Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 19 Sýslumaðurinn á Vesturlandi SK ES SU H O R N 2 01 6 Stykkishólmi, 27. apríl 2016 Sýslumaðurinn á Vesturlandi Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Atkvæðagreiðsla vegna kjörs forseta Íslands fer fram laugardaginn 25. júní 2016. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 8 vikum fyrir kjördag. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum: Akranesi - skrifstofa sýslumanns, Stillholti 16-18, virka daga kl. 10.00 til 15.00 Borgarnesi - skrifstofa sýslumanns, Bjarnarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00 Búðardal - skrifstofa sýslumanns, Miðbraut 11, virka daga kl. 12.30 til 15.30 Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofa hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00 til 13.00 Ólafsvík - skrifstofa sýslumanns, Bankastræti 1a á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10.00 til 14.00 Stykkishólmi - skrifstofa sýslumanns, Borgarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00 Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánari samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Í kynningarblaði um Vestur- land sem fylgdi Fréttablaðinu 29. apríl sl. var svohljóðandi fyrir- sögn á viðtali: ,,Flutti allt sitt frá Djúpi í Borgarfjörð”. Ég staldraði við þetta viðtal þar sem ég vissi að fjölskylda hefði nýlega flutt úr Ísa- fjarðardjúpi og suður í Kolbeins- staðahrepp á Snæfellsnesi, þar á meðal einn alþingismanna okkar – Jóhanna María Sigmundsdóttir. Í þessu viðtali er rætt við föður hennar, Sigmund, þar sem hann lýsir ánægju sinni með að vera fluttur í ,,Borgarfjörðinn” en ekki á Snæfellsnesið! Til að undirstrika þetta er nefndur Kolbeinsstaða- hreppur í Borgarfirði. Sá er mun- urinn á okkur Sigmundi að ég er uppalinn í þessum hreppi og allan þann tíma var hann hluti af Snæ- fellsnesi, nánar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Fyrir nokkr- um árum var það hins vegar sam- þykkt með knöppum meirihluta, að hreppurinn sameinaðist Borg- arbyggð – les – ekki Borgarfirði. Þarna liggur hundurinn sjálfsagt grafinn og ókunnugir halda að þeir séu komnir í Borgarfjörðinn! Þegar ég gekk í skóla í Kol- beinsstaðahreppnum, varð kenn- ara mínum, Sveinbirni Jónssyni á Snorrastöðum heitt í hamsi þegar kom að Eldborg í landafræðinni. Þar stóð að hún væri ,,á Mýrum”. ,,Þið skuluð muna það að Eldborg er í Hnappadal á Snæfellsnesi”. Svo fylgdi með að höfuðskáld Snæfell- inga væri Steingrímur Thorsteins- son frá Arnarstapa. Þegar ég fór að fylgjast með íþróttalífi og öðrum viðburðum á Snæfellsnesi, fór ekkert á milli mála hvar maður ætti heima á landakort- inu. Borgfirðingar voru á sínum stað og Mýramenn næstu grann- ar í suðri. Svo voru það Dalamenn og mínir sveitungar voru stundum kallaðir Hnappdælingar en það fór þó ekki á milli mála, að Hnappa- dalur væri hluti af Snæfellsnesi. Brottfluttir gengu svo í Félag Snæ- fellinga og Hnappdæla. Svona hef- ur þetta verið lengst af frá því land byggðist. Bættar samgöngur réðu því hins vegar að verslun og önn- ur þjónusta var fyrst og fremst sótt í Borgarnes. Hvað sem líður sameiningu sveit- arfélaga og breyttum samgöngum, þá er héraðsvitund samgróin okk- ur flestum. Mér myndi aldrei detta í hug að kalla mig Borgfirðing þótt þangað hafi ég sótt margt gott. Þannig held ég að sé um aðra Kol- h r e p p i n g a . Þegar ég hitt einhvern sem segist vera af Snæfellsnes- inu, er kom- inn sameig- inlegur flöt- ur og far- ið að leita að kunningjum og ættingj- um sem tengjast héraðinu og báð- ir þekkja. Þannig er það með okk- ur flest. En hvað segja Kolhrepping- ar? Hvað segja aðrir á Snæfells- nesi? Er fólki bara sama? Fá mínir gömlu sveitungar eitthvert kikk út úr því að kallast nú Borgfirðingar? Er grasið grænna í Borgarfirðin- um? Og hvernig sjá menn fyrir sér frekari sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi? Er enn inni í mynd- inni að Kolhreppingar og Skógs- trendingar (nú í Dalabyggð), sam- einuðust örðum sveitarfélögum á Snæfellsnesi, verði af slíkri sam- einingu? Hvernig væri nú að ræða þessa hluti í stað þess að þumbast og þegja? Reynir Ingibjartsson, Snæfellingur. Pennagrein Snæfellsnes komið í Borgarfjörð „...þegar Eldborg birtist vestan Hítarár og Hnappadalsfjöllin blasa við, þá er viðkomandi kominn heim á Snæfellsnes.“ Reynir Ingibjartsson Deiliskipulagstillaga að Laugum í Sælingsdal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15.mars 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Lauga í Sælingsdal skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjöl breytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur til húshitunar og auk þess til ánægju og heilsuræktar. Nýleg sundlaug er á svæðinu. Stefna deiliskipulagsins er að efla svæðið sem eina heild og skapað áhugavert svæði sem virkar jafnt fyrir íbúa og ferðamenn, allt árið. Áhugaverð göngu- og úti vistarsvæði tengjast svæðinu og er lögð áhersla á góðar tengingar og greiðfæra göngu stíga, bæði innan svæðisins og við nærumhverfið. Laugasvæðið er vel stað sett gagnvart umferð, er í námunda við aðalleið á Vest firði og tengt hringleið um Strandir (Fells strönd/Skarðs strönd). Svæðið liggur í fögrum fjallasal þar sem er fjöldi áhugaverðra gönguleiða. Skipu lags uppdrættir og greinagerðir er til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar frá 4. maí til 16. júní 2016. Enn fremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið bogi@dalir.is merkt ,,deiliskipulag Laugum” fyrir 16. júni 2016. Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 6 SK ES SU H O R N 2 01 6 Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið: Dalabyggð Auðarskóli - Útboð Verkið felur í sér að rífa núverandi trapisustál af þaki og setja bárustál í staðinn, endurnýja þakpappa, skotrennur, flasningar, kjöljárn ofl. Einnig skipta um burðarvirki og klæðningu á þakkanti, skipta um þakrennur, niðurfallsrör ofl. Þakflötur er um 600 m2 og þakkantur um 100 m. Skiladagur verksins er 5. ágúst 2016. Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal og hjá Verkís, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi frá og með 4. maí nk. Hægt er að óska eftir gögnum hjá Boga Kristinssyni skipulags- og byggingar- fulltrúa á netfangið bogi@dalir.is og í síma 430-4700 eða hjá Jökli Helgasyni á netfangið jh@verkis.is eða í síma 422-8000. Tilboð verða opnuð hjá Verkís, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, 18. maí 2016, kl. 11:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. SK ES SU H O R N 2 01 6 Járniðnaðarmaður Óskum eftir járniðnaðarmanni eða manni vönum véla- og járnsmíði í fullt staf. Einnig Upplýsingar veitir Björn í bjorn@stalsmidjan.is eða í síma 660 3537 Atvinna á Grundartanga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.