmtunum. Hér syngja þeir í Samkomu- húsinu í Grundarfirði. Ljósm. sk. Magga Stína kom fram og skemmti í Hólminum. Ljósm. sá. Skólahljómsveit Akraness sá um tónlistina í kröfugöngunni á Akranesi. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.