Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 3. tbl. 20. árg. 18. janúar 2017 - kr. 750 í lausasölu
Við viljum hafa
pláss fyrir allt
Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun
bilið í bílakaupunum.
Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á
arionbanki.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
7-
02
14
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Eru bólgur og
verkir að hrjá þig?
Verkir í liðum?
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Enn smala bændur þótt vel sé liðið á
janúarmánuð. Síðastliðinn laugardag
náðu bændur á Vatni, Stóra-Vatns-
horni og Fellsenda í Dölum tíu kind-
um þegar farið var inn á Þverdal sem
gengur inn hjá Vatni. Þess má geta að
þrjár af þessum tíu kindum reyndust
útigengnar frá fyrra ári. Fyrir hátíð-
irnar hafði sést til kinda á dalnum og
í vikunni sem leið gaf vel til að fara
í leiðangur og gá að þeim. Á laugar-
daginn var svo sett í smalagírinn en þá
var féð komið vel niður fyrir miðjan
dal og allt gekk eftir sem ætlað var.
Samkvæmt samtali við einn smala-
mannanna, Ágúst Árnason frá Stóra-
Vatnshorni, hafa bændur verið að
heimta óvenju mikið af fjalli undan-
farna tvo mánuði. Líklegt er að hlý-
indin hafi eitthvað haft að segja með
smalamennskurnar í haust en féð var
ekkert farið að koma niður. Einnig
hefur fækkað í sveitunum og minna
af mannskap til að sinna smölun. Af
þeim sökum segir Ágúst menn vera
farna að skipta svæðunum meira nið-
ur og þannig aukist hættan á að féð
renni á milli og verði eftir. sm
Dalamenn
heimtu fé
Myndin er tekin við bæinn Köldukinn í Dölum en þarna voru bændur frá Vatni, Stóra-Vatnshorni og Fellsenda að hjálpast að.
Þessi kind hafði orðið viðskila við annan hóp sem þeir náðu niður af fjalli þennan daginn. Var hún því tjóðruð föst á fjórhjól.
Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa
ákveðið að stofna Byggðasamlag
Snæfellinga. Mun það ná yfir lög-
bundinn sameiginlegan rekstur
sveitarfélaga á Snæfellsnesi, til dæm-
is Félags- og skólaþjónustu Snæfell-
inga en einnig önnur sameiginleg
verkefni eins og Byggðasafn Snæ-
fellinga og Hnappdæla, EarthCheck
og Jeratún ehf. sem ber ábyrgð á
rekstri Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga. Þá er einnig gert ráð fyrir því
að Svæðisgarður Snæfellsness muni
falla undir byggðasamlagið.
Áður voru þessi verkefni undir
héraðsnefnd og önnur undir Fram-
kvæmdaráði Snæfellsness. Samhliða
stofnun byggðasamlags er gert ráð
fyrir því að framkvæmdaráðið verði
lagt niður. Þorsteinn Steinsson, bæj-
arstjóri í Grundarfirði, hefur gegnt
formennsku í ráðinu sem nú stendur
til að leggja niður. „Menn hafa lengi
velt fyrir sér hvernig hægt sé að ein-
falda stjórnsýslu um þau verkefni
sem hafa hingað til farið í gegnum
framkvæmdaráð og héraðsnefnd. Á
aðalfundi héraðsnefndar í desember
var ákveðið að leggja framkvæmda-
ráð niður og stofna byggðasam-
lag um þessi sameiginlegu verkefni.
Ráðið kom síðan saman og fjallaði
um þessa samþykkt, samþykkti hana
fyrir sitt leyti og vísaði til umfjöllun-
ar í sveitar- og bæjarstjórnum sveit-
arfélaganna á Snæfellsnes,“ segir
Þorsteinn í samtali við Skessuhorn.
Samþykki sveitar- og bæjarstjór-
nir stofnsamning að byggðasamlag-
inu telst það stofnað. Því næst mun
stjórn byggðasamlagsins funda og
taka ákvörðun um næstu skref. Þor-
steinn segir að með tíð og tíma verði
með auðveldum hætti hægt að færa
fleiri sameiginlegi verkefni undir
byggðasamlagið, en því sé þó fyrst
og fremst ætlað að einfalda stjórn-
sýsluna og gera hana skilvirkari.
„Væntingar eru uppi um að hægt
verði að raða fleiri verkefnum inn
í byggðasamlagið, menn hafa til
dæmis rætt hvort möguleiki sé fyrir
því að sameina slökkviliðin á Snæ-
fellsnesi sem og að vinna saman í
skipulags- og byggingamálum. Það
fer bara eftir því hvaða stefna verð-
ur tekin hvert þetta leiðir. En númer
eitt, tvö og þrjú er þetta gert til að
einfalda stjórnsýsluna um sameig-
inlegan rekstur sveitarfélaganna og
það sem er ánægjulegast við þetta er
að allir aðilar að þessum sameigin-
legu málum sem til stendur að fella
undir byggðasamlagið voru sammála
um að stíga þetta skref. Þetta fækkar
stjórnum og nefndum um sameig-
inleg verkefni sem ætti að einfalda
stjórnsýsluna og gera hana skilvirk-
ari,“ segir Þorsteinn að lokum.
kgk
Stofna Byggðasamlag
Snæfellinga