Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 20176
Erlend
kortavelta
232 milljarðar
LANDIÐ: Í desember nam
erlend greiðslukortavelta 14,9
milljörðum króna samanbor-
ið við 9,4 milljarða í desemb-
er 2015. Um er að ræða ríf-
lega 58% aukningu frá sama
mánuði árið áður. Allt árið
2016 greiddu erlendir ferða-
menn 232 milljarða hérlendis
með kortum sínum, meira en
helmingi meira en árið 2015
þegar greiðslukortaveltan var
154,4 milljarðar. Nærri lætur
að erlend greiðslukortavelta
hafi verið fjórðungur heildar-
veltu greiðslukorta hérlendis
árið 2016 en öll velta greiðslu-
korta á Íslandi á árinu 2016
nam 1.006 milljörðum. Af
þeirri upphæð var velta inn-
lendra korta 773 milljarðar og
velta erlendra korta 232 millj-
arðar eins og fyrr segir.
-mm
Geta hafið frí-
stundabúskap
HVANNEYRI: Sveitar-
stjórn Borgarbyggðar sam-
þykkti á fundi sínum á
fimmtudaginn nýtt deili-
skipulag fyrir frístunda-
búskap á Hvanneyri. Eng-
ar athugasemdir bárust þeg-
ar deiliskipulag fyrir svæðið
var auglýst, en frestur til at-
hugasemda rann út 5. janúar.
Skipulagið felur meðal ann-
ars í sér skilgreiningu á lóð-
um og byggingareitum fyrir
húsdýrabyggingar til frístund-
anota, beitarsvæði og svæði
fyrir reiðvöll.
-mm
Taldi sig vera
á tveggja
akreina vegi
VESTURLAND: Meðal
verkefna Lögreglunnar á Vest-
urlandi í liðinni viku má nefna
að fimm umferðaróhöpp voru
tilkynnt og reyndist um smá-
vægileg meiðsli að ræða í þeim.
Þó var einn sem lenti í bílveltu
fluttur á sjúkrahús með höfuð-
áverka en hann var ekki talinn
mikið slasaður. 23 voru tekn-
ir fyrir of hraðan akstur í um-
dæminu og nokkrir ökumenn
voru aðstoðaðir vegna ófærð-
ar eða álíka vandræða og var
í þeim tilfellum yfirleitt um
erlenda ferðamenn að ræða.
Eftirlit með ótryggðum og
óskoðuðum ökutækjum hélt
áfram í vikunni og voru skrán-
ingarnúmer klippt af hátt í tíu
ökutækjum vegna slíkra mála.
Loks má geta þess að afskipti
voru höfð af erlendum ferða-
manni sem var full lengi á öf-
ugum vegarhelmingi eftir að
hafa lokið við framúrakstur. Í
ljós kom, þegar laganna verð-
ur ræddu við hann, að hann
taldi sig vera á tveggja akreina
vegi í sömu átt, en hafði þó
um síðir áttað sig á að slíkur
munaður finnst ekki í þessum
landshluta.
-mm
Ný stjórn Fram-
leiðnisjóðs
LANDIÐ: Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra hefur
skipað Framleiðnisjóði land-
búnaðarins stjórn til næstu
fjögurra ára frá 16. janú-
ar að telja. Stjórn sjóðsins er
þannig skipuð: Elín Aradótt-
ir formaður Hólabaki, Eirík-
ur Blöndal Jaðri, Jóhannes
Ríkharðsson Brúnastöðum,
Guðný Helga Björnsdóttir
Bessastöðum og Sveinn Rúnar
Ragnarsson Akurnesi 1, bæði
tilnefnd af Bændasamtökum
Íslands. Varamenn: Hanna
Dóra Hólm Másdóttir, Sig-
ríður Jóhannesdóttir Gunn-
arsstöðum, Fanney Ólöf Lár-
usdóttir Kirkjubæjarklaustri,
Guðfinna Harpa Árnadótt-
ir Straumi og Gunnar Kr. Ei-
ríksson Túnsbergi.
-mm
Halda dagvinnu-
launum í verk-
falli sjómanna
LANDIÐ: Í tilefni frétta að
undanförnu telur Vilhjálm-
ur Vilhjálmsson, forstjóri HB
Granda, rétt að halda því til
haga að félagið hefur hald-
ið ráðningarsambandi við allt
sitt starfsfólk. „Fiskvinnslu-
fólk hjá HB Granda hefur því
haldið dagvinnulaunum sínum
frá því að verkfall sjómanna
hófst. Hjá félaginu starfa um
400 manns við fiskvinnslu-
störf í Reykjavík, á Akranesi
og á Vopnafirði,“ segir í til-
kynningu.
-mm
„Þar sem umferð um Hvalfjarðar-
göng er að aukast verulega er ljóst
að taka verður öryggismál gang-
anna föstum tökum,“ segir í álytk-
un sem bæjarráð Akraneskaup-
staðar samþykkti á fundi sínum
í síðustu viku. Vísað er til reglu-
gerðar sem byggð er á Evrópu-
tilskipun þar sem segir að koma
eigi fyrir neyðargöngum ef dag-
leg umferð um jarðgöng fer yfir
átta þúsund bíla. „Bæjarráð hvet-
ur nýjan innanríkisráðherra til að
taka þessi mál föstum tökum en
Spölur mun skila göngunum um
mitt ár 2018.“ Bæjarráð áréttaði
jafnframt mikilvægi þess að hugað
verði þegar að vegbótum á Vest-
urlandsvegi og að breikkun vegar-
ins verði flýtt.
mm/ Gröf: Spölur.
Umferðarmet í Hvalfjarðar-
göngum í öllum mánuðum
Þarna sést hvernig umferðarmet er slegið í Hvalfjarðar-
göngum alla mánuði síðasta árs.
Ársumferð er komin yfir 2,4 milljónir bíla um Hval-
fjarðargöng.
Umferðaróhapp varð í Ólafsvík
síðastliðinn sunnudag. Ökumaður
bifreiðar sem ekið var upp Engi-
hlíð missti stjórn á henni þegar
bíllinn flaut upp, en mikill krapi var
á veginum. Bíllinn lenti utan veg-
ar og niður háan kant. Engann sak-
aði en skemmdir urðu á bílnum og
þurfti aðstoð við að koma honum
aftur upp á veginn. Eins og sjá má
á myndinni munaði ekki miklu að
bíllinn ylti.
þa
Ók fram af Engihlíðinni
Skarfar halda sig venjulega við sjó-
inn. Þessi var hins vegar kominn
lengst upp í sveit, nánar tiltekið
við Reykjadalsá miðja vegu milli
Grímsstaða og Kópareykja. Líklega
hefur fuglinn verið á höttunum eft-
ir seiðum úr ánni. Fuglinn fæld-
ist ekki manninn og komst Björn
Húnbogi Sveinsson ljósmyndari
býsna nálægt honum. mm
Skarfur í
sveitaferð