Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Um lán- og toppleysi Sífellt eru að koma í ljós kostir þess að hafa fleiri reglur en færri þegar kemur að málum sem samfélagsins þegnar geta ekki komið sér sam- an um hjálparlaust. Um síðustu helgi varð atvik í sundlaug á Akra- nesi sem varð að frétt sem fór eins og eldur í sinu um gjörvalla heims- byggðina að minnsta kosti. Kona ein á öndverðum barneignaaldri hafði nefnilega farið berbrjósta í sund. Særði það blygðunarkennd annars sundlaugargests sem samstundis gerði viðvart. Sundlaugar- vörðurinn greip hins vegar í tómt þegar hann ætlaði að lesa sig til um reglur sundstaðarins, þegar slík neyðartilvik koma upp, og kaus til öryggis að senda þennan fáklædda gest í sturtu. Kona þessi hafði alls ekki gleymt að klæðast efri hluta hefðbundins kvensundfatnaðar. Hún þvert á móti kvaðst mæta fáklædd í sund af skyldurækni í barátt- unni fyrir jafnri stöðu kynjanna. Hafði á orði að kominn væri tími til að normalísera mannréttindin. Það er nokkuð til í þessu. Það mun hafa verið fyrst fyrir um tveimur árum sem íslenskar kon- ur blésu til sóknar og hófu að mótmæla þeirri staðreynd að í almenn- ingssundlaugum mega geirvörtur karla sjást en ekki kvenna. Þetta eru náttúrlega fullkomin ólög. Skorið var upp herör gegn hefndarklámi og kröfðust konur jafnréttis og fullveldis yfir eigin líkama. Fjöldi ís- lenskra kvenna birti á Twitter mynd af sér berbrjósta undir alþjóðlega myllumerkinu #freethenipple. Frelsi geirvörtunnar er náttúrlega ekkert annað en táknræn að- gerð til að benda á þann ójöfnuð sem blasir við og er kannski óvíða jafn mikill og hér á landi, nema ef vera kynni í ríkjum þar sem helst má ekkert sjást í kvenmannshold. Er þá borið við trúarskoðunum og harla líklegt að karlar hafi samið þær reglur. Fyrir tveimur árum sýndu konur hér á landi mikinn kjark með því að bera á sér brjóst- in því óneitanlega voru þær að fara út fyrir þægindarammann. Ekki stóð á áhuga blaða- og myndatökumanna sem óðara voru mættir til að festa gjörninginn á filmu. Þar eins og í ýmsu öðru ruddu íslenskar konur brautina. Þrátt fyrir að ég sé af þeirri kynslóð sem seint verður hægt að kenna við frjálslyndi, get ég ekki skilið þau viðbrögð sem gjörningur af þessu tagi vekur. Mér finnst að það eigi að vera sjálfsagt mál að konur rétt eins og karlar hafi val um það hvort þær hylji nekt sína ofan mittis í almenningssundlaugum. Brjóst eru nefnilega ekki kynfæri þótt þau hafi óspart verið notuð í klámvæðingu síðustu tveggja alda til að örva kenndir. Í dag er það í hæsta máta gamaldags að karlar geti sprangað um berir að ofan, en það skuli vera frétt ef kona gerir slíkt hið sama. Þegar settar verða almennar reglur um sundfatnað legg ég því til að þær verði þannig að allir skuli klæðast skýlu í sundi. Varðandi nánari útfærslu skuli skýlan hylja að minnsta kosti ríflega rassaskoruna og allt það svæði sem réttilega fellur undir kynfæri. Þá kann að vera ráð- legt að innleiða Evróputilskipun um takmörkun á teygjanleika efnis í sundfatnaði, einkum sundfatnaði karlmanna. Ég treysti því að nýr menningar- og menntamálaráðherra beiti sér fyrir lausn þessa erfiða máls og skipi tafarlaust nefnd um nánari út- færslu reglna um sundfatnað. Að öðru leyti segi ég ekki meir, því ég er kominn langt út fyrir mitt sérsvið, hvað sem það nú er. Magnús Magnússon. Leiðari Barnaheill - Save the Children á Íslandi, hafa sent þingmönnum og nýjum ráðherrum áskorun um að uppræta barnafátækt á Íslandi. Áskorunin hefst þannig: „Við vilj- um hvetja þig til að hafa velferð og hagsmuni barna að leiðarljósi við allar ákvarðanatökur. Sérstaklega viljum við hvetja þig til að vinna að því að uppræta barnafátækt á Ís- landi.“ Hér á landi eiga um 11.000 börn á hættu að búa við fátækt eða félags- lega einangrun samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. „Fátækt og félagsleg einangrun kemur í veg fyr- ir að börn njóti þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, takmarkar möguleika þeirra á að rækta hæfi- leika sína sem aftur skerðir tækifæri þeirra og getu til að brjótast út úr fátæktinni. Auk þess hefur fátækt ekki einungis áhrif á þau börn sem við hana búa heldur á samfélagið í heild sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir að Barnaheill skori á stjórnvöld að tryggja gjaldfrjálsa gæðamenntun fyrir öll börn, minnka brottfall úr skólum með raunhæfum aðgerðum sem virka, styrkja mennta- og velferðarkerfið ásamt beinum inngripum fyrir þau börn sem eiga við einhvers konar erfiðleika að etja. Mennta- og vel- ferðarkerfin eru helstu tæki jöfnun- ar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Samtökin segja að tryggja skuli að- gang allra barna að tómstundum, listum og skemmtunum, tryggja að öll börn á Íslandi geti vænst þess að hafa tækifæri til menntunar, heilsu og lífsfyllingar og að ekkert barn muni búa við fátækt. Loks að líta beri á fjármagn í þjónustu við börn sem útgjöld heldur fjárfestingu. mm Skora á nýja ráðamenn að uppræta barnafátækt Fasteignin við Kirkjubraut 28 á Akranesi er nú auglýst til sölu. Um er að ræða stórt skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum, ásamt þakrými og kjallara. Alls er eignin 1.652 fer- metrar að stærð. „Þetta eru í dag fimm rými sem eru í útleigu en á efstu hæðinni er tómt rými sem væri hægt að stúka niður. Þetta er hús sem hefur góða nýtingarmögu- leika og er hentugt fyrir fjárfesta, því þetta er stór fjárfesting,“ seg- ir Daníel Rúnar Elíasson hjá fast- eignasölunni Hákoti. Í húsinu er nú rekin tannlæknastofa, bókhaldsfyr- irtæki, sjúkraþjálfun, augnlækna- stofa og fyrirtækið Spölur ehf. Að sögn Daníels er fasteignin nú í eigu fasteignafélagsins LF11 ehf. og er þetta eina fasteign félagsins á Akra- nesi. grþ Kirkjubraut 28 til sölu Fasteignin við Kirkjubraut 28 er nú til sölu en um er að ræða stórt skrifstofuhús- næði á þremur hæðum. Ljósm. Fasteignasalan Hákot. Keypt hefur verið snjótönn til að festa framan á bíl áhaldahúss Borg- arbyggðar og einnig verið saltkassi á pall bílsins. Markmiðið er að bæta snjómokstur og hálkuvörn í sveitar- félaginu, ekki síst í þéttbýliskjörn- um. „Með þessu verður unnt að bregðast hraðar og betur við þeg- ar ryðja þarf burt snjó og hálku- verja plön og gangstéttir við stofn- anir sveitarfélagsins, bæði í Borgar- nesi en ekki síst í öðrum þéttbýlis- kjörnum sveitarfélagsins,“ segir í tilkynningu á vef Borgarbyggðar. kgk Borgarbyggð kaupir snjótönn og saltkassa Ámundi Sigurðsson starfs- maður Áhaldahúss er hér við hlið nýja búnaðarins. Ljósm. Borgarbyggð. Skessuhorn fjallaði í síðustu viku um þann skort sem er á íbúðum á almennum fasteignamarkaði á suð- vesturhorni landsins. Fjallað var um hvernig fjárfestar hafa „hamstr- að“ fasteignir á almennum mark- aði og greitt jafnvel yfirverð í sam- keppni við almenna fasteignakaup- endur. Þannig má segja að þeir taki um leið stöðu gegn almenningi sem þarf að eignast þak yfir höfuðið. Á kynningarfundi sem Íbúðalánasjóð- ur hélt síðastliðinn fimmtudag var þetta undirstrikað. Þar kom m.a. fram að einungis þúsund fasteignir eru í byggingu á höfuðborgarsvæð- inu, en áætlað er að um fjögur þús- und þyrftu að vera í smíðum til að anna þörfum markaðarins. Þar var jafnframt undirstikað að alvarlegur skortur er á fasteignum á markaði. „Ástandið er farið að sýna merki þess að það séu ákveðnar hættur í gangi. Það er alvarlegur skortur á framboði fasteigna til sölu, hvort sem við lítum til notaðra eigna eða nýrra,“ sagði Sigurður Jón Björns- son framkvæmdastjóri fjárstýring- ar hjá Íbúðalánasjóði. Slíkt ástand leiðir til yfirverðs og bólumynd- unar á fasteignamarkaði sem endað gæti illa fyrir skuldsetta kaupendur húsnæðis. „Eðlilegar eignir, og ég tala nú ekki um góðar eignir, seljast jafnvel þegar þær eru fyrst boðn- ar til sýnis og haldið opið hús. Og jafnvel á verði sem er yfir því sem sett var á þær fyrir mjög skömmu síðan. Þannig að þetta er greinilega eitthvað til að hafa áhyggjur af,“ sagði sviðsstjórinn hjá ÍLS. Byggja leiguíbúðir Íbúðalánasjóður kynnti jafnframt úthlutun sína á ríflega tveggja milljarða króna stofnframlögum til byggingar 385 íbúða, svokallaðra leiguheimila, um allt land. Leigu- heimilin verða byggð á hagkvæman hátt og leigð út á 20 til 30% lægra verði en íbúðir á almenna leigu- markaðinum. Þetta er fyrsta út- hlutunin frá gildistöku laga um al- mennar íbúðir. Engu að síður blasir við að jafn- vel þótt farið verði í byggingu fyrr- greindra leiguíbúða leysir útleiga þeirra hvergi nærri þann skort sem nú þegar er á fasteignamarkaði. mm Alvarlegur íbúðaskortur á fasteignamarkaði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.