Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 20178
Kjaraviðræður standa enn yfir milli
sjómanna og útgerðarfyrirtækja og
er nú verkfallið búið að standa í ríf-
lega mánuð. Þó hefur þokast í samn-
ingaátt að undanförnu ef marka má
fréttir. Vilhjálmur Birgisson formað-
ur VLFA á sæti í samninganefnd fyr-
ir hönd sjómanna. Hann sagði í sam-
tali við Skessuhorn fyrir helgi að
málið væri snúið. „Það eru einkum
fimm atriði sem steytir á og öll eru
þau þess eðlis að ég held að útgerð-
armenn ættu ekki að missa svefn,
þótt þeir þyrftu að ganga að kröfum
sjómanna,“ sagði Vilhjálmur. Þessi
fimm atriði segir hann vera lækkun á
netkostnaði sjómanna um borð, frítt
fæði, frír vinnufatnaður, að olíuvið-
miði verði breytt og að sjómanna-
afsláttur, sem tekinn var af mönnum
árið 2009, verði færður til baka í ein-
hverju formi, með dagpeningum eða
öðrum hætti.
Færðu þeim blóm
Á þriðjudaginn í síðustu viku hitn-
aði lítið eitt í kolunum í samskiptum
sjómanna og útgerðarmanna í Snæ-
fellsbæ. Dragnótarbáturinn Stein-
unn SH réri þá um morguninn frá
Ólafsvík. Útgerð Steinunnar SH er
fjölskyldufyrirtæki og á þeirri for-
sendu að áhafnarmeðlimir væru jafn-
framt útgerðaraðilar var haldið til
veiða. Um kvöldið þegar báturinn
kom að landi tók fjöldi sjómanna á
móti honum. Eggert Bjarnason sjó-
maður færði áhöfn Steinunnar SH
blómvönd fyrir hönd sjómanna í
Snæfellsbæ og þakkaði þeim fyrir
samstöðuna í miðri kjaradeilu sjó-
manna. Lét hann þess jafnframt get-
ið að hann vonaðist til að áhöfnin
á Steinunni komi til með að njóta
þeirra kjarabóta sem sjómenn eru nú
að berjast fyrir.
Óðinn Kristmundsson, einn af
eigendum útgerðar Steinunnar, sagði
aðspurður að þeir hefðu fullt leyfi til
að fara á sjó þar sem eigendurnir
væru fimm um borð og þá voru aðrir
fjórir um borð sem tengdust útgerð-
inni fjölskylduböndum. „Við höfum
kannað þetta mál til hlýtar og fengum
álit lögfræðings SFS og þeirra mat er
að við mættum fara á sjó,“ sagði Óð-
inn þegar sjómenn ræddu við hann
á hafnarbakkanum á þriðjudags-
kvöldið. Við sama tilefni sagði Egg-
ert Bjarnason sjómaður að þeir væru
afar ósáttir við að aðrir sjómenn væru
að brjóta samstöðu í miðju verkfalli,
jafnvel þótt fjölskyldufyrirtæki ætti í
hlut.
Úr deilunni leystist með þeim hætti
að fjarskyldir réru ekki með bátnum
þegar haldið var til veiða á miðviku-
dag. Vilhjálmur Birgisson samninga-
nefndarmaður í kjaradeilunni við
SFS sagði að útgerðin hafi brugðist
við og þrír úr áhöfninni verið settir
í land. Þeir sem eftir voru eiga allir
þátt í útgerð Steinunnar og telst því
ekki verkfallsbrot að báturinn sigli
með þeim í áhöfn. „Útgerðin var
með því að viðurkenna fyrir okkur að
þessi róður á þriðjudaginn hafi verið
verkfallsbrot, þegar fjarskyldir voru
teknir með í áhöfn skipsins. Það mál
fékk því farsæla lendingu og steytir
ekki á því í viðræðum um lausn sjó-
mannadeilunnar,“ sagði Vilhjálmur
Birgisson. mm
Háskólahermir
fyrir framhalds-
skólanema
LANDIÐ: Í byrjun febrú-
ar fá þrjú hundruð fram-
haldsskólanemar tækifæri til
þess að kynnast námsfram-
boði Háskóla Íslands og taka
virkan þátt í háskólasamfé-
laginu. Um er að ræða svo-
kallaðan Háskólahermi sem
nú er haldinn í annað sinn.
Nemendur fá að heimsækja
fræðasvið skólans og leysa
ýmis verkefni sem tengjast
námi og störfum viðkom-
andi sviða. Eftir heimsóknina
ættu þeir að hafa góða inn-
sýn í námsframboð háskól-
ans og hugmyndir um hvaða
nám á mismunandi sviðum
felur í sér. Háskólahermirinn
er hugsaður fyrir nemendur
sem eru u.þ.b. hálfnaðir með
nám sitt í framhaldsskóla og
vilja kynnast því sem HÍ hef-
ur upp á að bjóða. Háskóla-
hermirinn verður haldinn 2.
og 3. febrúar.
-grþ
Aflatölur fyrir
Vesturland
7. - 13. janúar
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes 7 bátar.
Heildarlöndun: 47.581 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 19.861 kg í
fjórum löndunum.
Arnarstapi 6 bátar.
Heildarlöndun: 116.572 kg.
Mestur afli: Kvika SH: 44.006 kg í
sex löndunum.
Grundarfjörður 2 bátar.
Heildarlöndun: 9.979 kg.
Mestur afli: Vinur SH: 6.565 kg í
tveimur löndunum.
Ólafsvík 12 bátar.
Heildarlöndun: 223.319 kg.
Mestur afli: Kristinn SH: 42.644
kg í fimm löndunum.
Rif 5 bátar.
Heildarlöndun: 72.366 kg.
Mestur afli: Guðbjartur SH:
38.711 kg í fimm löndunum.
Stykkishólmur 4 bátar.
Heildarlöndun: 22.567 kg.
Mestur afli: Fjóla SH: 11.834 kg í
sex róðrum.
Topp fimm landanir á tímabilinu:
1. Steinunn SH - ÓLA:
14.626 kg. 10. janúar.
2. Særif SH - ARN:
13.352 kg. 10. janúar.
3. Kristinn SH - ÓLA:
12.704 kg. 10. janúar.
4. Særif SH - ARN:
11.692 kg. 11. janúar.
5. Steinunn SH - ÓLA:
11.180 kg. 11. janúar. -grþ
Verkfall sjómanna komið á annan mánuð
Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og samninganefndarmaður í sjómannadeilu.
Við komuna til Ólafsvíkur síðastliðinn þriðjudag voru áhöfn Steinunnar SH færð
blóm. Ljósm. af.
Sveitarfélagið Borgarbyggð gekk til
samninga við tryggingafélagið VÍS
að undangengnu útboði á trygging-
um sveitarfélagsins. Samningurinn
er til tveggja ára með möguleika á
framlengingu. Sólrún Fjóla Kára-
dóttir, þjónustufulltrúi VÍS í Borg-
arnesi er ánægð með að tryggja sína
heimabyggð. „Helmingur sveit-
arfélaga á Vesturlandi er nú í við-
skiptum hjá VÍS. Við höfum skapað
okkur sterka stöðu meðal þeirra á
landsvísu. Meðal annars með mjög
öflugu forvarnastarfi sem sveitung-
ar mínir fá nú að njóta góðs af,“
segir Sólrún. -fréttatilkynning
VÍS tryggir Borgarbyggð
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Borgarbyggðar, Gunn-
laugur Júlíusson sveitarstjóri, Ingibjörg Ólafsdóttir viðskiptastjóri hjá VÍS á
Akranesi og Sólrún Fjóla Káradóttir þjónustufulltrúi VÍS í Borgarbyggð.
Miðvikudaginn 11. janúar síðast-
liðinn kom Magnús Magnússon,
ritstjóri Skessuhorns, í heimsókn
í félagsfræðitíma í Menntaskóla
Borgarfjarðar til þess að kynna
fyrir nemendum starfsemi Skessu-
horns og starfs blaðamanna. Nem-
endurnir lærðu heilmikið af þess-
ari heimsókn og vilja þakka Magn-
úsi kærlega fyrir fróðlega kynn-
ingu. Á næstunni muni nemend-
urnir síðan skrifa nokkrar frétt-
ir í Skessuhorn sem munu birt-
ast á vef Skessuhorns og í blaðinu.
Nemendurnir fengu sjálfir að velja
sér umfjöllunarefni og hafa síð-
an þá unnið hörðum höndum við
það að vinna fréttirnar. Þetta verk-
efni gefur góða innsýn inn í störf
blaðamanna og fréttaritara og
kemur því þeim nemendum sem
hafa áhuga á blaðamennsku og
fjölmiðlum mjög vel.
Snæþór, Hjálmar, Guðjón og
Niccolo, nemendur í MB
Menntskælingar skrifa í Skessuhorn
Formenn flokkanna sem mynda
nýja ríkisstjórn kynntu ráðherra-
skipan sína í liðinni viku og ný
stjórn tók í framhaldinu við á rík-
isráðsfundi. Í nýju ríkisstjórninni
fær Sjálfstæðisflokkur sex ráðherra,
Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo.
Úr Norðvesturkjördæmi var Þór-
dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
nýliði á Alþingi, gerð að ráðherra
ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar
í uppsplittuðu innanríkisráðuneyti.
Haraldar Benediktssonar, odd-
viti flokksins í kjördæminu, gerði
þetta að tillögu sinni í viðleitni
til að rétta af kynjahalla í væntan-
legri ríkisstjórn og til að jafna stöðu
landsbyggðar gagnvart höfuðborg-
arsvæðinu í ráðherravali. Aðrir rík-
isstjórnarflokkar eiga ekki mann á
þingi úr Norðvesturkjördæmi. Þá
mun verða lagt til að Unnur Brá
Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki
verði forseti Alþingis.
Ríkisstjórn er þannig skipuð:
Forsætisráðherra:
Bjarni Benediktsson (D)
Iðnaðar-, ferðamála- og nýsköp-
unarráðherra: Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir (D)
Utanríkisráðherra:
Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
Dómsmálaráðherra:
Sigríður Á. Andersen (D)
Ráðherra samgöngu-, byggða- og
sveitarstjórnarmála:
Jón Gunnarsson (D)
Menntamálaráðherra:
Kristján Þór Júlíusson (D)
Fjármála- og efnahagsráðherra:
Benedikt Jóhannesson (C)
Sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C)
Félags- og jafnréttismálaráðherra:
Þorsteinn Víglundsson (C)
Heilbrigðisráðherra:
Óttarr Proppé (A)
Umhverfis- og auðlindaráðherra:
Björt Ólafsdóttir (A)
mm
Ný ríkisstjórn tekin við