Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Qupperneq 2

Skessuhorn - 14.12.2016, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 20162 Um næstu helgi, bæði föstudagskvöld og á laugardag, verður Jólagleði í Garðalundi á Akranesi og ýmislegt um að vera, allt í anda jólanna. Gleðin byrjar með „Leitinni að jólasveininum“ að kvöldi föstudags og síðan verður haldinn ilmandi jólamark- aður á laugardaginn. Lesa má nánar um dagskrána í Skessuhorni vikunnar. Upphleypingar eru í kortunum og röð lægða mun hafa áhrif á veðráttuna. Á morgun, fimmtudag, gengur í austan- og suðaustanátt 18-23 m/s með töluverðri rigningu og hita 1 til 6 stig. Lengst af úr- komulítið á Norðurlandi. Snýr í vestan 18-23 m/s með skúrum og éljum með kvöldinu og kólnar í veðri. Á föstudag spá- ir suðvestan 15-23 m/s og skúrum eða éljum. Hvassast við sjávarsíðuna en úr- komulítið á Norðausturlandi. Hægara og úrkomuminna um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig. Sunnan- og suðvestan strekkingur og skúrir eða él á laugardag, en þurrt að kalla austanlands. Hitastig kringum frostmark. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir suð- vestanhvassviðri eða -storm með slyddu eða rigningu, en síðar snjókomu og hægt kólnandi veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað verða bakaðar margar smáköku- sortir fyrir jólin á þínu heimili?“ Flestir ætla að rífa fram kökukeflið, hveitið og sykur- inn og baka 1-5 sortir, eða 55%. Næstflest- ir, 28%, ætla enga smákökusort að baka, en hvort þær verða keyptar skal ósagt lát- ið. „6-10 tegundir“ sögðu 13%, „fleiri en 15“ sögðu 3% og sagði aðeins 1% ætla að baka 10 til 15 smákökusortir. Í næstu viku er spurt: Kaupirðu einhverjar jólagjafir á netinu? Ungir körfuknattleiksiðkendur úr ÍA léku með bleiku og bláu slaufurnar í öllum leikjum sínum í október og nóvember. Síðan seldu krakkarnir slaufurnar og létu félagið Englaforeldra á Akranesi. Körfu- knattleikskrakkarnir eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Ýmis óhöpp en án meiðsla VESTURLAND: Sex um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, öll án teljandi meiðsla á fólki að því best er vitað. Í fyrrinótt fór fólksbíll útaf Snæfellsnesvegi í hálku undir Búlandshöfða. Öku- maðurinn var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur en bíllinn var óökufær. Maðurinn þurfti að ganga smá spöl frá bílnum til að komast í síma- samband. Nokkuð harður árekstur varð á Borgarfjarð- arbraut síðastliðinn laugardag þegar bíll rann í hálku yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir bíl sem að kom úr gagn- stæðri átt. Ekki urðu teljandi meiðsl á fólki enda allir í ör- yggisbeltum. Bílarnir voru báðir óökufærir. Fólksbíl var ekið inn í hóp af ungnautum sem voru á Snæfellsnesvegi síðdegis á laugardaginn. Lenti bíllinn utan í gripunum. Bíll- inn var ökufær en ungnaut- in hlupu skelkuð út í myrkr- ið og virtust hafa sloppið með skrekkinn, en bóndinn ætlaði að huga betur að þeim í birt- ingu. „Mikilvægt er að bændur og búalið hugi vel að gripum sínum og girðingum, ekki síst núna í skammdeginu og komi í veg fyrir lausagöngu á veg- svæðum. Stórgripir geta vald- ið miklum skaða verði þeir fyr- ir bílum eins og dæmin sanna í gegnum tíðina,“ segir Theó- dór Þórðarson yfirlögreglu- þjónn. Þá kemur fram í dag- bók lögreglu að um liðna helgi hafi fólksbíll runnið útaf veg- inum í sunnanverðri Bröttu- brekku og undirvagn bílsins skemmst nokkuð. Ökumað- urinn fann til eymsla í baki og var ráðlagt að fara í læknis- skoðun. Loks fundust nokkur grömm af kannabisefnum við leit sem gerð var í húsi á Akra- nesi um liðna helgi. Grunur hafði vaknað um kannabis- neyslu vegna mikillar kanna- bislyktar sem lagði frá íbúð mannsins. -mm Grunnskóla- kennarar samþykktu LANDIÐ: Skrifað var und- ir nýjan kjarasamning í húsa- kynnum ríkissáttasemjara 29. nóvember síðastliðinn. Meirihluti félagsmanna í Fé- lagi grunnskólakennara sam- þykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitar- félaga í atkvæðagreiðslu sem hófst mánudaginn 5. desemb- er og lauk klukkan 16:00 í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar var sú að 55,12% sögðu Já, en 42,9% sögðu Nei. Auð- ir seðlar komu frá 1,98%. Á kjörskrá voru 4.521 og greiddu 4.100 atkvæði, eða 90,69%. Nýi samningurinn gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvem- ber 2017. -mm Jólalegar ljósmæður Það er orðið jólalegt um að lit- ast á kvennadeild Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands á Akranesi. Deildin er fallega skreytt og jóla- tréð var sett upp í fullum skrúða síðastliðinn fimmtudag. Ljós- mæður deildarinnar eru einnig ansi jólalegar að sjá, en þær eiga margar hverjar skemmtilega jóla- sloppa sem þær klæðast í vinnunni á þessum árstíma. Á vaktaskipt- um í síðustu viku rakst blaðamað- ur Skessuhorns á nokkrar jólaleg- ar ljósmæður. Frá vinstri: Hafdís Rúnarsdóttir, Valgerður Ólafs- dóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Helga Höskuldsdóttir. grþ.. Stofnmæling botnfisks að haust- lagi, eða svokallað haustrall Haf- rannsóknastofnunar, fór fram í tuttugasta sinn dagana 29. septem- ber til 9. nóvember síðastliðinn. Rannsóknasvæðið var umhverf- is Ísland allt niður á 1500 m dýpi. Alls var togað með botnvörpu á 375 stöðum. Helsta markmið haust- rallsins er að styrkja mat á stofn- stærð helstu botnlægra nytjastofna á Íslandsmiðum með sérstakri áherslu á djúpkarfa, grálúðu og aðra djúpfiska. Auk þess er mark- miðið að fá annað mat, óháð afla- gögnum, á stofnstærð þeirra nytja- stofna sem stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum nær yfir í vorralli, safna upplýsingum um útbreiðslu, líffræði og fæðu tegundanna. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son RE og togarinn Ljósafell SU voru notuð til rannsóknarinnar. „Niðurstöðurnar eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar Hafrann- sóknastofnunar á ástandi helstu nytjastofna við landið sem lýkur með ráðgjöf í júní 2017,“ segir í tilkynningu frá Hafró. Ársgamall þorskur er öflugur árgangur Meðal niðurstaðna er að heildar- vísitala þorsks lækkaði talsvert frá árunum 2014 og 2015 og er nú svipuð og árið 2013. Hluta lækk- unarinnar má rekja til lítils ár- gangs frá 2013 og að meðalþyngd- ir sumra árganga hafa lækkað frá fyrra ári. Líklegt er að lækkun- in sé að mestu vegna mæliskekkju líkt og var í vorralli milli áranna 2013 og 2014. Vísitala ársgamals þorsks í vorralli 2016 benti til þess að árgangurinn væri stór og er það staðfest í haustrallinu. Vísitala tveggja ára þorsks, þ.e. árgangsins frá 2014, er einnig há. Vísitölur þriggja til sex ára þorsks, árgang- anna frá 2010-2013 eru hins vegar lágar. Fyrstu vísbendingar um ár- ganginn frá 2016 gefa til kynna að hann sé undir meðalstærð. Meðal- þyngdir hækkuðu hjá 3, 4 og 6 ára þorski en lækkuðu í öðrum aldurs- flokkum frá fyrra ári. Hjá flestum aldursflokkum eru þær yfir með- altali rannsóknartímans. Mest fékkst af þorski djúpt norðvestur, norður og austur af landinu, líkt og undanfarin ár. Heildarmagn fæðu í mögum allra lengdarflokka þorsks var það minnsta síðan mæl- ingar hófust árið 1996. Síðan 2012 hefur magn loðnu í þorskmögum verið mun minna en á tímabilinu 1996-2010. Líkt og undanfarin ár var mest af loðnu í þorskmögum út af vestanverðu Norðurlandi. Af annarri fæðu má nefna ísrækju, rækju, ljósátu, síld og kolmunna. Stofnstærð ýsu lækkar enn Stofnvísitala ýsu lækkaði frá 2015 og er nú svipuð og hún var árin 1996-2000. Á árunum 2001-2006 hækkaði hún í kjölfar góðrar ný- liðunar, en fór ört lækkandi næstu fjögur árin þar á eftir. Lækkunina í ár má rekja til lítilla árganga frá 2008-2013. Sjá má niðurstöður fyrir aðrar tegundir botnfisks og ýmsar fleiri upplýsingar á vef Hafró. mm Dilkar vigtuðu að meðaltali 16,7 kg í nýliðinni sláturtíð, eða um hálfu kílói þyngri en í fyrra. Er það þyngsta meðalvigt sem sést hefur og má því segja að um nýtt Íslands- met sé að ræða, en fyrra Íslands- met var sett haustið 2014. Þess fyr- ir utan komu óvenju mörg lömb til slátrunar, eða um tíu þúsund fleiri en í síðustu sláturtíð, að því er fram kemur í yfirliti kjötmats Matvæla- stofnunar. Þessar tvær ástæður gera það að verkum að lambakjötsframleiðsla hefur aukist um 460 tonn frá síðasta ári, en í prósentum talið myndi það vera um fimm prósenta aukning. Meðalvigt dilka jókst í ár í öllum landshlutum, en þyngstu lömbin voru hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, þar sem meðalvigtin var 17,05 kg. Stærsta sláturhúsið í ár er slátur- hús SS á Selfossi, sem slátraði tölu- vert meira en á síðasta ári eða tæp- lega 103 þúsund lömbum. Hafði SS þar með sætaskipti við KS á Sauð- arkróki sem slátraði nú 100.500 lömbum. Sláturhús SAH afurða á Blönduósi var þriðja stærsta slátur- húsið með tæplega 97 þúsund lömb slátruð. kgk/ Ljósm. úr safni. Íslandsmet í meðalvigt dilka Haustrall gefur vísbendingu um betra ástand þorsks en ýsu Togstöðvar með botnvörpu í haustralli 2016. Rannsóknarsvæðinu er skipt í grunn- og djúpslóð og sá Ljósafell SU um sýnatökuna í grunnslóð (rauð strik) og Árni Friðriksson um sýnatökuna á djúpslóð (blá strik). Ljósgráu línurnar sýna 200, 500 og 1000 m dýptarlínur og svarta línan 200 mílna efnahagslögsögu Íslands. Teikning: Hafró.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.