Skessuhorn - 11.01.2017, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201722
Vísnahorn
Gleðilegt ár gott fólk og
þökk fyrir liðið.
Að afloknum áramót-
um er við hæfi að líta yfir farinn veg og gera
upp reikninga liðins árs. Jakob á Varmalæk
var eitt sinn að innheimta sóknargjöldin og
sleppti aurum á kvittununum. Vegna ein-
hverra athugasemda af því tilefni varð eftir-
farandi til:
Mér hefur löngum orðið á
umvöndun harða þola má
fyrir meðferð á kirkjunnar maurum.
En uppi í hæsta himnasal
sem hvelfist yfir vorn táradal
er aldrei reiknað í aurum.
Guðmundur heitinn Jónsson, skólastjóri
á Hvanneyri, var mikill nákvæmnismaður
á tölur og einn þeirra sem hafði svo gaman
af talnafræðum að hann gat tæpast skilið að
til væri fólk sem ekki hefði gaman af tölum.
Hann taldi mikla nauðsyn þess að bændur
færðu búreikninga og var enda að nokkru
frumkvöðull á því sviði. Eitt sinn á Búnaðar-
þingi var Guðmundur að ræða um búreikn-
inga og gat þess að niðurstöður sjóðsreikn-
ings gætu orðið skakkar ef bændur kæmust
yfir fé á einhvern óleyfilegan hátt. Bjarna Ás-
geirssyni þótti þetta mikil nákvæmni:
Nákvæmt allt þitt uppgjör sé,
eignin mæld og vegin.
En mundu að illa fengið fé
færist tekjumegin.
Það er nú svo með þessi blessuðu excelskjöl
að einhvern veginn reiknast ekki allt í þeim
hvað sem fólk vandar sig við uppsetninguna.
Man ekki hvort ég hef nokkurn tímann heyrt
um höfund að þessari en væntanlega hefur
þetta verið mesti reikningshaus sem ort var
um:
Víst er í þér vitið grannt
þó verjir klukkustundum
að sýna öðrum hvað þú kannt
í kílóum og pundum.
Bjarni Ásgeirsson gat líka ort um fleira en
reikningsfærslur og hér kemur ein eftir hann
svona dálítið haustleg:
Alltaf kvöldar meir og meir,
myrkrið völdin þrífur.
Andar köldu um rós og reyr.
Reykur í öldum svífur.
Þegar Málmfríður Sigurðardóttir, fyrrver-
andi þingkona Kvennalistans, missti þing-
sæti sitt og stóð uppi atvinnulaus varð það að
ráði að hún fékk starf hjá Amtsbókasafninu á
Akureyri. Einhverjum þótti sem gengið hefði
verið framhjá hæfari umsækjendum og eftir-
farandi vísa komst á kreik:
Hún sem áður hafði þingmannsnafn
úr háum söðli féll og illa lenti.
Frægðin henni fleytti inn á safn,
hún flokkast þar með gömlu Hólaprenti.
Stefán Jónsson frá Þorgautsstöðum og
Guðmundur bróðir hans ortu í sameiningu
þessa vísu um einhvern valinkunnan sóma-
mann sem ekki eru vituð deili á enda nokkuð
öruggt að blessaður maðurinn átti þetta eng-
anveginn skilið:
Allar dyggðir eyðast Sveins
er það hryggðarsaga,
viðurstyggð finnst engin eins
Íslands byggðarlaga.
Væntanlega hafa Íslendingar verið í kirkju-
ræknara lagi um hátíðarnar eins og þeir hafa
löngum verið á þessum árstíma. Hvað sem svo
er um aðra tíma ársins. Einn ágætur organisti
í þeirri frægu Reykjavík sat við sitt hljóðfæri
í sinni kirkju en leit aðeins niður og tautaði
fyrir munni sér:
Ýmislegt fyrir augun ber
sem ekki styrkir trúna.
Forsætisráðherrafíflið er
frammi í kirkju núna.
Eitt sinn bar svo við á messudegi á Gils-
bakka að Krókmenn voru komnir til kirkju en
ekkert sást til Miðsíðumanna. Eitthvað ræddu
Krókmenn um þessa hluti og hrökk þá upp
úr einum þeirra: ,,Miðsíðumenn þurfa ekki í
kirkju. Þeir lesa Fjallkonuna,“ en Fjallkonan
mun þá ekki hafa þótt mjög kristilega sinnað
blað. Eyjólfur í Hvammi færði þessi ummæli
í búning:
Krókmenn lesa Kirkjublað
kirkjureglur muna.
Í Miðsíðunni er minna um það
menn þar ræki helgan stað.
-Það leiðir af því þeir lesa Fjallkonuna.
Allmörg ár eru nú liðin síðan konu eina á
Álftanesi syðra dreymdi eftirfarandi vísu og
má velta fyrir sér forspárgildi hennar í ljósi
síðari tíma. Allavega mun þetta rölt hafa bor-
ið árangur:
Ljós á hár með lof og prís
labbar skrefum hröðum
Íslandsþjóðar aligrís
út að Bessastöðum.
Þó menn hafi innbyrt nægilegt magn af
kjarngóðum mat um hátíðarnar og kannske
rúmlega fyrir nauðþurftum af hitaeiningum
ætla ég að vona að innviðir manna hafi ekki
orðið fyrir tjóni við það eða að þeir hafi þurft
að taka sér í munn vísu Sigurðar frá Brún:
Rassgatið er mætt á mér.
Miklum verkum kvíðir.
Marghrekkjað það orðið er
eftir drulluhríðir.
Alltaf er nú gott að fá einhverja vökvun með
fasta fæðinu en gott samt að hafa eitthvert hóf
á henni sem fleiru. Ingibjörg Gísladóttir frá
Galtarholti hitti nágranna sinn sem hafði þá
tekið inn töluverða vökvun um hríð en taldi
sig þurfa meira af slíku og bar sig illa:
Alltaf verða örlögin
erfið fyllisvínum.
Raun er að minnkar Ragnar minn
ruglið í aski þínum.
Stefán Pétursson hét maður uppalinn í
Fljótum norður. Ýmsar fjörur saup sá góði
maður á lífsleiðinni og jafnvel eitthvað fleira
og sitt af hverju sem á daga hans dreif frá-
sagnarvert. Um ævi hans og atburði sem þar
komu fyrir var ort ríma sem sumir eigna Lúð-
vík Kemp en ég hef tilhneygingu til að eigna
Stefáni Stefánssyni frá Móskógum. Þar í er
þetta að finna:
Var í Sléttu æskuár,
öslaði léttur stararflár.
Bændastéttar klakaklár
kunni rétt að afla fjár.
Ef ei þurrð á öli var
einatt furðulega snar,
hraðar urðu hreyfingar
höfuðburður frábær þar.
Aldrei latur sótti sjó,
seigur að rata í hríð og snjó.
Afar natinn búi bjó
börnin gat í kyrrð og ró.
Ekki þykjast kennarar neitt of haldnir af sín-
um launum svona yfirleitt og man ég reynd-
ar ekki til að svo hafi nokkurn tímann verið.
Fyrir margt löngu voru kennari og skólastjóri
að deila í gamni um 30 króna skuld uns kenn-
arinn segir:
Þrjátíu krónur þér ég geld,
þynnist á mínum borðum.
Þú ættir að fara að ég held
eins og Júdas forðum.
Á fyrri árum Ríkisútvarpsins vann þar sam-
heldinn hópur og sitt af hverju flaug þar á
milli manna. Á ferðalagi vildi svo til að vindil-
stúfur Þorsteins Ö. Stephensen lenti óvart í
kápuhálsmáli Sigrúnar Gísladóttur. Þorsteinn
baðst afsökunar með þessari vísu:
Úr því kápan ekki brann
af eldsneytinu mínu
kysi ég heldur kostinn þann
að kveikja í hjarta þínu.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Alltaf verða örlögin - erfið fyllisvínum
Markaðsstofur landshlutanna í
ferðamálum standa fyrir ferðasýn-
ingunni Mannamót 2017 fimmtu-
daginn 19. janúar í flugskýli Ernis
við Reykjavíkurflugvöll. Tilgang-
urinn er að auka dreifingu ferða-
manna um landið allt með því að
mynda og efla tengsl á milli ferða-
þjónustufyrirtækja á Íslandi en
þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til
landsins á seinni árum eru enn
mörg ónýtt sóknarfæri á lands-
byggðinni og ferðaþjónustan þar
í stakk búin að taka á móti fleiri
gestum.
Þetta verður í fjórða sinn sem
markaðsstofurnar taka höndum
saman og setja upp viðburðinn
Mannamót fyrir samstarfsfyrir-
tæki sín. Arnheiður Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Markaðsstofu
Norðurlands og talskona Manna-
móta, segir að tækifærin séu mörg
í ferðaþjónustunni úti á landi og að
hægt sé að taka á móti mun fleiri
ferðamönnum en gert sé nú. „Það
er óþarfi að hægja á straumi ferða-
manna til landsins,” segir hún. „Það
þarf bara að beina honum lengra út
á landið.” Hún segir að þótt þró-
unin þokist í rétta átt sé mikil árs-
tíðasveifla víða á landsbyggðinni
og erfiðlega gangi að reka ferða-
þjónustufyrirtæki utan háanna-
tímans á sumrin. Eitt af hlutverk-
um Mannamóta sé að sýna fram
á að fjölda vel rekinna ferðaþjón-
ustufyrirtækja sé að finna á lands-
byggðinni sem vel geti þjónustað
mun fleiri viðskiptavini en gert er
í dag.
Reiknað er með að hátt í tvö
hundruð fyrirtæki taki þátt og að
um fimm hundruð gestir heim-
sæki Mannamót. Meðal gesta að
þessu sinni eru fulltrúar nokkurra
erlendra ferðaþjónustufyrirtækja.
„Það sem gerir Mannamót öðru-
vísi en aðrar ferðasýningar sem við
tökum þátt í, eins og Mid-Atlantic
og Vestnorden, er hversu mörg ný
og oft á tíðum lítil fyrirtæki taka
þátt,” segir Arnheiður en dæmi eru
um fyrirtæki á Mannamótum sem
starfað hafa í fáeina mánuði og því
ekki enn búin að slíta barnsskón-
um. Þetta finnist mörgum ferða-
skrifstofum, innlendum sem er-
lendum, spennandi enda sjaldgæft
tækifæri til að kynnast nýja brum-
inu í íslenskri ferðaþjónustu á ein-
um og sama staðnum.
Mannamót verður opið frá
klukkan 12-17. Frítt er inn fyr-
ir gesti en þeir eru beðnir um að
staðfesta þátttöku fyrir 17. janúar á
www.markadsstofur.is mm
Mannamót markaðsstofanna
verður í næstu viku
Svipmynd frá Mannamóti á síðasta ári. Þarna eru á tali Kristján Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands og Edda Arinbjarnar í Húsafelli.
Illugi Gunnarsson mennta- og
menningarmálaráðherra hefur
skipað nefnd til að gera tillög-
ur um breytingar á lögum og/eða
aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að
bæta rekstrarumhverfi og tryggja
að hér á landi fái þrifist fjölbreytt-
ur markaður frjálsra fjölmiðla
með með tilliti til mikilvægs hlut-
verks þeirra fyrir lýðræðisþróun
og samfélagsumræðu. Nefndin er
skipuð í framhaldi af því að full-
trúar einkarekinna fjölmiðla hafa
vakið athygli stjórnvalda á erf-
iðleikum sem blasa við í rekstri
þeirra og má rekja til ýmissa utan-
aðkomandi aðstæðna og skorað á
stjórnvöld að gera „nauðsynlegar,
málefnalegar og tímabærar breyt-
ingar á íslenskri löggjöf til þess að
jafna samkeppnisstöðu félaga á ís-
lenskum fjölmiðlamarkaði“.
Nefndin er þannig skipuð:
Björgvini Guðmundsson, for-
maður sem skipaður er án tilnefn-
ingar, Elfa Ýr Gylfadóttir, skipuð
án tilnefningar, Hlynur Ingason
tilnefndur af fjármála- og efna-
hagsráðherra, Soffía Haralds-
dóttir, skipuð án tilnefningar og
Svanbjörn Thoroddssen sérfræð-
ingur hjá KPMG, skipaður án til-
nefningar.
mm
Nefnd til að bæta rekstrar-
umhverfi einkarekinna fjölmiðla