Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Page 17

Skessuhorn - 14.12.2016, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 17 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Miðbær austan Aðalgötu Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 24. nóvember 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið þessarar deiliskipulagsbreytingar er að færa inn rétt lóðamörk og stærðir lóða sem hafa nú verið mældar upp. Í gildandi deiliskipulagi er gerður fyrirvari um lóðamörk vegna þess að þegar það var unnið þá voru nákvæmar upplýsingar um stærðir lóða ekki til. Breytt lóðamörk hafa sumstaðar áhrif á byggingarreiti og þá er einnig farið yfir heimildir til að byggja bílskúra. Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3, á skrifstofutíma milli klukkan 10-15, frá 14. desember 2016 til 26. janúar 2017 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 26. janúar 2017. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Miðbær vestan Aðalgötu Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 8. desember 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið þessarar deiliskipulagsbreytingar er að skapa svigrúm til uppbyggingar í miðbæ Stykkishólms sem styrkt gæti bæjarmyndina enn frekar. Einnig eru lóðamörk og stærðir lóða leiðrétt samkvæmt uppmælingum sem hafa farið fram. Í gildandi deiliskipulagi er gerður fyrirvari um lóðamörk vegna þess að þegar það var unnið þá voru nákvæmar upplýsingar um stærðir lóða ekki til. Breytt lóðamörk hafa sumstaðar áhrif á byggingarreiti. Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3, á skrifstofutíma milli klukkan 10-15, frá 14. desember 2016 til 26. janúar 2017 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 26. janúar 2017. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst „lýsing“ fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu. Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 við Reitarveg, athafna- og íbúðarsvæði. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms. Skipulagsbreytingin takmarkast við Reitarveginn og svæði þar við. Bæjaryfirvöld hafa hug á að breyta yfirbragði svæðisins og fegra það með því að heimila fjölbreytta notkun á svæðinu og skilgreina nýja uppbyggingarmöguleika fyrir fjölbreyttari atvinnu, verslun, þjónustu og íbúðir. Lýsingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingar- fulltrúa, Hafnargötu 3, á skrifstofutíma frá klukkan 10:00-15:00 frá 14. desember til 29. desember 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulags- fulltrúa Stykkishólmsbæjar að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið bygg@stykkisholmur.is í síðasta lagi 29. desember 2016. Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 SK ES SU H O R N 2 01 6 Stykkishólmsbær Virðum hvíldartímann um hátíðarnar VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Nánar á vr.is Hvíld er ekki bara svefn. Til að njóta gæðastunda um jólin – og allt árið um kring – eiga félagsmenn VR rétt á 11 klukkustunda hvíld á sólarhring að lágmarki. www.skessuhorn.is Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrir- liði Snæfells, var valin körfuknatt- leikskona ársins 2016 þegar KKÍ valdi körfuknattleiksfólks ársins, en valið hefur verið tvískipt síðan árið 1998. Gunnhildur var fyrirliði Snæfells sem vann tvöfalt, bæði Ís- lands- og bikarmeistaratitil, á síð- asta keppnistímabili og jafnframt þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. Þá er hún einn mikilvægasti leik- maður íslenska landsliðsins og hef- ur verið um nokkurt skeið. „Með óbilandi baráttu og dugnaði sé hún ómissandi bæði fyrir landsliðið og félagslið sitt,“ segir í rökstuðningi með útnefningunni. „Þá var Gunn- hildur ofarlega á tölfræðilistum deildarinnar í helstu tölfræðiþátt- um á síðastliðnu tímabili og í úr- valsliði ársins á lokahófi KKÍ auk þess að hún var kjörin „varnarmað- ur ársins“ í deildinni. Á þessu tíma- bili hefur Gunnhildur byrjað vel í deildinni hér heima og er með- al bestu íslensku leikmanna deild- arinnar í öllum tölfræðiþáttum. Gunnhildur hefur leikið alla lands- leiki íslenska liðsins frá árinu 2012, eða 27 leiki samtals.“ Í öðru sæti í valinu á körfuknatt- leikskonu ársins hafnaði Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikskona ársins undanfarin ellefu ár og Borg- nesingurinn Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir, leikmaður Skallagríms, hafn- aði í þriðja sæti. Martin bestur karla Martin Hermannsson, leikmaður franska liðsins Étoile de Charle- ville-Mézéres, var útnefndur körfu- knattleikskarl ársins. Hann lék síð- asta tímabil með LIU Brooklyn-há- skólanum í NCAA háskóladeildinni bandarísku þar sem hann hlaut við- urkenningar fyrir frammistöðu sína. Hann lék alla leiki íslenska lands- liðsins á liðnu sumri og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti á Evrópu- mótinu á næsta ári. Fékk hann mik- ið lof fyrir frammistöðu sína með landsliðinu og hélt á haustmánuð- um í atvinnumennsku í Frakklandi. Er hann einn af bestu leikmönnum liðs síns sem situr öðru sæti deild- arinnar þegar þessi orð eru rit- uð. „Martin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 22. aldursári og einn af fram- tíðarburðarásum landsliðsins,“ seg- ir meðal annars í rökstuðningi. Í öðru sæti í valinu á körfuknatt- leikskarli ársins hafnaði Jón Arn- ór Stefánsson, leikmaður KR og Grundfirðingurinn Hlynur Bær- ingsson, leikmaður Stjörnunnar, hafnaði í því þriðja. kgk Gunnhildur er körfuknatt- leikskona ársins 2016 Landsliðskonan Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, í leik fyrr á þessu ári.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.