Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Qupperneq 25

Skessuhorn - 02.11.2016, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 25 Hér tekur Anna Leif Elídóttir selfí af sér og málverki sem hún gerði eftir ljósmynd af sér á unglingsárum. Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar ásamt þeim sem stóðu að opnun listsýninga á Safnasvæðinu síðastliðinn fimmtudag. Þeim var afhent blóm. Á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða var á föstudaginn sungið og spilað fyrir íbúa. Hér eru feðgar úr Tindatríóinu að syngja ásamt Sveini Arnar Sæmundssyni. Ljósmyndafélagið Vitinn opnaði á föstudags- kvöld sýningu í Dalbraut 1. Hér er svipmynd frá opnun sýningarinnar. Bókaflóðið á sýningunni „Umbreyting - Eitthvað verður annað“ vakti lukku. Bútasaumsklúbburinn Skraddaralýs sýnir verk á Höfða. Listamaðurinn Philippe Richard opnaði hand- verkssýningu á Bókasafni Akraness á föstudag- inn. Hér er hann að skera út úr fiskbeinum. Á Bókasafni Akranes er uppi sýning á teikningum 22 listamanna úr barnabókum. Páll Óskar Hjálmtýsson skemmti á Þjóðahátíð sem fór fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á sunnudaginn. Hátíðinni var frestað um einn dag vegna hvassviðris á laugardaginn. Andlitsmálun var í boði á Þjóðahátíð. Svipmynd frá Þjóðahátíð. Félagar í Ljósmyndafélaginu Höfrungi opnuðu sýningu í Akranesvita. Ljósm. hs. Kennari í TOSKA leiðbeinir hér yngstu nemendum skólans í tjáningu og fiðluleik. Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður opnaði sýn- inguna Skart við skóna í anddyri Safnaskálans. Í matsal Sementsverksmiðjunnar má finna sýninguna „Umbreyting - Eitthvað verður annað“ þar sem finna má fjölbreytt verk eftir kennara og nemendur Grundaskóla. Meðal verka er þessi kjóll, sem saumaður er úr umbúðum utan af kaffi. Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson spiluðu við opnun listsýninga í Safnaskálanum. Listamennirnir í Samsteypunni í Sementsverk- smiðjunni sýna verk sín á vinnustofunum þar sem stjórnstöð verksmiðjunnar var til húsa. Hér er María Kristín Óskarsdóttir við hluta verka hennar. Ljósm. rá. Hjónin Anna og Gunnar Már spiluðu og sungu með syni þeirra sem er að læra á harmónikku. Þessi fallega stund hjá fjölskyldunni var hluti þéttrar tónlistardagskrár í TOSKA síðastliðinn laugardag. Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Akraness kom í fyrsta skipti opinberlega fram á opnu húsi í skólanum síðastliðinn laugardag. Hér ávarpar Guðmundur Óli Gunnarsson skólastjóri gesti. Ljósm. rá. Örtónleikar nemenda og kennara á blásturs- hljóðfæri. Mögnuð blúshljómsveit kom fram á tónleikum í TOSKA síðastliðinn laugardag. Þarna syngur Jóna Alla Axelsdóttir en hún er jafnframt að gera góða hluti í söngkeppninni Voice sem er á Sjón- varpi Símans. Gunnar Ringsted spilar hér á gítar með nemendum sínum þeim Steinari og Aðalsteini.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.