Skessuhorn - 11.01.2017, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201718
Umsóknarfrestur í samstarfsverk-
efnið Startup Tourism rennur út
16. janúar næstkomandi, en þetta er
í annað skipti sem hægt er að sækja
um þátttöku. Startup Tourism er
tíu vikna viðskiptahraðall þar sem
tíu valin fyrirtæki í ferðaþjónustu
fá tækifæri til að þróa áfram við-
skiptahugmyndir sínar undir leið-
sögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta
og annarra sérfræðinga þeim að
kostnaðarlausu.
„Við leitum að fjölbreyttum
hugmyndum innan ferðaþjónustu
til þátttöku en markmið verkefnisins
er að fjölga afþreyingarmöguleikum
til ferðamanna, styrkja innviði
greinarinnar og stuðla að
dreifingu ferðamanna um allt
land, allan ársins hring. Með ört
vaxandi fjölda ferðamanna er
jafnframt nauðsynlegt að hvetja til
nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu
og styrkja stoðir nýrra fyrirtækja í
greininni,“ segir í tilkynningu frá
verkefninu.
Meðal fyrirtækja sem tóku
þátt í verkefninu í fyrra voru
fyrirtækin Jaðarmiðlun sem ætla
að vekja álfa til lífsins með aðstoð
sýndarveruleika, Bergrisi sem
þróar hugbúnað og vélbúnað
sem auðveldar sölu að hvers
kyns þjónustu eins og salernum
og bílastæðum og vestlenska
fyrirtækið Coldspot sem býður upp
á stafrænar afeitrunarferðir (digital
detoxing) á Vesturlandi. Startup
Tourism er samstarfsverkefni
Isavia, Íslandsbanka, Bláa Lónsins
og Vodafone, sem fjármagna
verkefnið, Icelandic Startups sem
sér um framkvæmd verkefnisins og
Íslenska ferðaklasans. „Leitað er
eftir afþreyingar- og tæknilausnum
og lausnum sem styrkja innviði
greinarinnar. Startup Tourism
hefst 16. febrúar og fer fram í
Reykjavík. Opið er fyrir umsóknir
á heimasíðu Startup Tourism www.
startuptourism.is mm
Hægt að sækja um í verkefnið
Startup Tourism
Þátttakendur í Startup Tourism 2016 ásamt bakhjörlum á lokadegi hraðalsins.
Hanna Jónsdóttir er þroskaþjálfi hjá
Félags- og skólaþjónustu Snæfell-
inga og hefur sem kunnugt er unn-
ið gott starf með Ásbyrgi í Stykk-
ishólmi undanfarin ár, en Ásbyrgi
er dagþjónusta og vinnustofa FSSF.
Í desembermánuði var Hanna til-
nefnd til hvatningarverðlauna Ör-
yrkjabandalags Íslands fyrir frum-
kvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í
Stykkishólmi. Þá má einnig geta
þessa að hún fékk nokkrar tilnefn-
ingar þegar Skessuhorn gekkst fyr-
ir valinu á Vestlendingi ársins 2016.
Skessuhorn sló á þráðinn til Hönnu
á dögunum og ræddi við hana um
starf Ásbyrgis, þýðingu þess fyrir
samfélagið og hennar sýn á starf-
semina til framtíðar.
Ásbyrgi var stofnað fyrir bráðum
fimm árum síðan, í kjölfar þess að
málefni fatlaðra voru færð frá ríki
yfir til sveitarfélaga. „Ég var á þeim
tíma að vinna hjá Svæðisskrifstofu
um málefni fatlaðra. Þegar mála-
flokkurinn var fluttur yfir til sveit-
arfélaganna þá flutti ég með og
vann í ráðgjöf vegna fatlaðra barna
og fullorðinna á Snæfellsnesi og í
Dölum,“ segir Hanna í samtali við
Skessuhorn. „Síðan kom að því að
úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga út-
skrifuðust tveir ungir menn, tvítugir
að aldri sem vantaði hlutverk í sam-
félaginu. Þá var ákveðið að stofna
Ábyrgi til að þeir fengju þjónustu.
Þetta var 27. ágúst árið 2012,“ út-
skýrir hún. Í upphafi störfuðu fjór-
ir hjá Ásbyrgi og markmiðin voru
skýr frá fyrsta degi: „Í fyrsta lagi að
allir vinni á almennum vinnumark-
aði líka, hluta úr degi eða hluta úr
viku, en í þeim tilfellum Þá er gerð-
ur örorkusamningur milli fyrirtæk-
is og einstaklings. Hitt markmið-
ið var það að allir fengju þjónustu
utan heimilis átta tíma á dag, þann-
ig að vinnudagurinn væri frá átta til
fjögur. Þeir sem væru í hlutastarfi
kæmu þá í Ásbyrgi og lykju degin-
um þar, til að fá fullan vinnudag,“
útskýrir hún.
Endurnýting í
hávegum höfð
Í Ásbyrgi er stefnan að búa til pen-
ing úr því sem aðrir væru hættir að
nota. „Endurnýting er þar í háveg-
um höfð og búnir til nytjamunir og
skraut sem síðan er selt á hóflegu
verði. „Vörurnar eru fjölbreyttar
og við reynum að vera dugleg að
finna upp á nýjungum því það er
ekki hægt að selja bæjarbúum allt-
af það sama,“ segir Hanna og hlær
við. Hún segir að peningarnir séu
notaðir til að auka lífsgæði starfs-
manna með því til dæmis að fara
saman út að borða. Þá hefur starfs-
fólk Ásbyrgis sótt og staðið fyr-
ir námskeiðum og heimsótt aðra
vinnustaði fyrir fólk með skerta
starfsgetu.
Bæjarbúar í Stykkishólmi hafa
verið virkjaðir og safna alls kyns
hlutum fyrir Ásbyrgi, sem síðan
eru endurnýttir þar. „Þeir safna til
dæmis líni, áldósum, kertum, kaffi-
pokum, gömlum myndarömmum
og mörgu fleiru sem kann að falla
til á heimilinu. Við förum einu
sinni í viku og sækjum varning til
veitingahúsa sem safna fyrir okk-
ur til dæmis glerkrukkum, kerta-
afgöngum, eggjabökkum og fleiru.
Aðra daga vikunnar útréttum við
ýmislegt, fáum í leiðinni hreyf-
ingu og styrkjum þar með and-
lega heilsu,“ segir Hanna. „Þar að
auki vinnum við í póstdreifingu
einn dag í viku og það er hópverk-
efni sem allir taka þátt í. Við ber-
um út tímarit og fleira. Aðra daga
sinnum við ýmsum útréttingum.
Þá höfum við einnig sinnt ýmsum
verkefnum fyrir HVE, saumað ver
utan um svínahryggi,“ segir Hanna,
en svínahryggur er tæki sem bak-
sjúklingar nota til að styrkja lund-
irnar. Það vissi blaðamaður ekki og
kom nokkur undrunarsvipur á hann
þar til Hanna útskýrði fyrir honum
hvað svínahryggur væri.
Vantar stærra húsnæði
Ásbyrgi hefur stækkað hratt frá því
það var stofnað fyrir fimm árum
síðan. Nú starfa þar 14 manns, þar
af fjórir með fulla starfsgetu. „Hér
eru allir í mismiklu starfshlutfalli
vegna þess að þeir eru á almenn-
um vinnumarkaði líka. Fólk fær
aðstoð á vinnumarkaði ef á þarf
að halda, en annars er hver á sín-
um vegum og einn með aðstoðar-
mann með sér í vinnunni allan tím-
ann,“ segir hún. Starfsemi Ásbyrg-
is hefur hins vegar vaxið það ört að
hún er að sprengja utan af sér hús-
næðið, gamla skólastjórabústaðinn
að Skólastíg 11, sem í daglegu tali
kallast einmitt Ásbyrgi. „Þetta er
rosa fallegur staður og stutt að fara
í mat á dvalarheimilið í hádeginu,
en húsnæðið er orðið allt of lítið.
Sem stendur getum við ekki tekið
við fleirum til vinnu, því miður, því
ég er viss um að við gætum virkj-
að fleiri til vinnu. Okkur vantar
bara stærra húsnæði,“ segir Hanna.
Ekkert húsnæði í eigu sveitarfélags-
ins er á lausu undir starfsemina og
sem stendur er ekki útlit fyrir að
Ásbyrgi flytji. Hanna vonast þó til
að svo verði í framtíðinni.
„Ég vona að við fáum stórt og
gott húsnæði þar sem vinnustaðn-
um og starfsfólki verður sýnd sú
virðing sem því ber, því ég er al-
veg viss um að með stærra húsnæði
að þá eigum við eftir að stækka og
starfsmönnum að fjölga,“ segir hún.
„Sveitarfélagið þarf að hafa metnað
til að byggja eða útvega húsnæði
til leigu. Þetta er allt spurning um
að forgangsraða, því ef við hugsum
ekki um það fólk sem hér býr þá
erum við kannski ekki að leggja inn
fyrir því að fólk vilji vera hérna.“
Þýðingarmikið starf
Hún telur enda að starf Ásbyrgis
hafi mjög mikla þýðingu fyrir sam-
félagið í Stykkishólmi. „Ég er sann-
færð um að við erum búin að gera
góða hluti. Um leið og við auk-
um lífsgæði eins einstaklings hef-
ur það marföldunaráhrif því allir
eiga fjölskyldu og eru hluti af ein-
hverri keðju,“ segir hún. „Fólkið
sem starfar í Ásbyrgi hefur skerta
starfsgetu vegna alls konar ástæðna.
Hér er ekki bara fólk með fötl-
un heldur einnig fólk með skerta
starfsgetu vegna örorku sem get-
ur átt sér margar ástæður, alls kon-
ar andlega erfiðleika til dæmis. Það
er mikið atriði að allir hafi hlutverk,
komist út á meðal fólks og finni að
þeir séu að gera eitthvað sem skipt-
ir máli. Að hafa tilgang með lífinu
skiptir öllu máli, að vakna á morgn-
ana og hafa hlutverk í samfélaginu.
Ef fólk dettur í að vera bara heima
við og gera ekki neitt þá getur það
haft mikla erfiðleika í för með sér,“
segir Hanna.
Aðspurð um sína framtíðarsýn
fyrir Ásbyrgi segir hún að stærra
og betra húsnæði sé efst á blaði.
Það muni gera þeim kleift að efla
starfsemina. „En mig langar líka
að reyna að virkja fólk til atvinnu
sem hefur kannski verið lengi frá
vinnu, hverjar sem ástæður þess
eru, þannig að þetta verði nokk-
urs konar stökkpallur út á almenn-
an vinnumarkað. Þá væri það hugs-
að fyrir fólk sem hefur lengi ver-
ið heima fyrir, án vinnu. Það gæti
komið til okkar í nokkra mánuði
og síðan væri hægt að aðstoða það
við að komast út á almennan vinnu-
markað,“ segir Hanna Jónsdóttir að
lokum. kgk/ Ljósm. sá.
„Það er mikið atriði að allir hafi hlutverk“
Segir Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi þegar rætt er við hana um starfsemi Ásbyrgis
Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi.
Hanna ásamt Helga Jóhanni í einu af fjölmörgum verkefnum Ásbyrgis.