Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Síða 24

Skessuhorn - 02.11.2016, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 201624 Lista- og menningarhátíðin Vökudagar hófst formlega á Akranesi síðastliðinn fimmtu- dag með opnun fjölda sýninga og afhend- ingu menningarverðlauna Akraneskaupstað- ar. Í kjölfarið tóku við list- og menningar- viðburðir út um allan bæ. Menningarverð- laun Akraness 2016 voru veitt Club 71, en það er félagsskapur Skagamanna sem fædd- ir eru 1971. Félagið hefur staðið fyrir fjölda viðburða á Akranesi á undanförnum árum þar sem helst ber að nefna árlegt þorrablót Skagamanna, sem meðlimir undirbúa og framkvæma í sjálfboðavinnu, og fjölsóttan brekkusöng á Írskum dögum. Ágóði þorra- blótsins hefur runnið til íþrótta- og menn- ingarstarfs á Akranesi. Þorrablótin hafa vax- ið ár frá ári og eru afar vinsæl og vel sótt. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setti Vökudaga formlega á fimmtudaginn á Safn- asvæðinu. Hún gat þess að hátíðin hafi nú verið haldin frá árinu 2002 og hafi sífellt verið að vaxa fiskur um hrygg. Jafnframt voru þrjár sýningar opnaðar. „Hver vegur að heiman er vegur heim,“ sýning Gyðu L. Jónsdóttur Wells, „Skart við skóna,“ sýning Dýrfinnu Torfadóttur og sýningin „Bannár- in, brennivínið og bæjarbytturnar“ í umsjón þeirra Gerðar Jóhannsdóttur héraðsskjala- varðar og Nönnu Þóru Áskelsdóttur deild- arstjóra á Ljósmyndasafni Akraness. Ljósmyndaklúbburinn Höfrungur stendur fyrir ljósmyndasýningu á þriðju hæð Akranes- vita. Á annarri hæð vitans er ljósmyndasýning Marc Koegels sem hefur verið frá því í sept- ember síðastliðnum og á fjórðu hæð sýna nem- endur leikskóla á Akranesi listaverk í tengslum við Akranesvita og Breið. Í ónotuðu verslun- arhúsnæði við Dalbraut 1 sýnir ljósmynda- félagið Vitinn fjölda ljósmynda. Í Pennanum Eymundsson er handavinnusýning starfsfólks Leikskólans Vallarsels. Ýmis handavinna til sýnis, sem þeir hafa unnið að bæði nýlega og áður. Þá opna jafnframt leikskólabörn á Vall- arseli sýningu í Tónlistarskóla Akraness und- ir heitinu „Langisandur og umhverfið okkar“, leikskólabörn á Akraseli opnuðu myndlista- sýninguna „Ég og fjölskyldan mín” í húsnæði Bónus að Smiðjuvöllum 32, leikskólabörn á Teigaseli eru með sýninguna „Myndlistar- sýning barna” í setustofu Heilbrigðisstofunar Vesturlands og leikskólabörn á Garðaseli opna ljósmyndasýningu á Dvalarheimilinu Höfða undir heitinu „Það sem augað mitt sér“. Á Bókasafni Akraness er boðið upp á sýninguna „Þetta vilja börnin sjá,“ en hún samanstend- ur af myndskreytingum í íslenskum barnabók- um eftir 22 myndlistamenn, en teikningarn- ar komu út í bókum á síðasta ári. Listakonan Sylvía Vinjars verður með myndlistasýningu á Skökkinni á Vökudögunum. Í Tónlistar- skólanum á Akranesi er ljósmyndasýningin og kvikmyndin „Töfrar himins” eftir Jón R. Hilmarsson. Þá fór Þjóðahátíð fram á sunnu- daginn og fjölmargt fleira hefur verið í gangi. Ljósmyndarar Skessuhorns hafa verið á ferð og flugi síðustu daga og hér á opnunni má sjá hluta þess sem var í gangi. mm/ Ljósm. ki/mm/grþ og fleiri. Fjölbreytt dagskrá á lista- og menningarhátíðinni Vökudögum Club71 er handhafi menningarverðlauna Akraness 2016. Félagið hefur staðið fyrir Þorrablóti og brekkusöng á Írskum dögum og látið afrakstur þessara viðburða renna til æskulýðs- og félagsstarfs í bæjarfélaginu. Leikið á bongótrommur. Hér má sjá hluta af verkum Gyðu Jóns- dóttur Wells sem opin verður í Safnaskálanum út nóvember. Anna Leif Elídóttir opnaði myndlistarsýninguna Ömmurnar sl. laugardag. Þar sýnir hún meðal annars myndir sem hún hefur málað af formæðrum sínum. Guðrún Karítas við mynd af sér á sýningunni Selfí. Hekla var ein þeirra sem sýndu á sýningunni Selfí. Stefanía Ottesen við mynd af sér. Elínborg Halldórsdóttir, Ellý, opnaði myndlistar- og glerlistarsýningu á Höfða á föstudaginn. Sementsverksmiðjan iðar nú af lífi en um helgina var opnuð þar sýning sem ber heitið Umbreyting. Þar er lögð áhersla á endurnýtingu efnis, verkefni nemenda og kennara í Grundaskóla í fyrrum matsal verksmiðjunnar. Hér er Borghildur Jósúa- dóttir kennari við verk sitt þar sem efniviðurinn er rekaviður af Ströndum. Ljósm. rá Krakkar í Gaman-saman hópnum í Þorpinu á Akranesi komu saman á mánudaginn og máluðu. Harpa Hreinsdóttir á sýningu sinni „Geggjaðar peysur“ í húsnæði Bjarna Þórs á Kirkjubrautinni. Í Stúkuhúsinu var opnuð sýningin „Bannárin, brennivínið og bæjarbytturnar.“ Þar er fjallað um forsögu þess að vínbannið var sett á og þær hreyfingar sem börðust fyrir banninu t.d. templara og ungmennafélögin. Kirkjukór Akraness söng við opnun sýningar Gyðu Jónsdóttur Wells. Hluti af verkum Philippe Richard á sýningu hans í Bókasafni Akraness. Bjarni Þór Bjarnason listamaður tók á móti gestum á vinnustofu sinni, en þar var auk þess sett upp sýningin Geggjaðar peysur, myndir Bjarna og prjónaskapur eftir Hörpu Hreinsdóttur.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.