Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 20162 Nú á laugardaginn er í boði árviss sýning Fornbílafjelags Borgarfjarðar og og Bif- hjólafélags Raftanna í Brákarey í Borgar- nesi. Allir áhugamenn um eldri og nýrri far- artæki ættu ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara. Á fimmtudag og föstudag er spáð norðan 8-15 m/s með rigningu, slyddu eða jafnvel snjókomu, en úrkomulítið verður sunnantil á landinu. Hiti verður frá engu og upp í tíu stig í plús og hlýjast syðst. Á laugardag verð- ur norðlæg átt og dálítil él fyrir norðan, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag og mánudag verður áfram norð- læg eða breytileg átt, bjart með köflum og svalt veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Æltar þú til útlanda í sumar?“ Tæpur meiri- hluti ætlar örugglega ekki að fara, eða 51%. 26% kváðust vera búin að bóka ferð og 15,4% íhuga að fara utan. Tæp 8% hafa ekki ákveðið sig enn. Í næstu viku er spurt: Hver er þinn uppá- halds mánuður? Íþróttafólk hefur verið að standa sig feikn- arvel á liðnum dögum og vikum í fjölmörg- um greinum. Sem fulltrúa þeirra veljum við Vestlending vikunnar að þessu sinni Einar Örn Guðnason, kraftajötun úr Lundarreykja- dal, og nýkrýndan Bikarmeistara Íslands í kraftlyftingum. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Englendingavík opnuð á upp- stigningardag BORGARNES: Á morg- un, uppstigningardag 5. maí, verður veitingahúsið Eng- lendingavík forlega opnað í Borgarnesi. Nýir eigend- ur keyptu húsakost í víkinni á liðnu ári og hafa undirbú- ið opnun, sett upp heimagist- ingu í Sjávarborg og opna nú veitingastaðinn. Á laugardag- inn verður auk þess boðið upp á bókamarkað og upplestur fyrir börnin í pakkhúsinu. Að sögn Einars S Valdimarssonar rekstrarstjóra er Englendinga- vík perla í elsta hluta Borg- arness. „Hér er ró og friður sem einungis er rofin af fugla- söng og sjávarnið. Í gömlu kaupfélagshúsunum þar sem stunduð var verslun til ára- tuga verður nú rekinn veit- ingastaðurinn Englendinga- vík og heimagistingin í Sjávar- borg,“ segir Einar. „Í veitinga- húsinu verður lögð áhersla á notalegt andrúmsloft í anda gömlu húsanna í víkinni. Mat- seðillinn tekur mið af mat úr héraði eftir fremsta megni, frá sjó og úr sveit. Einfaldari mat- seðill verður í hádeginu en „a la carte“ á kvöldin. Þá verð- ur hægt að fá kaffi og kökur um miðjan daginn. Einar seg- ir að opið verði frá kl. 11:30 – 23:00, en opnunartímar á vet- urna verða kynntir síðar.“ -mm Sjálfstæðismenn ákveða prófkjör NV-KJÖRD: Á kjördæm- isþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var síðastliðinn laugar- dag var samþykkt ályktun þar sem fagnað er stöðu þjóðarbús- ins og þeim árangri sem ríkis- stjórnin hefur náð á kjörtíma- bilinu. „Bætt lífskjör, lækkandi skuldir heimila og fyrirtækja, lág verðbólga, lítið atvinnu- leysi og fjölgun fjölbreytilegra starfa, traust stjórn fjármála ríkisins, lækkandi skuldir hins opinbera, góður viðskiptaaf- gangur, aukin fjárframlög í mikilvæga málaflokka samfara lækkun skatta, eru til mark um að vel hefur tekist til við stjórn landsins á þessum tíma,“ seg- ir m.a. í ályktun fundarins. Á honum var jafnframt sam- þykkt að haldið verður próf- kjör fyrir alþingiskosningarn- ar á komandi hausti til að stilla upp á framboðslista flokksins í kjördæminu. Eins og fram hef- ur komið hefur Einar Kristinn Guðfinnsson núverandi oddviti flokksins í kjördæminu ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmál- um. Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður hefur þegar lýst því yfir að hann sæk- ist eftir að leiða listann. Þá hef- ur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lýst yfir vilja til að taka annað sæti listans. Aðrir hafa ekki lýst því yfir opinber- lega að þeir sækist eftir sæti. -mm Fulltrúar Saga Jarðvangs í Borgar- firði, þau Edda Arinbjarnar, Þórður Kristleifsson og Krisján Guðmunds- son, hittu byggðarráð Borgarbyggðar á fundi í síðustu viku og kynntu fyr- ir sveitarstjórnarfulltrúm stefnumót- un í útivist og ferðaþjónustu á jarð- vangssvæðinu í uppsveitum Borgar- fjarðar. Auk þess sögðu þau frá um- sókn Saga jarðvangs sem lögð var inn til Unesco fyrir síðustu jól. „Þetta eru stórar skýrslur og hafa feng- ið góðar viðtökur ytra. Okkur barst svo bréf um daginn frá Unesco þar sem forsvarsmenn samtakanna fagna umsókninni. Við tökum síðan á móti tveimur úttektaraðilum í sumar. Við erum bjartsýn og teljum að við séum komin með annan fótinn inn hjá Unesco sem er gríðarlegur árangur. Ef vel tekst til þá verðum við í kjöl- farið samþykkt,“ segir Edda. „Að fá viðurkenningu eða stimp- il Unesco á jarðvangi hér yrði mikil lyftistöng fyrir Borgarfjörð og raun- ar Vesturland allt. Það yrði mikilvægt fyrir byggðarþróun en ekki síst gott fyrir markaðssetningu á ferðaþjón- ustu,“ segir Edda. Saga Jarðvangur hefur nú ráðið Önnu Margréti Guð- jónsdóttur í tímabundið starf verk- efnisstjóra. Anna Margrét skrifaði Unesco skýrsluna og mun nú undir- búa komu fulltrúa samtakanna hing- að til lands í sumar. mm Unesco tekur jákvætt í umsókn Saga Jarðvangs Viðamikil skýrslugerð liggur að baki umsókninni til Unesco. Anna Margrét Guðjónsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf verk- efnisstjóra. Hálft annað hundrað ungmenna af Vesturlandi komu saman í Reyk- Æfðu vopnaburð á barnamenningarhátíð Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands í klassískum lyftingum var haldið í fyrsta sinn á laugardag- inn. Mótið fór fram á Seltjarnar- nesi í umsjón Gróttu. Tæplega 40 manns voru mættir til leiks og fór mótið fram á tveimur keppnispöll- um samtímis. Þónokkur Íslandsmet voru slegin á mótinu bæði í opnum flokkum og aldurstengdum. Eitt Norðurlandamet féll þegar Arnór Gauti Haraldsson tvíbætti Norður- landamet drengja (14-18 ára) með 192,5 kg og 200 kg í hnébeygju. Stigahæstu keppendur mótsins í karla- og kvennaflokki voru krýnd- ir Bikarmeistarar í klassískum kraftlyftingum. Þeir fengu afhenda veglega farandbikara auk bikara til eignar. Bikarmeistari kvenna varð Arnhildur Anna Árnadóttir Gróttu. Bikarmeistari karla varð Ein- ar Örn Guðnason, Kraftlyftinga- félagi Akraness, með 438,1 Wilks- stig. Einar bætti Íslandsmet í öllum greinum. Í hnébeygju tók hann 260 kg, í bekkpressu endaði hann með 183 kg og í réttstöðulyftu tvíbætti hann metið með 270 kg í annarri tilraun og 280 kg í þeirri þriðju. Veitt voru verðlaun fyrir stiga- hæstu lið mótsins í karla- og kvenna- flokki. Liðabikar kvenna sigr- aði fjölmenn kvennasveit Gróttu örugglega með 51 stigi. Liðabik- ar karla sigraði karlasveit Kraft- lyftingafélags Akraness örugglega með 52 stigum. Úrslit í einstökum þyngdarflokkum og þau Íslandsmet sem voru slegin er að finna í heild- arúrslitum mótsins í gagnabanka KRAFT. mm Einar Örn er Bikarmeistari Íslands í kraftlyftingum holti í gær á barnamenningarhátíð. Fjölbreyttri dagskrá var ekki lok- ið þegar Skessuhorn fór í prentun, en meðfylgjandi mynd er frá því í gærmorgun. Hátíðinni verður gerð skil í máli og myndum í næsta tölu- blaði. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Einar Örn Guðnason, bikarmeistari Ís- lands í kraftlyftingum. Síðasta sunnudag mátti sjá nokkra sjómenn í Stykkishólmi leggja loka- hönd á undirbúning fyrir strand- veiðitímabilið sem hófst á mánu- dag. Bátum var þá komið fyr- ir á vögnum vörubíla. Bílstjóri BB og sona, sem ók bátunum norð- ur í Norðurfjörð á Ströndum, taldi að minnst fimm bátar hefðu verið fluttir norður á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags, frá svæði A yfir á svæði B. Hreiðar Már Jóhannesson úr Stykkishólmi er einn þeirra sem hélt frá Stykkishólmi norður í Norður- fjörð á Ströndum. „Ég var eitt ár á Breiðafirði en eftir það ákvað ég að færa mig á svæði B og þetta er þriðja árið hérna,“ segir Hreiðar í samtali við Skessuhorn í gær. Hann rær á Svölu SH-14 og seg- ir nóg af fiski fyrir norðan. „Það er bræla í dag [þriðjudag] en við erum búnir að róa einu sinni, á mánudag- inn. Það gekk mjög vel og við kom- um heim með skammtinn,“ seg- ir hann, en aðeins er heimilt draga 650 kg, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð. Aðspurður minnir Hreiðar að um 270 bátar hafi verið á svæði A í fyrra, en nær helmingi færri, um 130, á svæði B. Nokkrir Hólmarar hafi því séð hag sinn í því að flytja báta sína norður á Strandir og róa frá Norðurfirði. „Það er nú ástæðan fyrir því að við erum hérna. Færri bátar þýðir meiri fiskur og fleiri dagar. „Yfirleitt náum við að róa allan maí og allan júní. Svo miss- um við daga í júlí og ágúst, náum yfirleitt svona tíu dögum í ágúst til dæmis,“ segir Hreiðar. kgk Hólmarar halda norður á strandveiðar Verið að koma strandveiðibátunum fyrir á vörubíl. Síðan var ekið með þá norður í Norðurfjörð á Ströndum og sjómenn tóku að róa þaðan við upphaf strandveiði- tímabilsins á mánudag. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.