Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 201630 Þriðjudaginn 26. apríl mættust Skallagrímur og Fjölnir í odda- leik um laust sæti í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á næsta tíma- bili. Leikið var í Dalhúsum í Graf- arvogi. Eftir æsispennandi úrslita- rimmu var allt undir og voru það Skallagrímsmenn sem höfðu betur og sigruðu, 75-91. Það er því ljóst að Borgnesingar munu að nýju leika í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og skiptust á að leiða framan af fyrsta leikhluta. Það var því við hæfi að við lok hans væri staðan jöfn, 19-19. Áfram var jafnræði með lið- unum, leikurinn í járnum og mjög spennandi til loka fyrrihálfleiks, en þá leiddu heimamenn í Fjölni með aðeins einu stigi, 41-40. Skallagrímsmenn skoruðu fyrstu stigin eftir hlé en Fjölnir náði for- skotinu á nýjan leik skömmu síð- ar. Borgnesingar jöfnuðu en Fjöln- ir náði aftur eins stigs forystu fyr- ir lokafjórðunginn og andrúms- loftið orðið rafmagnað í Dalhús- um. Fjölnir hélt forystunni þar til Borgnesingar komust einu stigi yfir þegar aðeins fjórar mínútur lifðu leiks. Upphófst þá frábær lokakafli Skallagrímsmanna sem gersamlega stungu heimaliðið af og tryggðu sér á ótrúlegan hátt 16 stiga sigur, 91-76 og þar með sæti í Domino‘s deildinni á næsta ári. J.R. Cadot setti upp tröllatvennu í oddaleiknum. Hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Kristófer Gíslason var hins vegar stigahæst- ur Skallagrímsmanna með 24 stig, en hann tók auk þess 6 fráköst. Sig- tryggur Arnar Björnsson var með 14 stig og reynsluboltinn Hafþór Ingi Gunnarsson með 11 stig og 6 fráköst. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímsmenn eru á leið í Domino‘s deildina Finnur Jónsson, þjálfari karlal- iðs Skallagríms, sagði í viðtali við Skessuhorn í haust að hann hefði ákveðið markmið í huga fyrir vet- urinn. Hann vildi á þeim tíma ekki gefa upp hvert markmiðið væri en gerir það nú með glöðu geði. „Það var að fara beina leið upp aftur,“ segir Finnur ánægður. „Við fór- um svo sem ekki einföldustu leið í heimi, enda höfum við Skalla- grímsmenn ekki verið þekktir fyr- ir það í gegnum tíðina. Við tókum Krísuvíkurleiðina en græddum á því tíu auka leiki,“ segir hann. Að- spurður um hvað hann eigi við með að liðið hafi grætt tíu leiki, segir Finnur að úrslitakeppnin fari beint í reynslubanka leikmannanna. „En svo var þetta líka bara gaman. Síð- asti mánuður er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og góður fyr- ir hópinn og stuðningsmenn,“ seg- ir hann og víkur að áhorfendum. „Stuðningurinn frá áhorfendum var alveg æðislegur. Ég hef aldrei séð annað eins. Fjósamenn, Borgnes- ingar og Borgfirðingar nær og fjær, fá allt mitt þakklæti fyrir stuðning- inn. Þeir voru algerlega sjötti mað- urinn í þessari úrslitakeppni og eiga heiður skilinn.“ Komu alltaf til baka Stuðningur áhorfenda skilaði sér inn á völlinn í leikjum Skallagríms. Í bæði undanúrslita- og úrslitavið- ureignunum lentu þeir undir. Alltaf komu þeir til baka, sama hvað bját- aði á og leikgleði einkenndi spila- mennsku þeirra. Finnur segir að það skipta miklu að menn hafi ánægju af því að spila. „Þegar það er gaman, mórallinn í lagi og allir leggja sitt af mörkum, þá segir það sig sjálft að það verður allt miklu auðveldara,“ bætir hann við. „Við önduðum inn og önduðum út, tókum mótlætinu með stóískri ró og vorum ekkert að stressa okkur.“ Finnur segir að lagt hafi verið upp með ákveðið leik- plan fyrir úrslitaviðureignina. Lið- ið hafi haldið sig við það, það innt vel af hendi og allir hafi stigið upp þegar á reyndi. „Það var greinilegt að Fjölnir lagði upp með að loka á okkar helstu skorara, Cadot og Sig- trygg Arnar. Það gerðu þeir vel en um leið opnaðist fyrir aðra. Krist- ófer steig til dæmis heldur betur upp og sýndi að hann er algjörlega traustsins verður og virkilega efni- legur leikmaður,“ segir Finnur. Bjartir tímar framundan Aðspurður viðurkennir Finn- ur vera örlítið farinn að huga að næsta tímabili. „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi og reikna með að verða áfram með liðið,“ segir Finnur. Næstu mál á dagskrá segir hann vera að setjast niður með leik- mönnum og fara yfir málin með hverjum og einum. Því næst hefj- ist hann og stjórnin handa við að setja saman hópinn. Finnur seg- ir að stefnan sé að styrkja liðið og halda því í úrvalsdeild. Meginuppi- staðan í liðinu verði þó sú sama og í ár. „Eins og ég sagði við stjórn- ina, ég vil halda öllum strákunum. Þetta eru heimamenn, Borgnes- ingar og Borgfirðingar og þannig viljum við byggja þetta upp,“ segir Finnur og bætir því við að grasrót- in skipti mestu máli í öllu uppbygg- ingarstarfi. „Þá getum við horft til þess að fá til okkar leikmenn annars staðar frá til að bæta liðið, en ekki bara til að búa til lið,“ segir Finn- ur sem telur bjarta tíma framund- an í körfunni í Borgarnesi. „Yngri flokka starfið er í góðum blóma og það virðist allt vera á uppleið hjá okkur. Bæði karla- og kvennalið- ið er komið í Domino‘s deildina og það verður skemmtilegur næsti vetur hér í Borgarnesi,“ segir Finn- ur Jónsson að lokum. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. „Það verður skemmtilegur næsti vetur hér í Borgarnesi“ Finnur Jónsson fer yfir málin með leikmönnum sínum í oddaleiknum gegn Fjölni. Finnur ásamt J.R. Cadot í veislunni í Englendingavík síðar um kvöldið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.