Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.11.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 201626 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn- um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 77 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Morgunhani.“ Vinningshafi er: Hjalti Kristófersson, Vogabraut 58, 300 Akranesi. Atorka Blað- jaðar Fas Mjaka Annir Stormur Hermir Utan Niður Korn Krúna Eldi Ylur Kjarni Hliðar- halli Greinar Óhóf Reim Góð Hagur Gæði Slitið Röð 1 Virða Nið 5 8 M álsh. Frjáls Fæddi Vandi Ætla Mylsna Sýsla Dugar 12 Sam- hljóðar Býr til Mar Klæði Angan Eggjar Vömb Nísk Nálægt 10 Kambur Sk. St. Dútl Varp Skortur Grip Rest Upphr. Alandi Kona Linur Mjög 6 Friður Hérað 2 Bréfa- bindi Tvíhlj. Grípa Sterk- ur Á fæti Tvíhlj. Ævi- kvöldið Braska Leðja Tónn Hægt 4 Afa Reifi Tæki Vesæla Vætu Óp Frétt Ílát 11 Óvissa Titill Skjal Jurt Laun Röst Tölur Sunna 7 Sáð- lönd Flan 3 Geisla- baugur Fag Krot Ekkert Gelt Hljóta Slá Uggur Þorir Korn 9 Kusk Leit Krota 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 E V I T S M U N I R Ú R V A L Í Ð Ú A Æ R A Æ T Ó A R T S I Ð U R T R Ú S S R I N A P U R A L T Ý M I S T E N N I M Á S P I N N U R E R U N N U P A R I N N T I N U N N A Á B A N D G S A D D A R H A T T U R U Á Ð D Á T R E G A R R R U S S A E I G U Ú S Á R A E N D E M I R Ó M A R U M L Á T U Ó M Á L L Æ R D Ó M U R S K O U R T A U A U R T I T R A R A G A R M A N A M T E R A U S N L A G D R E I Í S R K Ö L D U R H Ú S I Ð S A G A S Á L K Ó R Æ T I M O R G U N H A N IL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Það haustar að og víst eins gott að fara að koma sér í þann gírinn. Ekki veit ég betur en þetta erindi sé eft- ir Þorstein Valdimarsson og ort á þeim árum þegar gengisfellingar voru a.m.k. árlegur viðburður: Enn falla í þagnar ljúfa löð ljóðin glöð og út í móunum dvína. Reynirinn fellir sín rauðu blöð og ríkisstjórn krónuna sína. Ekki man ég samt hver orti eftir einhverja gengisfellinguna en breytir litlu. Vísan er góð fyrir því: Ei skal strengi æðru slá eða lengja spjallið nú er enga náð að fá nú er gengið fallið. Líklega frá svipuðu tímabili er eftirfarandi staka sem ég man heldur ekkert hver orti: Ég á taugum tæpur er. Tvíbreið stútungskelling allar stundir ógnar mér eins og gengisfelling. Það hefur komið fyrir margar ungar stúlkur að bíða óþarflega lengi eftir því að staðfesta ráð sitt ef enginn fannst fullboðlegur og enda svo með því að lúta að einhverju sem þeim þótti í raun ekki sér samboðið því allt var þó skárra en að pipra. Jón Thoroddssen orti af slíku tilefni: Leiðast stundum lífið fer löngu vöxnum fljóðum, betri samt þeim biðlund er en bendlast erkislóðum. Það er nú eins að ekki man ég hver orti þessa en tilefnið mun líkt og hjá Jóni Thoroddssen: Grátlegt er þá góður svanni giftist drembilátum manni - og hleður niður glæpagjörnum, gorgeir fylltum vankabörnum. Sýslunefndarfundir heyra nú sögunni til en voru oft allmiklar samkomur. Ekki var það síst í Skagafirði enda svonefnd Sýslufundarvika und- anfari Sæluvikunnar sem enn heldur nokkurri reisn þó vissulega hafi hún sett ofan frá því sem var. Eitt sinn um eða fyrir miðja síðustu öld kom á borð sýslunefndar Skagfirðinga bréf frá fimm ljósmæðrum í héraðinu, sem heimtuðu launa- uppbót. Fengju þær hana ekki, mundu þær segja af sér á þessu vori. Ekki leist nefndarmönnum vel á þetta enda ekki allir komnir úr barneign og greinilega vá fyrir dyrum. Reis þá einn hinna eldri og reyndari úr sæti sínu og hélt þrumandi ræðu. Kvað hann enga stétt þjóðfélagsins eins hátt launaða og ljósmæður, því að þær hefðu föst laun, en tækju aðeins á móti 1-2 börnum á ári. Sýndist sér sem slíkt væri vel borgað. Ef þær ætl- uðu að segja af sér, kvaðst hann skyldi sitja yfir þeim fáu konum, sem enn væru í barneign í sveit- unum og gera sig ánægðan með hálft ljósmóður- kaup. Stefán Vagnsson var þá ritari sýslunefndar og orti: Ljósmæðurnar sögðu af sér; svoddan veldur tjóni ef barneignunum fækka fer. Flest vill ganga öfugt hér. En - þá er að taka tilboði frá Jóni. Hann vill sína liðsemd ljá og lagni kostaríka, sængurkonum að sitja hjá. Sanngjarn taxti verður þá. En - hann vill reyndar búa til börnin líka. Það kom fyrir á því svæði að sýslunefndar- menn létu á sér skilja að þá væri farið að langa heim þegar sýslunefndarfundur hafði staðið að þeim þótti nógu lengi. Eitt sinn þegar svo stóð á orti Jón á Hofi, sýslunefndarmaður Hofshrepps, eftirfarandi til Jóns Björnssonar á Bakka: Fuglinn syngur bí, bí, bí, byrjaður Jón að hlakka. Heimfús reikar hugur í hjónarúm á Bakka. Ekki veit ég heldur neitt hver orti eftirfarandi nema hver getur sig sjálfan séð. Verður maður ekki að reyna sitt skásta í svona tilfellum? Þó að ég sé þreyttur orðinn og þrengingar mig ýmsar bagi, bjóði fang sitt baugaskorðin beiti ég mínu forna lagi. Haraldur frá Kambi beitti líka sínu lagi en að vísu á annan hátt þegar hann orti: Milli tanna laus og létt leikur tunga vökur, þegar hún er að ríma rétt rammíslenzkar stökur. Eitt sinn er Halli sendi Gísla Magnússyni nokkrar vísur endaði hann bréfið á þesa leið: Ég á skilið lítið lof í ljóðagerðarsýsli. En staka góð er aldrei of oft með farin, Gísli. Margt gott orti Stefán Stefánsson frá Mósk- ógum og hér kemur ein af nokkrum um hana Stínu: Alltaf skal ég elska Stínu eins og ég bara get, þó að hún sé eftir áliti mínu ekkert — nema ket. Sá ágæti hagyrðingur, söngvarafaðir og refa- morðingi Vilhjálmur Hinrik Ívarsson eða Hinrik í Merkinesi orti um rigninguna sem við höfum nú fengið þokkalegan skammt af að undanförnu: Saman renna himinn og haf hellist Guðs úr könnum. Hann er að skola skítinn af skepnum bæði og mönnum. Sumt er van og annað of, er sú reynsla fengin. Skært nú ljómar skýjarof skúrin fram hjá gengin. Sigurður Óskarsson í Krossanesi var afbragðs hagyrðingur og vel þekkt vísa hans um Blesa og lausu skeifuna. Ekki veit ég svosem hvort þessi vísa hans er um sama hest en góð er hún: Hinumegin hinkrar eftir mér hesturinn með tygjum rauðblesótti. Dauðan mig á bakinu hann ber, á brattann fast í lífinu hann sótti. Eitt af því sem við fluttum inn með lifandi sauðfé á sínum tíma var Mæðiveikin og dugði lítt þó skepnunum fylgdu þykkir bunkar af heilbrigð- isvottorðum. Ein afleiðingin af því var svo mæði- veikivörðurinn sem kallaður var. Menn vörðu nokkuð svæði fyrir fé til að varna útbreiðslu veik- innar. Margir ungir og gamansamir menn lentu í þessu starfi og flestir hagmæltir. Þetta varð dá- lítið útilegulíf og bústaðir þeirra varðmanna hétu ýmsum nöfnum. Eitt hét Lækjarbakki og um þann stað kvað Jón Tryggvason sem var einn varðmanna: Gisting þakka og gefna sneið gamansnakki feginn. Ef ég flakka legg ég leið Lækjarbakka megin. Ég hef nú svo oft vitnað í minnisleysi mitt í þessum þætti að við hæfi er að rifja upp vísu Hall- dórs Snæhólm: Þótt ég læri þetta og hitt þrátt hjá góðum vinum þá er orðið minnið mitt mest í blýantinum. Svo best maður týni þá ekki miðanum en bestu þakkir fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þá er orðið minnið mitt - mest í blýantinum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.