Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2017 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn- um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 64 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Freistingar.“ Vinningshafi er Steiney Kristín Ólafsdótt- ir, Sandholti 21, 355 Ólafsvík. Klaust- ur faðir Rölta Lána Angan Stía Óþekk Dúkka Hetju- kvæði Lötur Pípa Tölur Átt Meðlim- urinn Hvíla Stór tvíbaka Villt Kefli 5 Efni Öslaði Aðstoð 2 Varmi Þegar Ber Önugar Glöð Þilfar Hljóð- færi Sár Flan Lúxus Á fæti Stilla Kona 501 Álit Lýkur Skrítin Vínber Eðli Rétt Tölur Gráðug Óhóf Hvína Aftur Skinn Ljúf Smálest Samtök Sósa Háð 4 Trogin Elskar Skrifa Örn Sk.st. 7 Kvakar Reim Brall Snotur Ögn Flóki Hætta Yndi Vísa Beita Rugl Flakk Más 1 6 Kjagar Grugg Rödd Fyrir- lestur Maður Bein Kaka Mögl Gætir Hófdýr Samhlj. Stilli Korn Jaðar Klafi Lík 3 Hús- freyja Hávaða Storm- ur Æfa Arða Kjána Óttast Tröll- konu Radd- blær Kelda Kunni Raska Fen Röstin 8 1 2 3 4 5 6 7 8 B B A S L E R B Ú S K A P U R Ö R V A R V O Ð K R Á R Á N Ó A R O R T I R Ú S Í N A N A L A F Á N Ý S A S Ó L U R I N N S N A T T A L T Ð L Ú A L E G L A G Ó Í H Á R O K A A N A R Ð G Æ R A S T R Ö N D Á S A Æ Ð F Ö T S A D D A Ð S T R Æ T I K R U M M I K I L J A T Ú Ð U R I T J Á N E I T A S L Á N G Á N R T R Ö L L N Ý I Á I L A F L I S I T N E F K N Ö L D T Æ P I N N E N D A R A U T R Ú R A N R Á I N G R Á L E I T I Ð R A S T G O L A K N Á F R E I S T I N G A RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Síðastliðinn laugardag var opnuð ný sýning í Safnahúsinu í Borgarnesi; ljósmyndasýning með verkum eft- ir ellefu myndhöfunda. Allt eru það áhugaljósmyndarar og myndefnið er umhverfi og mannlíf í Borgarnesi á árinu 2016. Markmiðið með sam- keppninni var að fanga sjónarhorn ólíkra ljósmyndara á mannlíf og um- hverfi Borgarness árið 2016 sem undanfara að afmælisári. Leit dóm- nefnd jafnt til heimildagildis og gæða myndanna. Tilefnið er að í ár á bær- inn 150 ára afmæli og eru myndirnar valdar úr innsendu efni í ljósmynda- samkeppni sem Safnahúsið stóð fyr- ir í fyrra. Myndirnar eru bæði fjöl- breyttar og litríkar og sýningin er prýðilegur samfélagsspegill. Opn- un sýningarinnar er jafnframt fyrsti formlegi viðburðurinn í tilefni af af- mælisári Borgarness. Eins og kunn- ugt er mun síðan í mars næskomandi koma út vegleg afmælisbók í tilefni tímamótanna. Alls voru sendar inn 56 ljósmyndir á sýninguna í Safnahúsinu og fyrir lá að dómnefnd myndi gera myndefni og myndgæðum jafn hátt undir höfði vegna heimildagildis til framtíðar. Í dómnefnd voru þau Þorkell Þorkels- son, Heiður Hörn Hjartardóttir og Kristján Finnur Kristjánsson. Heið- ur Hörn sá ennfremur um hönnun sýningarinnar, smiður var Hann- es Heiðarsson, Tækniborg annaðist prentun myndanna og Framköllun- arþjónustan veggspjaldaprentun. Við opnun sýningarinnar var jafn- framt tilkynnt um verðlaunahafa fyr- ir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu og önnur verðlaun féllu í skaut Sunnu Gautadóttur, en þriðju verðlaun hlaut Michelle Bird. Hlutu þær verð- laun sem gefin voru af Beco, Tækni- borg í Borgarnesi og Landnáms- setri Íslands. Þess má geta að Sunna Gautadóttir býr í Borgarnesi. Hún lauk námi í ljósmyndun í nóvember síðastliðnum og hefur frá áramótum lagt ljósmyndun fyrir sig sem aðal- starf. Ljósmyndasýningin er opin virka daga klukkan 13.00 – 18.00 og stend- ur fram í miðjan mars. mm Verðlaunamyndir til sýnis í Safnahúsinu Sunna Gautadóttir hlaðin verðlaunum. Ljósm. Halldór Óli Gunnarsson. Sú mynd Sunnu sem hlaut 1. verðlaun fyrir var tekin á Sauðamessu í haust. Drengurinn er Ólafur Leó Waage. Í öðru sæti var mynd eftir Sunnu, tekin í kjarrlendi vestur á Mýrum með Hafnarfjallið sem bakgrunn. Michelle Bird býr einnig í Borgarnesi og er myndlistarkona. Hún hefur sýnt verk sín í Safnahúsi og haldið námskeið í teikningu og málun fyrir börn og fullorðna. Mynd hennar varð í þriðja sæti og sýnir börn að leik í fjöruborðinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.