Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2017 9 Heilsárstörf: Yfirþerna Sumarstörf Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg heilsárs- og sumarstörf við ferðaþjónustu hjá fyrirtækinu. Á Húsafelli er hótel, veitingastaður, bistró, verslun, sundlaug, tjaldsvæði, golfvöllur, afþreyingar- og upplýsingamiðstöð og sumarhúsabyggð. Húsafell Resort auglýsir eftir kraftmiklu fólki til starfa Óskum eftir fólki í eftirfarandi störf: SK ES SU H O R N 2 01 7 HÚSAFELL RESORT Snorri Þorsteinsson frá Kvíum í Þverárhlíð hóf nýverið störf sem jarðræktarráðunautur hjá Ráðgjafa- miðstöð landbúnaðarins. Starfsstöð Snorra er á Hvanneyri, en þar er hann jafnframt búsettur. „Ég byrj- aði í fullu starfi á áramótum en hef í haust unnið nokkur verkefni svona aðeins til að kynnast starfinu,“ segir Snorri í samtali við Skessuhorn. Að- spurður segir hann að í starfi jarð- ræktarráðunautar felist hvers kyns þjónusta og leiðbeiningar um allt sem tengist jarðrækt. „Allt frá gerð áburðaráætlana til ráðgjafar vegna hvers kyns vandamála sem kunna að koma upp í sambandi við rækt- un. Þá höfum við aðstoðað bændur við skipulag á landi, til dæmis ráð- leggja þeim hvernig vænlegast sé að ræsa fram, hvar þarf að hreinsa upp úr skurðum og hvar þurfi að bæta kýfingu,“ segir hann og útskýr- ir að kýfing kallist það þegar yfir- borð túna er gert örlítið kúpt. „Það er gert til að fá betri vatnshalla svo ekki sitji vatn á spildum og þar með minnka verulega líkur á kali,“ út- skýrir Snorri. „Síðan heimsækj- um við auðvitað bændur og tök- um jarðvegssýni ef þeir óska þess, aðstoðum þá við skráningu gagna, ráðleggjum við val á sáðgresi og fleira slíkt,“ bætir hann við. Vakning í endurræktun túna Snorri segir að jarðrækt sé eitt af hans helstu áhugamálum. „Eins undarlega og það kann að hljóma þá hef ég mikinn áhuga á jarðrækt, hún höfðaði langmest til mín af því sem ég lærði í mínu námi,“ segir Snorri, en hann er með BS próf í náttúrufræði frá Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri og er um þessar mundir að ljúka við meist- araritgerð sína. Jarðræktin er ekki langt undan þar, en ritgerðin fjallar um næringarefni í jarðvegi og heyj- um. „Ég veit ekki af hverju, ég fékk bara áhuga á jarðrækt í náminu. Var alltaf í einhverjum pælingum um jarðveg og held að hafi verið rök- rænt framhald að hefja síðan störf sem jarðræktarráðunautur og nýta þennan áhuga í starfi,“ segir Snorri. Aðspurður segir hann að hann hafi einfaldlega bara sótt um stöðu ráðunautar þegar hann sá hana auglýsta. „Mig langaði í fasta stöðu. Ég var að vinna við rannsóknir og kennslu hjá Landbúnaðarháskólan- um en það voru meira svona tilfall- andi störf. Allt frá því að hafa nóg að gera og hafa öllu minna að gera. Ég vildi gjarnan fá fast starf á mínu áhugasviði og ákvað því að sækja um hjá RML,“ segir hann. Næstu daga og vikur mun hann nýta til að komast betur inn í starfið. Aðspurður segir hann að margar áskoranir séu framundan í jarðrækt á Íslandi og sér fram á að hafa nóg að gera. „Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning í end- urræktun túna hringinn í kringum landið og reikna ég með að verk- efni við ráðgjöf þar að lútandi auk- ist samhliða. Það hefur alltaf verið eitthvað um endurræktun túna og hefur það alltaf verið gert reglulega á bestu bæjum. En mér finnst hafa orðið mikil vakning í þessu síðustu ár. Bændur eru orðnir meðvitaðri um að það þurfi að velta spildunni reglulega. Það er mjög jákvætt því þannig fæst sem best fóður og góð hey skila sér strax í betri afurðum. Einnig eru margir bændur með- vitaðir um mikilvægi þess að nýta áburðarefni sem best, bæði heima- fengin og aðkeypt, og þar getur áætlanagerð ráðunauta hjálpað til,“ segir Snorri Þorsteinsson að lok- um. kgk Nýr jarðræktarráðunautur tekinn til starfa Snorri Þorsteinsson, jarðræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.