Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 14.12.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 201620 Markvörðurinn Árni Snær Ólafs- son meiddist illa í æfingaleik með ÍA gegn HK á dögunum þeg- ar hann sleit krossband í hné. Mun hann af þeim sökum þurfa að gangast undir aðgerð sem dag- sett er skömmu fyrir jól, 22. des- ember. Óvíst er hvort hann getur leikið með Skagamönnum í Pepsi deild karla næsta sumar. Hann heldur þó í vonina um að geta eitt- hvað verið með liðinu í sumar, eins og fram kemur í frétt Skagafrétta, en framundan sé mikil endurhæf- ing og vinna. Árni Snær er 25 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril með ÍA. Hann lék sinn fyrsta meist- araflokksleik árið 2009 og síðan þá hefur hann leikið samtals 93 meistaraflokksleiki með liðinu, þar af 57 í efstu deild. Undanfarin þrjú keppnistímabil hefur Árni verið aðalmarkvörður Skagamanna og fest sig í sessi sem einn af burðar- stólpum liðsins. Hann er af mörg- um sparkspekingnum talinn einn af bestu markvörðum deildarinn- ar og einnig talinn skipa sér í hóp með bestu spyrnumönnum lands- ins, en slíkt er óalgengt um mark- verði. kgk Árni Snær með slitið krossband Árni Snær Ólafsson handsamar knöttinn í leik með ÍA. Ljósm. gbh. Ljósin voru tendruð á jólatré Reykhólahrepps á lóð dvalar- og hjúkrunarheimilisins Barmahlíð- ar á Reykhólum að morgni síðasta þriðjudags. Tréð var, eins og vænta mátti, sótt í Barmahlíð í Þorskafirði og mun fram yfir hátíðirnar gleðja augu þorpsbúa. Nemendur grunn- og leikskóla- deildar Reykhólaskóla sóttu at- höfnina ásamt kennurum og fleir- um, sungu saman jólalög og stigu dans kringum einiberjarunn. Eft- ir að skemmtunin var hafin sást í fjarska hvar Grundarbóndinn Guð- mundur Ólafsson kom akandi inn í þorpið á fornri International Far- mal dráttarvél, sem þó ber aldur- inn vel. Þó varð gestum jólatrés- skemmtunarinnar samstundis ljóst að ekki var allt eins og venjulega. Þó alvanalegt sé að bóndinn aki um þorpið á fornum fararskjótum voru það farþegarnir sem vöktu athygli og eftirtekt. Með Guðmundi í för voru nefnilega tveir rauðklæddir og síðskeggjaðir menn. Reyndust það vera bræðurnir Gluggagægir og Hurðaskellir, sem höfðu laumast til byggða í óþökk foreldra sinna til að vera viðstaddir jólatrésskemmt- unina á Reykhólum. Fór ekki bet- ur en svo að þeir bræður villtust á leiðinni að heiman í Vaðalfjöll- um, þvældust síðan sem leið lá út á Reykjanesið þar til Guðmundur kom auga á þá á fjallsbrúninni fyrir ofan bæinn. Aðstoðaði hann bræð- urna niður af fjallinu og ók þeim síðan til móts við hátíðargestina þar sem útdeildu mandarínum og jóla- eplum og tóku þátt í gleðinni við mikla hrifningu viðstaddra. kgk/ Ljósm. Reykhólaskóli Áttavilltir jólasveinar fengu far til byggða Bræðrunum Gluggagægi og Hurðaskelli ekið í hlað á Farmalnum. Það var Guð- mundur á Grund sem gerðist ekill jólasveinanna. Jólasveinarnir útdeildu jólaeplum og mandarínum og tóku þátt í gleðinni. Vakti heimsókn þeirra sveina mikla hrifningu viðstaddra. Tryggingafélagið TM fagnaði 60 ára afmæli síðastliðinn miðviku- dag. Viðskiptavinum og verðandi viðskiptavinum var boðið að kíkja við hjá umboðsaðilum og þiggja kaffi og kökur. Börnin fengu svo safa, blöðrur og endurskinsmerki. Í útibúi TM á Akranesi tók Alma Auðunsdóttir brosandi á móti gest- um og ekki voru síðri viðtökurnar í Borgarnesi þar sem Sigríður Leifs- dóttir ræður ríkjum. mm TM bauð til veislu á afmælisdaginn Tveir sundgarpar frá Akranesi kepptu á Norðurlandameistara- mótinu í Kolding um liðna helgi. Þetta eru þau Ágúst Júlíusson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness og Inga Elín Cryer frá Akranesi sem nú æfir og syndir með Ægi. Ágúst komst í úrslit í 50 m flug- sundi á tímanum 24,76 sek. og bætti um betur í úrslitasundinu sem hann lauk á 24,57 sek. sem er aðeins sex hundruðustu úr sekúndu frá hans besta tíma. Skilaði það Ágústi fimmta sæti í 50 m flugsundi. Hann komst einnig í úrslit í 100 m flug- sundi. Hann synti á 54,88 sek. í undanrásunum og bætti sig síðan í úrslitasundinu og synti á sínum öðrum besta tíma, rétt við Akra- nesmetið. Ágúst lauk síðan þátt- töku sinni á Norðurlandameistara- mótinu á því að setja nýtt Akranes- met í 50 m skriðsundi, en metið sló hann er hann synti fyrsta sprettinn í 8x50 m blönduðu boðsundi á tím- anum 23,30 sek. Inga Elín Cryer keppti í 50 m flugsundi og bætti sinn skráða tíma, synti á 29,04 sek. og bætti sömu- leiðis skráðan tíma í 100 m flug- sundi þar sem hún synti á 1.02,5 og tryggði sér sæti í úrslitasund- inu. Þar hafnaði hún í fjórða sæti, aðeins þremur hundruðustu úr sek- úndu frá bronsverðlaunum. Í 100 m skriðsundi synti hún á 58 sek. eða rétt við sinn besta tíma og á 27,4 sek. í 50 m skriðsundi, einnig rétt við sinn besta tíma. „Þetta mót fer svo sannarlega í reynslubankann hjá henni, en eins og áður hefur komið fram þá er Inga Elín að jafna sig af erfiðum veikindum. Hún er nú öll að koma til og styrkjast og stefnir á góða endurkomu á nýju ári. Það mun kosta blóð, svita og tár að koma sér aftur í sitt besta form, en hún er tilbúin í þann slag,“ seg- ir í tilkynningu frá fjölskyldu Ingu Elínar. kgk Skagamenn syntu á NM í Kolding Inga Elín Cryer, sundkona frá Akranesi, synti vel og bætti meðal annars sinn besta tíma í 50 m flugsundi. Ljósm. úr safni. Ágúst Júlíusson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, setti meðal annars nýtt Akranesmet í 50 m skriðsundi á NM um síðustu helgi. Ljósm. SA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.