Skessuhorn - 11.01.2017, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2017 25
Nýfæddir Vestlendingar
Stykkishólmur -
miðvikudagur 11. janúar
Snæfell tekur á móti Skalla-
grími í úrvalsdeild kvenna.
Leikurinn fer fram í íþróttamið-
stöð Stykkishólms og hefst kl.
19:15.
Borgarbyggð -
föstudagur 13. janúar
Svarti galdur á Íslandi - frum-
sýning í Landnámssetri Íslands
kl. 20. Kröftugur einleikur eftir
og í flutningi Geirs Konráðs
Theodórssonar. Þar vefur hann
saman minnum úr þekktum
þjóðsögum sem lifað hafa með
þjóðinni í gegnum aldirnar og
sem ömmur notuðu gjarnan til
að hræða börn fyrir svefninn
hér á árum áður. Þarna koma
við sögu margar þekktar
persónur úr Íslandssögunni,
Sæmundur fróði, Gottskálk
grimmi, Hellismenn, Galdra
Loftur svo aðeins fáir séu
nefndir. En er það víst að svarti
galdur á Íslandi heyri sögunni
til? Lifir hann kannski enn með
okkur í dag? Lengd: 90 mín-
útur Verð: 3.500 kr. Höfundur
og leikari: Geir Konráð Theo-
dórsson. Leikstjóri: Theodór
Kristinn Þórðarson. Sýningar-
stjórn og uppsetning: Eiríkur
Þór Theodórsson. Einnig sýnt
laugardaginn 14. janúar.
Snæfellsbær -
föstudagur 13. janúar
„Journey to the centre of the
earth“ í Frystiklefanum í Rifi kl.
20. Sýning byggð á Leyndar-
dómum Snæfellsjökuls, klass-
ískri sögu Jules Verne. Sýningin
er tveggja tíma löng, fer að
mestu fram á ensku og er ekki
við hæfi barna undir sex ára
aldri. Miðaverð er 3.900 kr.
Netfang: info@thefreezerhos-
tel.com / 662-0170. Einnig sýnt
laugardaginn 14. janúar og
sunnudaginn 15. janúar.
Borgarbyggð -
laugardagur 14. janúar
Opnun ljósmyndasýningar í
Safnahúsinu í Borgarnesi kl. 13,
þar sem ellefu áhugaljósmynd-
arar sýna myndir sínar. Mynd-
efnið er Borgarnes á árinu
2016, mannlíf og umhverfi.
Borgarbyggð - sunnudagur
15. janúar
Guðmundur Andri Thorsson
segir frá litríkum og um-
deildum langafa sínum, Thor
Jensen. Það er gaman að geta
þess að það var Thor Jensen
sem stóð fyrir að láta byggja
pakkhúsið þar sem nú er Sögu-
loft Landnámsseturs. Sýningin
hefst kl. 16.
Stykkishólmur -
sunnudagur 15. janúar
Bikarkeppni kvenna í körfu-
knattleik: Snæfell mætir Stjörn-
unni í Stykkishólmi kl. 15.
Borgarbyggð -
mánudagur 16. janúar
Bikarkeppni kvenna í körfu-
knattleik: Skallagrímur fær KR í
heimsókn kl. 19:15.
Á döfinni
Óska eftir íbúð
Erum 3 manna fjölskylda
sem óskar eftir íbúð til leigu
á Akranesi frá 1. mars. Erum
bæði í fastri vinnu, ekkert
partístand og borgum alltaf
á réttum tíma, eigum lítinn
1 árs gamlan strák. Rakel-
osk92@hotmail.com.
Óskum eftir íbúð
Erum hjón með 3 börn að
leita okkur að íbúð, 4 - 5
herbergja. Erum reglusöm,
reyklaus og skilvís. sylvia.
list@gmail.com.
Íbúð til leigu
Fjögurra herbergja íbúð til
leigu á Akranesi, Suðurgötu
29. gullhusid@hotmail.com.
Netnámskeið –
http://fjarkennsla.com
Hagnýt netnámskeið, fjöl-
breytt og gagnleg fjarnám-
skeið; bókhalds- og tölvun-
ámskeið, mannauðsstjór-
nun, skattskil fyrirtækja o.fl.
Skráning:http://fjarkennsla.
com, 553-7768, 898-7824.
ÝMISLEGT
6. janúar. Stúlka. Þyngd 3.232 gr.
Lengd 50 sm. Foreldrar: Sesselja
Salóme Tómasdóttir og Magnús
Sigurðsson, Akranesi. Ljósmóðir:
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
Markaðstorg
Vesturlands
LEIGUMARKAÐUR
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna á
www.SkeSSuhorn.iS fyrir
klukkan 12.00 á þriðjudöguM
8. janúar. Drengur. Þyngd 3.986
gr. Lengd 53 sm. Foreldrar:
Aurelija Stasiunaite og Kristinn
Viggósson, Reykjavík. Ljósmóðir:
Valgerður Ólafsdóttir.
Nýverið fékk Byggðasafn Borgar-
fjarðar afhent flöskuskeyti til varð-
veislu. Skeytið var síðasti gripurinn
sem tekið var inn á byggðasafnið á
liðnu ári en safnið er eitt fimm safna
í Safnahúsi Borgarfjarðar. Flösku-
skeytið var sent úr Borgarnesi 8. júlí
síðastliðinn af Hildi Tinnu Tand-
berg, sem er níu ára hálf-íslensk
stúlka. Hildur Tinna er búsett í Sví-
þjóð ásamt foreldrum sínum, Lóu
Brynjólfsdóttur og Johann Tandberg
en þau eiga sumardvalarhús í Borg-
arnesi ásamt fleirum. Hildur Tinna
var á sumarnámskeiði í Borgarnesi
síðastliðið sumar og skrifaði skeyt-
ið í nafni hressra krakka í Sumar-
fjöri í Borgarnesi og var tilgangur-
inn með sendingunni að sjá hvert
flöskuskeytið myndi ferðast. Skeyt-
ið fannst í Sundskálavík, sem er vík
á mörkum Ægissíðu og Skerjafjarðar
16. nóvember sl. Alls voru 20 flösk-
ur sendar þennan dag af Sumarfjör-
shópnum og eru þrjár þeirra fundn-
ar.
Sendi sjálf flöskuskeyti
frá Borgarnesi
Það var Anna Þorbjörg Þorgríms-
dóttir sem fann flöskuskeytið þegar
hún var á göngu með hundinn sinn
við Ægissíðu. Hún segir í bréfi til
Hildar Tinnu að nóttina áður hafi
verið stormur og göngustígurinn því
þakinn þara, skeljum og öðrum hlut-
um úr fjörunni og þar hafi flösku-
skeytið legið. Í bréfinu segir hún
einnig frá því að hún og synir henn-
ar hefðu orðið hissa þegar í ljós kom
að ung stúlka hefði sent flöskuna úr
Borgarnesi. „Borgarnes er nefnilega
uppáhalds staðurinn minn á Íslandi.
Ástæðan er sú að ég átti heima þar
frá því ég var tveggja ára og þar til ég
var níu ára. Þaðan eru mínar fyrstu
minningar sem margar eru mjög
góðar. Þar lék ég mér í holtunum og
mjög oft var ég í fjörunni með vinum
mínum. Ég veiddi fisk, hljóp á ísjök-
um, synti, skautaði og sigldi á sjón-
um og einu sinni sendi ég meira að
segja flöskuskeyti sem enginn hefur
fundið. Allavega hef ég aldrei feng-
ið svar,“ segir Anna Þorbjörg. Hún
segir jafnframt að henni þyki merki-
legt að hafa fundið flöskuskeytið og
að því hafi verið hent í sjóinn í Borg-
arnesi, þar sem hún bjó einu sinni,
og af stelpu sem á heima í Svíþjóð
- líkt og Þorbjörg og synir hennar
gerðu einnig um árabil.
Anna Þorbjörg ákvað að gefa
Byggðasafninu í Borgarnesi flöskuna
og ákvað að afhenda hana næst þegar
Hildur Tinna yrði á landinu. Það var
svo föstudaginn 30. desember síðast-
liðinn sem Anna Þorbjörg og Hild-
ur Tinna hittust í Safnahúsi Borgar-
fjarðar og afhentu Guðrúnu Jóns-
dóttur flöskuskeytið til varðveislu.
grþ/ Ljósm. Halldór
Óli Gunnarsson.
Flöskuskeyti afhent í
Byggðasafni Borgarfjarðar
Anna Þorbjörg
Þorgrímsdóttir
og Hildur Tinna
Tandberg við
afhendingu
skeytisins.
Hér má
sjá hvað
Hildur
Tinna
skrifaði
í flösku-
skeytið.
Sunnudagaskólinn
Kirkjuprakkarar fyrir 6-9 ára.
Alla sunnudaga kl.11:00 í Akraneskirkju.
Alla miðvikudaga kl.14:30 í gamla Iðnskólanum.
TTT fyrir 10-12 ára.
Æskulýðsfélag fyrir 8-10. bekk
Alla miðvikudaga kl.15:30 í gamla Iðnskólanum.
Akraneskirkju og KFUM/KFUK
Nánari upplýsingar á akraneskirkja.is
Alla mánudaga kl.19:30 í gamla Iðnskólanum.
Allir eru velkomnir í starfið og ekkert kostar að taka þátt!
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is