Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Afreksfólkið okkar Það er ekki ofsögum sagt að Vesturland býr vel af afreksfólki í íþróttum. Orð eins og titlar, sigrar og Íslandsmet er nánast vikulega hægt að lesa á síðum Skessuhorns. Nú um helgina eignuðumst við Íslandsmeistara í kraftlyftingum, svo ekki sé minnst á að einn sterkasti maður heims ólst hér upp og er að gera garðinn frægan úti um allan heim. Fjölmarga aðra mætti nefna sem alltof langt mál yrði að telja. Nú er staðan sú að lands- hlutinn á hvorki fleiri né færri en sjö lið í efstu deildum boltaíþrótta; þrjú í knattspyrnu og fjögur í körfubolta. Ég efast um að hlutfallslega hafi nokkur fimmtán þúsund manna landshluti náð viðlíka árangri fyrr. Í vik- unni sem leið tryggði karlalið Skallagríms sér þátttökurétt í efstu deild í haust og sama höfðu konurnar í Borgarnesi gert nokkru fyrr í vor. Þetta sama kvöld urðu stúlkurnar í Snæfelli Íslandsmeistarar þriðja árið í röð og unnu því tvöfalt þetta árið. Geri aðrir betur. Karlalið Snæfells hélt sér uppi í úrvalsdeild þótt þeir hafi rétt misst af úrslitakeppninni. Þá er ekki síður á fótboltasviðinu margir af Vesturlandi sem koma munu við sögu í efstu deildum í sumar. Konurnar í ÍA spila nú í deild þeirra bestu og hefja keppni í lok næstu viku. Karlalið ÍA spilar nú annað árið í röð í efstu deild og á vafalaust eftir að gera góða hluti í sumar þótt ákveðin sjóferð á sunnudaginn hafi farið illa. Loks er karlalið Víkings Ólafsvíkur í efstu deild og sannaði á sunnudaginn að það var ekki tilviljun að þang- að er liðið komið. Löngum hefur verið tekið til orða að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í yfirfærðri merkingu má segja að lítil samfélög úti á landi nái aldrei þeim árangri að eiga öflug lið í hópíþróttum nema staðið sé þétt á bakvið íþróttafólkið, einstaklingana. Barna- og unglingastarfið er þarna mikilvægast og afar brýnt að fólk missi aldrei sjónar á því að hlúa vel að þeim sem taka þátt. Hvetja til dáða, styðja við bakið á unga fólkinu og forðast mismunun. Einelti getur vissulega þrifist á þessu sviði sem öðr- um. Verði þess vart þarf að uppræta slíkt strax. Allir eru nefnilega jafnir og eiga alltaf að vera. Ég vil bara minna á þetta, því ekki dreg ég fjöður yfir að ég hafi heyrt af misbresti í þessu sem óþægilegt er að vita af. Lið er aldrei öflugra en veikasti hlekkurinn og án frumkvæðis einstaklingsins er ekkert lið. Hlúum því ávallt að unga fólkinu og hvetjum alla til dáða, ekki bara suma. En á þessum tímamótum vil ég hrósa fólkinu sem stendur vaktina í baklandi íþróttafélaga. Margir leggja á sig þrotlausa vinnu og gera slíkt stuðningsstarf að hugsjón. Verja öllum frítíma sínum til sjálfboðavinnu til að íþróttfélagið eflist og dafni. Í síðustu viku varð ég vitni af því þeg- ar áhugafólk um tvö íþróttafélög uppskar ríkulega eftir erfiði og mikla vinnu. Ég sá reyndar á myndum í sjónvarpi og ljósmyndum úr Hólm- inum fölskvalausa gleði heimamanna og varð svo persónulega vitni að gleðinni sem ríkti í Borganesi þegar tekið var á móti körfuboltaliðinu úr sigurför að sunnan. Fólk réði sér vart af gleði, klappaði á bakið, kyssti fé- lagana og söng svo undir tók í Englendingavík. Strax var farið að skipu- leggja hvernig gera þurfti þetta eða hitt til að undirbúa næstu leiktíð og hvað þyrfti að bæta, breyta og styrkja. Strax og áfanga var náð var horft til næsta verkefnis. Þessir sigrar efla samfélagslegan anda í hverju byggð- arlagi og gera það skemmtilegra og betra að búa þar. Skessuhorn í dag er að hluta helgað þessari jákvæðu stemningu og auk mynda rætt við nokkra sem hlut eiga að máli. Ég vil óska Vesturlandi öllu til hamingju með hreint út sagt ótrúleg- an árangur á sviði íþrótta. Maður trúir því varla að við séum einungis fimmtán þúsund. Erum við ekki bara aðeins betri en meðaltalið? Jú, svei mér þá, ég held það bara. Magnús Magnússon Leiðari Opinn kynningarfundur um skipulagslýsingu Sementsreits Skipulags- og umhverfisráð kynnir skipulagslýsingu Sementsreits á opnum fundi með íbúum og öðrum hagsmunaðilum á Akranesi. Fundurinn fer fram að Mánabraut 20 þann 11. maí kl. 18:00. SK ES SU H O R N 2 01 6 Heitt á könnunni og allir velkomnir. Vélsmiðja Grundarfjarðar ehf. tók til starfa síðastliðinn mánudag. Smiðj- an er í húsnæði þar sem Vélsmiðjan Berg var áður til húsa. Þórður Magn- ússon er eigandi félagsins en Remigi- jus Bilevicius mun sjá um daglegan rekstur smiðjunnar. „Við erum að ráða til okkar tvo faglærða skipasmiði frá Póllandi,“ segir Þórður en annar þeirra er kominn til landsins og hefur nú þegar tekið til starfa. „Við erum tilbúnir í verkefni nú þegar og mun- um bæði sinna viðhaldi sem og vél- smíði í framtíðinni, bætir hann við. Vélsmiðja Grundarfjarðar mun einn- ig starfrækja bílaverkstæði og smur- þjónustu. „Við verðum með umboð fyrir Shell vörur hjá okkur og þær eru á leið til landsins. Það verður komið í gagnið öðru hvoru megin við næstu helgi,“ segir Þórður og kveðst bjart- sýnn á framhaldið. tfk Hefja vélsmiðjurekstur í nýju fyrirtæki Remigijus Bilevicius til vinstri en hann mun sjá um daglegan rekstur, Andri skipa- smiður og Þórður Magnússon. Umhverfis- og auðlindaráð- herra hefur undirritað reglugerð um breytingu á byggingarreglu- gerð sem hefur það að markmiði að lækka byggingarkostnað vegna íbúðarhúsnæðis. Breytingarnar lúta einna helst að aðkomu, umferðar- leiðum og innri rýmum mannvirkja sem og stjórn mannvirkjamála hvað varðar minniháttar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingar- leyfi. Með reglugerðinni eru kröfur um lágmarksstærðir rýma í íbúðum felldar brott en í stað þess sett inn markmið, sem veitir ákveðið frelsi við útfærslu hönnunar. Breyting- arnar miða fyrst og fremst að því að auka sveigjanleika við gerð íbúðar- húsnæðis. Þannig getur lágmarks- stærð íbúðar, sem er eitt herbergi, minnkað verulega. Ef gert er ráð fyrir að geymsla og þvottaaðstaða sé í sameign, og ekki gert ráð fyrir anddyri, getur slík íbúð verið um 20 m3, fyrir utan sameign. Lágmarks- stærð íbúðar, sem er með einu litlu svefnherbergi, getur minnkað sam- svarandi. Breytingarnar lúta einnig að því að minniháttar framkvæmdum sem undanþegnar eru byggingarleyfi fjölgar og verða þær í stað þess til- kynningarskyldar. Þá eru gerðar ákveðnar breytingar varðandi bíla- stæði fyrir hreyfihamlaða við íbúð- arhúsnæði, rýmisstærðir í íbúð- arhúsnæði, sorpgeymslur og loft- ræsingu íbúða. Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi við birt- ingu að undanskildum breytingum er varða minniháttar framkvæmd- ir sem eru tilkynningarskyldar, en þær taka gildi 15. júní nk. mm Sveigjanleiki aukinn í byggingarreglugerð Sunnudaginn 8. maí kemur út ann- að hefti ársritsins Nýs Breiðfirð- ings. Tímaritið Breiðfirðingur kom út óslitið frá árunum 1942 til 2009. Eftir það lagðist útgáfa þess í stutt- an dvala þar til Breiðfirðingafélag- ið hafði frumkvæði að því að hefja útgáfu á nýjan leik í fyrra. Svavar Gestsson var þá fenginn til að rit- stýra Nýjum Breiðfirðingi og nú kemur út annað heftið í ritstjórn hans. Samverkamaður Svavars er Haukur Már Haraldsson. Nýr Breiðfirðingur telur í ár 218 síður. Vesturbyggð er kjarna- byggðarlag ritsins í ár og hefur Kristín Einarsdóttir á Seftjörn á Barðaströnd safnað saman efni um byggðarlagið. Meðal efnis er einn- ig fjöldi eyja og hólma á Breiða- firði, sem hafa löngum verið sagð- ar óteljandi. Auk þess er í ritinu að finna umfjöllun Kjartans Ólafsson- ar um Kristján Guðjónsson, Kitta í Seli, bónda í Svínaseli í Múlasveit sem sagður er kveikjan að Bjarti í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Áhugasömum er bent á að kynn- ing á efni ritsins verður meginefn- ið í samkomu í Breiðfirðingabúð á útgáfudegi ritsins, sunnudaginn 8. maí klukkan 14:30. kgk Ársritið Nýr Breiðfirðingur kemur út öðru sinni Svavar Gestsson er ritstjóri Nýs Breiðfirðings.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.