Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Page 13

Skessuhorn - 14.12.2016, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 13 Rýmið er hluti af sameiginlegu verslunar- og þjónustu- húsnæði og telst vera um 78m2 sem laust er til útleigu. Innifalið í sameignarrými er meðal annars sameiginleg kaffiaðstaða, snyrting, ræsting og gangar. Góðir möguleikar á frábærum stað sem samnýtast vel með annarri starfsemi og snjallari viðskipti. Á svæðinu eru fyrir hárgreiðslustofa, snyrti- og nuddstofa ásamt kaffihúsi. Húsnæðið er laust frá áramótum. Upplýsingar eru veittar í síma 862-9933. Til leigu er verslunarhúsnæði við Kirkjubraut á Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 6 Auðarskóli - deildarstjóri á leikskóla Auðarskóli óskar eftir deildarstjóra á leikskóla til starfa. Staðan er laus frá og með 1. janúar. Umsóknarfrestur er til 23. desember 2016. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra á leikskóla. Hæfnikröfur eru: leikskólakennaramenntun færni í samskiptum frumkvæði í starfi sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð stundvísi góð Íslenskukunnátta Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson, skólastjóri Auðarskóla, í síma 694 8615. Umsóknir berist á netfangið hlodver@audarskoli.is. SK ES SU H O R N 2 01 6 Á miðvikudaginn í liðinni viku, 7. desember, hefði Jakob Jónsson bóndi á Varmalæk orðið 100 ára, en hann lést árið 2004. Jakob á víða spor í borgfirskri sögu þar sem hann lagði ýmis konar samfélagslegum verkefnum lið um ævina. Hann var fæddur á Varmalæk í Bæjarsveit. Foreldrar hans voru Jón Jakobsson og Kristín Jónatansdóttir. Jakob átti alla sína ævi heima á Varmalæk og tók við búskap þar 1946. Hann var hæfileikaríkur maður, var odd- viti Andakílshrepps í mörg ár og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyr- ir héraðið. Hann var þekktur fyr- ir kveðskap sinn, vísur hans voru oft beittar en jafnframt glettnar og afar lipurlega ortar. Hann hampaði skrifum sínum aldrei og vildi lítið heyra á þau minnst. Svo segir Sigurður Sigurðar- son dýralæknir um kveðskap hans og heimsóknir sínar að Varmalæk í Skessuhorni árið 2014: „Í fyrsta sinn, sem ég kom að Varmalæk, var Jakob við píanóið og lék undurvel lög eftir stórmeistara tónlistarinn- ar. Ég komst að því síðar, að hann samdi sjálfur falleg lög, auk þess sem hann orti ljómandi kvæði og þó sérstaklega lausavísur, sem flugu um héraðið. Sumar þeirra urðu landfleygar strax. Jakob lét þó lítið yfir kveðskap sínum…“ Jakob gift- ist árið 1946 Jarþrúði G. Jónsdóttur (1925-2010) sem var fædd og upp- alin á Grímsstaðaholtinu í Reykja- vík. Þau eignuðust sex börn. Í Safnahúsi Borgarfjarðar var á afmælisdaginn opnuð veggspjalda- sýnig um Jakob og er hún hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur. Þar má sjá nokkurn fróðleik um hann auk sýnishorna af kveðskap hans. Sýninguna prýðir andlitsteikning af Jakobi eftir Pál Guðmundson á Húsafelli og er hún í eigu fjölskyld- unnar. Veggspjaldasýningin verður uppi í Safnahúsinu fram á næsta ár. Þess má að endingu geta að í Jólablaði Skessuhorns sem kem- ur út í næstu viku mun Dagbjart- ur Dagbjartsson minnast Jakobs á Varmalæk í jólavísnaþætti blaðsins. gj/mm Minnast Jakobs á Varmalæk í Safnahúsinu Börn Jakobs og Jarþrúðar voru mætt við opnun sýningarinnar í Safnahúsinu á afmælisdaginn. F.v. Birna, Jón, Helga og Sigurður. Eitt barna þeirra lést í æsku og Magnea Kristín yngsta dóttir þeirra lést árið 2015. Ljósm. Guðrún Jónsdóttir. Síðastliðið fimmtudagskvöld héldu þrír borgfirskir kórar aðventutón- leika í Reykholtskirkju. Kórarnir sungu bæði einir og saman und- ir stjórn Viðars Guðmundssonar, við undirleik Sveins Arnars Sæ- mundssonar og Heimis Klemenz- sonar. Þetta voru Reykholtskór- inn, Freyjukórinn og Söngbræður. Afar góð mæting var á tónleikana en yfir 400 manns nutu þess þegar kórarnir stilltu saman strengi sína. Söngurinn tókst vel og fóru gest- ir glaðir í sinni og með brosi á vör heim í nóttina enda stemningin hlý og hátíðleg í kirkjunni. Við lok tónleikanna kvað Gunn- ar Örn Guðmundsson formað- ur Söngbræðra sér hljóðs og til- kynnti að kórarnir hefðu ákveðið að aðgangseyrir að tónleikunum færi til stuðnings Ólafs Kristins Viðarssonar, einhverfs drengs og sonar þeirra Viðars kórstjóra og Borgfirskir kórar létu gott af sér leiða Kórarnir syngja saman undir stjórn Viðars Guðmundssonar. Ljósm. bhs. Barböru Guðbjartsdóttur í Mið- húsum. Þakkaði Viðar fyrir hönd fjölskyldunnar þennan rausnarlega stuðning. Sama kvöld fengu Mið- húsahjón auk þess afhent plagg til staðfestingar á styrk sem Ólaf- ur Kristinn fær úr minningarsjóði Björns Rúnarssonar frá Þverfelli. mm Það þykir gott fyrir einhverfa að umgangast dýr. Ólafur Kristinn unir sér því vel í sveitinni í kringum þau. Styggar kindur geta til að mynda orðið hinar mestu kelirófur þegar Óli spjallar við þær. Hér er hann hins vegar ásamt föður sínum hjá hrossunum á Miðhúsum á Ströndum þar sem fjölskyldan býr.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.