Skessuhorn - 02.11.2016, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 31
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Skallagrímur tók á móti ÍR í Dom-
ino‘s deild karla í körfuknattleik síð-
astliðinn fimmtudag. Bæði lið höfðu
einn sigur hvort eftir þrjá leiki og
gátu með sigri lyft sér upp að miðri
stigatöflunni. Skallagrímur byrjaði
mjög vel en að lokum voru það ÍR-
ingar sem fóru með sigur af hólmi
78-84. Skallagrímsmönnum gekk
illa að höndla með knöttinn, töpuðu
honum alls 26 sinnum og var það
banabiti liðsins í leiknum.
Sem fyrri segir byrjuðu Borgnes-
ingar af miklum krafti. Þeir kom-
ust í 11-2 í upphafi leiksins en eft-
ir það hrundi varnarleikur liðsins
og ÍR-ingar jöfnuðu metin áður en
fyrsti leikhluti var úti. Liðin fylgd-
ust að í upphafi annars fjórðungs en
eftir það tóku gestirnir góðan sprett
og náðu 13 stiga forystu. En Skalla-
grímsmenn spyrntu við fótum og
náðu að minnka muninn í fimm stig
í hálfleik, 36-41.
Snemma síðari hálfleiks náðu gest-
irnir aftur yfirhöndinni í leiknum og
náðu 17 stiga forskoti um miðjan
þriðja leikhluta. Skallagrímsmenn
komu til baka og minnkuðu muninn
í átta stig en ÍR-ingar áttu lokaorð
leikhlutans og höfðu góða tólf stiga
forystu fyrir lokafjórðunginn.
Gestirnir héldu forskoti sínu af-
gerandi fyrstu mínútur fjórða leik-
hluta en eftir það tóku Skallagríms-
menn á sig rögg. Þeir héldu ÍR-ing-
um stigalausum í fjórar mínútur og
söxuðu jafnt og þétt á forskot þeirra.
En því miður fyrir Borgnesinga þá
dugði góður leikkafli þeim ekki til
að stela sigrinum. ÍR-ingar unnu að
lokum með sex stigum, 78-84.
Flenard Whitfield skoraði 25 stig
fyrir Skallagrím, reif niður 17 frá-
köst og gaf fimm stoðsendingar.
Kristófer Gíslason skoraði 13 stig og
tók ellefu fráköst, Sigtryggur Arnar
Björnsson skoraði 13 stig einnig og
Darrel Flake var með tíu stig og sjö
fráköst.
Skallagrímur er eftir leikinn í 9.
sæti deildarinnar með tvö stig eft-
ir fjóra leiki, jafn mörg og Haukar,
Þór Ak. og Njarðvík. Síðastnefnda
liðið er einmitt næsti andstæðing-
ur Skallagrímsmanna. Þau mætast í
Njarðvík á morgun fimmtudaginn
3. nóvember. kgk
Misstu boltann og þar með
sigurinn úr greipum sér
Flenard Whitfield treður í leiknum
gegn ÍR á fimmtudag.
Ljósm. Skallagrímur Körfubolti á
Facebook.
Á föstudag mættust ÍA og Ármann í
botnslag 1. deildar karla í körfuknatt-
leik. Fyrir leikinn var hvorugt lið
komið á blað í deildinni. Skagamenn
höfðu tapað fyrstu fjórum leikjunum
í vetur en Ármenningar fyrstu fimm
leikjum sínum. Fór að lokum svo að
Skagamenn sigruðu 65-88 og nældu
sér í fyrstu stig tímabilsins.
Jafnt var á með liðunum á fyrstu
mínútum leiksins áður en Skaga-
menn náðu yfirhöndinni um miðjan
upphafsfjórðunginn. Þeir náðu níu
stiga forystu en á síðustu 90 sekúnd-
um leikhlutans svöruðu heimamenn
heldur betur fyrir sig og minnk-
uðu muninn í eitt stig, 19-20. Leik-
menn ÍA létu það hins vegar ekki slá
sig út af laginu. Þeir léku vel í öðrum
fjórðungi og stjórnuðu gangi leiks-
ins. Forskot Skagamanna óx jafnt og
þétt allan leikhlutann og leiddu þeir
afgerandi þegar flautað var til hálf-
leiks, 30-48.
Síðari hálfleikur fór fremur rólega
af stað. Skagamenn fundu ekki al-
mennilega taktinn í sókninni en að
sama skapi gerðu Ármenningar eng-
ar rósir. Þeir náðu aðeins að minnka
forskot Skagamanna og fyrir loka-
fjórðunginn munaði ellefu stigum á
liðunum. Þar voru Skagamenn sterk-
ari og með góðum kafla um miðjan
leikhlutann gerðu þeir endanlega
út um allar vonir heimamanna að fá
eitthvað út úr leiknum. Skagamenn
einfaldlega sigldu sigrinum heim í
lokafjórðungnum og unnu með 23
stigum, 65-88.
Derek Shouse átti sannkallaðan
stórleik fyrir ÍA, skoraði 40 stig, tók
13 fráköst og gaf fimm stoðsending-
ar. Jón Orri Kristjánsson kom honum
næstur með 13 stig og 14 fráköst og
þá skoraði Sindri Leví Ingason ellefu
stig.
Sem fyrr segir var þetta fyrsti sigur
Skagamanna í deildinni í vetur. Þeir
hafa því tvö stig eftir fimm leiki og
sitja í 8. og næstneðsta sæti deildar-
innar. Skagamenn eru með jafnmörg
stig og Vestri í sætinu fyrir ofan en
eiga leik til góða. Næst leikur ÍA á
morgun, fimmtudaginn 3. nóvem-
ber, þegar liðið fær Val í heimsókn á
Akranes.
kgk
Skagamenn komnir á blað
í 1. deildinni
Derek Shouse átti stórleik fyrir ÍA og
skoraði 40 stig í fyrsta sigri vetrarins.
Ljósm. jho.
Á miðvikudagskvöld fóru Snæfells-
konur suður með sjó og öttu kappi
við Grindavík í Domino‘s deild
kvenna í körfuknattleik. Snæfell lék
án Taylor Brown, sem er farin heim
til Bandaríkjanna af persónulegum
ástæðum og leikur ekki meir með
liðinu. Leikurinn á miðvikudag var
jafn og spennandi og þurfti að fram-
lengja til að knýja fram sigurvegara.
Að endingu var það Grindavík sem
fór með þriggja stiga sigur af hólmi,
66-69.
Grindavík byrjaði leikinn af mikl-
um krafti en Snæfellskonur náðu sér
ekki á strik í upphafi og var 15 stig-
um á eftir þegar annar fjórðungur
hófst. Þær voru hins vegar sterk-
ara lið vallarins í öðrum leikhlutan-
um og minnkuðu forskotið niður í
fimm stig, 30-25 þegar flautað var
til hálfleiks.
Hólmarar komu sterkir til leiks
eftir hléið og komust yfir um miðj-
an þriðja leikhluta. Grindavíkurlið-
ið spyrnti við fótum og minnkaði
muninn í eitt stig en Snæfell kláraði
leikhlutann af krafti og leiddi með
fjórum stigum, 38-42 fyrir loka-
fjórðunginn. Snæfell lék vel í fjórða
leikhluta, náði snemma níu stiga
forskoti og allt benti til þess að Ís-
landsmeistararnir ætluðu að sigla
sigrinum heim. En þegar þrjár mín-
útur lifðu leiks náðu Grindvíkingar
stórgóðum leikkafla og minnkuðu
muninn í aðeins eitt stig. Upphóf-
ust þá æsispennandi lokamínútur
þar sem Snæfell leiddi með einu
stigi en Grindvíkingar fylgdu þeim
eins og skugginn. Bryndís Guð-
mundsdóttir kom Snæfelli þrem-
ur stigum yfir þegar tíu sekúndur
lifðu leiks. Grindvíkingar brunuðu
upp í sókn og Ashley Grimes skaut
þriggja stiga skoti sem hitti og jafn-
aði metin, 58-58 og knúði fram
framlengingu.
Þar var leikurinn í járnum. Snæ-
fell skoraði fyrstu stigin en Grind-
víkingar svöruðu. Forskot Íslands-
meistaranna var aðeins eitt stig allt
þar til á lokamínútu framlenging-
arinnar. Þá komust Grindvíkingar
yfir og unnu að lokum dramatískan
þriggja stiga sigur, 69-66 í miklum
spennuleik.
Pálína Gunnlaugsdóttir var at-
kvæðamest Snæfellskvenna með
17 stig og sjö fráköst. Gunnhildur
Gunnarsdóttir var með 16 stig og
sjö fráköst einnig og Helga Hjör-
dís Björgvinsdóttir skoraði tíu stig.
Áðurnefnd Ashley Grimes var at-
kvæðamest Grindvíkinga með 24
stig og 16 fráköst.
Eftir leikinn er Snæfell í þriðja
sæti deildarinnar með átta stig,
jafn mörg og lið Skallagríms í sæt-
inu fyrir ofan. Næsti leikur Snæ-
fells fer fram í kvöld, miðvikudag-
inn 2. nóvember, þegar liðið tekur
á móti Keflavík í Stykkishólmi. Bú-
ist er við að þá leiki Aaryn Ellen-
berg sinn fyrsta leik fyrir liðið, en
henni er ætlað að fylla skarð Taylor
Brown. kgk
Snæfell varð að lúta í gras eftir framlengdan leik
MT: Pálína Gunnlaugsdóttir var
atkvæðamest Snæfells í leiknum gegn
Grindavík. Ljósm. sá.
Heil umferð fór fram í Domino‘s
deild kvenna í körfuknattleik að
kvöldi síðasta miðvikudags. Í Borgar-
nesi var nýliðaslagur þar sem Skalla-
grímur tók á móti Njarðvík, en liðin
léku einmitt um deildarmeistaratit-
il 1. deildar síðastliðið vor. Skemmst
er frá því að segja að Skallagrímskon-
ur gersamlega pökkuðu Njarðvíkur-
liðinu saman og sigruðu með 85 stig-
um gegn 52.
Jafnt var á með liðunum í upp-
hafi leiks og það voru gestirnir sem
náðu yfirhöndinni um miðjan fyrsta
fjórðunginn og leiddu með fjórum
stigum að honum loknum. En for-
skotinu héldu þær ekki mikið leng-
ur því Skallagrímskonur komust yfir
strax í upphafi annars leikhluta og
tóku stjórn leiksins í sínar hendur.
Þær náðu góðum leikkafla og stungu
af um miðjan leikhlutann og leiddu
með 14 stigum í hálfleik, 37-23.
Síðari hálfleikur var algjör ein-
stefna. Skallagrímskonur voru mun
betri og bættu við forskot sitt hægt
og sígandi eftir því sem leið á leik-
inn. Áður en þriðji leikhluti var úti
var munurinn orðinn 29 stig og átti
enn eftir að aukast. Þegar lokaflautan
gall munaði 33 stigum á liðunum og
Skallagrímur sigraði 85-52.
Tavelyn Tillman var atkvæðamest
Skallagrímskvenna með 26 stig, sjö
fráköst, sjö stoðsendingar og fjóra
stolna bolta. Kristrún Sigurjónsdóttir
skoraði tólf stig, Ragnheiður Benón-
ísdóttir var með tíu stig og átta fráköst
og Jóhanna Björk Sveinsdóttir sömu-
leiðis með tíu stig en sjö fráköst.
Skallagrímur lyfti sér með sigr-
inum upp í annað sæti deildarinn-
ar með átta stig, jafn mörg og Snæ-
fell sem situr í því þriðja. Næst leikur
Skallagrímur í kvöld, miðvikudaginn
2. nóvember, þegar liðið heimsækir
Val. kgk
Skallagrímur pakkaði Njarðvík saman
Tavelyn Tillman skorar tvö af 26
stigum sínum í leiknum.
Ljósm. Kvennakarfa Skallagríms á
Facebook.
Snæfell mætti Þór Þorlákshöfn í
Domino‘s deild karla síðastliðinn
föstudag. Leikið var í Þorlákshöfn
og voru það heimamenn sem fóru
með sigur af hólmi, 110-85 og Snæ-
fell því enn án sigurs í vetur.
Strax í upphafi leiks var ljóst í
hvað stefndi. Leikmenn Þórs byrj-
uðu af miklum krafti, náðu snemma
forystunni og létu hana aldrei af
hendi. Þeir höfðu níu stiga forskot
eftir fyrsta leikhluta en Snæfellingar
spyrntu við fótum í öðrum fjórðungi
og náðu að minnka muninn í fimm
stig. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks
bættu heimamenn hins vegar aft-
ur við og leiddu með tólf stigum í
hléinu, 54-42.
Heimamenn bættu lítillega við
forskot sitt í upphafi fyrri hálfleiks
áður en þeir stungu af þegar þriðji
leikhluti var hálfnaður. Þeir höfðu á
bilinu 20 til 26 stiga forskot allt til
leiksloka og unnu að lokum örugg-
lega, 110-85.
Sefton Barrett dró vagninn fyrir
Snæfell með 35 stig, 15 fráköst og
fimm stoðsendingar en það dugði
skammt geng liði Þórs þar sem allir
leikmenn komust á blað í leiknum.
Næstir Sefton í stigaskori Snæfells-
liðsins voru Andrée Fares Michels-
son með ellefu stig og Viktor Mar-
ínó Alexandersson með tíu en aðrir
höfðu minna.
Sem fyrr segir er Snæfellsliðið enn
án stiga eftir fyrstu fjóra leiki vetrar-
ins og situr á botni Domino‘s deild-
arinnar, tveimur stigum á eftir næstu
þremur liðum fyrir ofan. Snæfell
leikur næst á morgun, fimmtudag-
inn 3. nóvember, þegar liðið tekur á
móti Stjörnunni.
kgk/ Ljósm. karfan.is á Facebook.
Sefton með stórleik í tapi Snæfells