Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 201632 Kristófer Gíslason er tæplega tví- tugur, búsettur í Borgarnesi og leikur körfuknattleik með Skalla- grími. Kristófer hefur í vetur, líkt og margir ungir og efnilegir leik- menn, verið rulluspilari í liði sínu. Í úrslitaviðureigninni gegn Fjölni fékk Kristófer aukið hlutverk í liði Skallagríms. Í oddaleiknum spilaði hann tæpar 27 mínútur, varð stiga- hæsti leikmaður vallarins með 24 stig. Kristófer toppaði heldur betur á réttum tíma, en hann hefur aldrei skorað jafn mörg stig fyrir meist- araflokk. Hann setti niður mikil- væg skot í lokin og átti stóran þátt í sigri Skallagríms. „Þetta var nú bara nokkuð óvænt,“ segir Krist- ófer, hógværðin uppmáluð. „En ég var tilbúinn í slaginn. Stemn- ingin í hópnum fyrir leik var æðis- leg. Finnur hélt smá ræðu yfir okk- ur. Hún var mjög stutt og endaði á: „Við ætlum að vinna þennan leik,“ og það vissu allir sem voru í klefan- um,“ segir Kristófer. Þegar lokamínúturnar runnu upp var leikurinn búinn að vera í járnum frá fyrstu mínútu. Mik- il spenna var meðal áhorfenda en Kristófer segist hafa reynt að halda ró sinni. „Það fór ekkert í gegnum huga minn þarna, ég reyndi bara að vera rólegur,“ segir hann. „Þeg- ar boltinn síðan barst til mín var ég miklu opnari en ég bjóst við. Vissu- lega var verið að dekka bæði Cadot og Sigtrygg Arnar vel. En þegar það er gert hlýtur einhver að opn- ast. Í þetta skipti var það ég og þá tekur maður bara af skarið,“ segir Kristófer. Syfjaður í vinnunni Þegar lokaflautan gall hafði Skalla- grímur 91 stig gegn 75 stigum heimamanna og Borgnesingar á leið í Domino‘s deildina. Áhorf- endur þustu inn á völlinn og Krist- ófer segir stemninguna eftir leik hafa verið ótrúlega. „Að komast í úrvalsdeild er tilfinning sem ég gleymi aldrei,“ segir hann ánægð- ur. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins stemningu á leik. Áhorfend- urnir voru frábærir, það var troð- fullt hús og heyrðist miklu meira í Fjósamönnum en öðrum. Þeir sungu allan tímann,“ segir Krist- ófer og er stuðningnum mjög þakklátur. „Einnig langar mig að þakka kærustunni minni allan þann stuðning sem hún hefur veitt mér,“ bætir hann ánægður við. Þegar heim í Borgarnes var komið fengu Skallagrímsmenn höfðinglegar móttökur þar sem slegið var upp veislu í Englend- ingavík. Fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn úrvalsdeildarsæt- inu fram á nótt. En var ekkert erf- itt að mæta til vinnu daginn eftir? Kristófer hlær við og viðurkennir að örlað hafi á þreytu þegar hann mætti til vinnu á Landnámssetrinu um morguninn. „Það var vissulega meiri þreyta en vanalega. Ég mætti óvenju syfjaður en það sýndu því allir skilning,“ segir hann léttur í bragði. Aðspurður um framtíðina kveðst Kristófer munu flytjast búferl- um á næstunni. „Ég er að flytja til Reykjavíkur og byrja í námi í Há- skóla Íslands í haust,“ segir hann. En mun hann áfram að leika með Skallagrími? „Það er enn óákveðið en eins og staðan er í dag tel ég það samt alveg líklegt,“ segir Kristófer að lokum. kgk „Að komast í úrvalsdeild er tilfinning sem ég gleymi aldrei“ Kristófer Gíslason mætti galvaskur til vinnu í Landnámssetrinu morguninn eftir að Skallagrímur tryggði sér úrvalsdeildarsætið, þrátt fyrir að hafa fagnað með félögum sínum fram á nótt. Ljósm. hlh. Kristófer galopinn efst á lyklinum í oddaleiknum gegn Fjölni. Skotið fór niður, eins og meirihluti skota hans þetta kvöld. Ljósm. Skallagrímur. Það var glaðbeittur hópur Borgnes- inga og annarra stuðningsmanna sem tók fagnandi á móti karla- liði Skallagríms þegar það mætti í Englendingavík seint á þriðjudags- kvöldið í síðustu viku. Liðið vann eins og áður hefur komið fram sigur á Fjölni í oddaleik sem spilaður var í Dalhúsum í Grafarvogi. Þar með er ljóst að bæði karla- og kvennalið Skallagríms spila í Dominosdeild- inni næsta haust. Konurnar í fyrsta skipti en karlarnir eftir árs veru í 1. deild. Nokkur hundruð manns mættu í Englendingavík þar sem veitingastaðurinn var um leið opn- aður sérstaklega fyrir þessa stund (formleg opnun Englendingavíkur verður fimmtudaginn 5. maí). Með- fylgjandi myndir sýna stuðnings- menn og leikmenn Skallagríms við komuna í Borgarnes. Boðið var upp pizzur í tilefni dagsins. mm Fögnuður með úrvalsdeildarsætið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.