Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Side 17

Skessuhorn - 11.01.2017, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2017 17 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100% fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar n.k. Nánari upplýsingar um eirikur@borgarbyggd.is. Helstu verkefni • og mannauðsstefnu • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur um mannauðsmál • Aðstoð við gerð og eftirfylgni launaáætlana • samninga, réttindamál og aðbúnaður • á vegum sveitarfélagsins • Skipulag og umsjón með ráðningum og nýliðamóttöku • Framkvæmd kannana um starfsmannamál og vinna að úrbótum og eftirfylgni • • starfsfólki og íbúum Mannauðsstjóri fyrir Borgarbyggð Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar nýtt starf mannauðs- mannauðsmálum þess og vinna náið með sveitarstjóra og öðrum stjórnendum. Meginhlutverk mannauðsstjóra verður að þróa þess og veita stjórnendum alhliða ráðgjöf á sviði mannauðsmála. Hæfniskröfur • • Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála eða tengdum greinum • Starfsreynsla á sviði stjórnunar og mannauðsmála • Þekking og/eða reynsla á úrvinnslu tölfræðilegra gagna • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Rík þjónustulund • • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri • Kjöri Íþróttamanns Akraness 2016 var lýst að kvöldi Þrettándans í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka að af- lokinni þrettándabrennu og flugelda- sýningu á Þyrlupallinum. Íþrótta- maður Akraness árið 2016 er Val- dís Þóra Jónsdóttir kylfingur í Golf- klúbbnum Leyni. Hún hefur á liðn- um árum verið í efstu sætum í kjöri íþróttamanns Akraness en þetta var í fimmta skipti sem hún sigrar í kosn- ingunni. Í öðru sæti varð sundmað- urinn Ágúst Júlíusson og í þriðja sæti Einar Örn Guðnason kraftlyftinga- maður. Þetta frækna íþróttafólk á það allt sammerkt að hafa staðið sig frábærlega á nýliðnu ári á landsvísu. Ungu mennirnir hömpuðu fjölmörg- um meistaratitlum en Valdís Þóra náði þeim merka áfanga skömmu fyrir jól að verða í öðru sæti á gríðar- sterku úrtökumóti fyrir LET móta- röðina í golfi. Strax í byrjun febrú- ar mun hún etja kappi við sterkustu kylfinga í Evrópu þar sem hún hefur öðlast keppnisrétt á móti sem fram fer í Ástralíu. Valdís Þóra er þriðja konan hér á landi til að komast inn á þessa sterkustu mótaröð atvinnukylf- inga. mm/ Ljósm. klj Eftirtalið íþróttafólk var í kjöri: Badmintonmaður ársins: Drífa Harðardóttir Fimleikamaður ársins: Harpa Rós Bjarkadóttir Hestaíþróttamaður ársins: Jakob Svavar Sigurðsson Hnefaleikamaður ársins: Bjarni Þór Benediktsson Íþróttamaður Þjóts: Lena Kristín Hermannsdóttir Karatemaður ársins: Amalía Sif Jessen Kylfingur ársins: Valdís Þóra Jónsdóttir Keilumaður ársins: Magnús Sigurjón Guðmundsson Knattspyrnumaður ársins: Garðar Bergmann Gunnlaugsson Knattspyrnukona ársins: Megan Lea Dunnigan Knattspyrnumaður Kára: Sigurjón Guðmundsson Kraftlyftingamaður ársins: Einar Örn Guðnason Körfuknattleiksmaður ársins: Jón Orri Kristjánsson Sundmaður ársins: Ágúst Júlíusson Vélhjólaíþróttamaður ársins: Þorbjörn Heiðar Heiðarsson. Gunnhildur Gunnarsdóttir, lands- liðskona í körfuknattleik og fyrirliði Snæfells, hefur verið valin íþrótta- maður Snæfells 2016. Frá þessu er greint á heimasíðu Snæfells. Sem fyr- irliði Snæfells lyfti hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitlunum síðastliðið vor. Hún var valin í úrvalslið beggja umferða Domino‘s deildar kvenna síðasta vetur og úrvalslið KKÍ. Auk þess er Gunnhildur lykilmanneskja í landsliðinu og var fyrirliði landsliðs- ins í leikjum þess í haust. Í desember- mánuði var hún valin Körfuknattleik- skona ársins 2016 af 50 mann dóm- nefnd þegar Körfuknattleikssamband Íslands gekkst fyrir valinu á körfu- knattleiksfólki ársins. „Gunnhildur er þekkt fyrir að vera mjög góður varnarmaður sem gef- ur ekkert eftir og spilar leiki sína af lífi og sál. Gunnhildur hefur mikla leiðtoga hæfileika og er frábær fyr- irliði sem leiddi liðið til Íslands- og bikarmeistaratitils á síðasta keppnis- tímabili,“ segir á heimasíðu Snæfells. Þar segir enn fremur að Gunnhildur sé öðrum leikmönnum hvatning og fyrirmynd. „Gunnhildur Gunnars- dóttir æfir mjög mikið og er öðrum leikmönnum hvatning til að æfa vel. Gunnhildur hefur fengið sinn skerf að meiðslum og hefur hún stigið upp úr erfiðum meiðslum í sumar og núna í lok vetrar, ekkert stoppar þessa kjarna íþróttakonu og er hún sannar- lega vel að því komin að vera kosin íþróttamaður Snæfells. Gunnhildur er leikmaður sem á eftir að láta verk- in tala í framtíðinni fyrir Körfuknatt- leiksdeild Snæfells.“ kgk Gunnhildur er íþróttamaður Snæfells Gunnhildur Gunnarsdóttir tekur við viðurkenningu sem íþróttamaður Snæfells 2016. Ljósm. sá. Valdís Þóra er Íþróttamaður Akraness 2016 Þrjú efstu í kjörinu. F.v. Ágúst, Valdís Þóra og Einar Örn. Fimmtán voru tilnefndir frá hinum ýmsu íþróttagreinum. Hér er hópurinn og í nokkrum tilfellum fulltrúar þeirra.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.