Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Qupperneq 1

Skessuhorn - 25.01.2017, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 20. árg. 25. janúar 2017 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7- 02 14 Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna AÐALFUNDUR Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20:00 í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf Áhugasamir aðilar sem hafa hug á að starfa í stjórnum félagsins eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til kjörnefndar sem í sitja Gísli Gíslason (gislig@faxafloahafnir.is), Jóhanna Halldórsdóttir (johanna@lmi.is) og Magnús Brandsson (magnus.brandsson@islandsbanki.is). Stjórn Knattspyrnufélags ÍA SK ES SU H O R N 2 01 7 Einhver umfangsmesta leit síðari tíma fór fram um helgina þegar björgunarsveitarfólk víðs vegar af landinu tók þátt í leit á suðvesturhorni landsins að Birnu Brjáns- dóttur, tvítugri stúlku sem saknað hafði verið frá laugardeginum 14. janúar sl. Lík Birnu fannst á sunnudaginn í fjörunni skammt frá Selvogsvita á sunnanverðu Reykjanesi. Lögregla telur fullvíst að Birnu hafi verið ráðinn bani, en tveir menn eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að morði. Greint er nánar frá leitinni á bls. 8. Meðfylgjandi mynd af björgunarsveitarmanni við leit í hraunsprungu tók Sigurður Ó Sigurðsson fyrir Landsbjörgu. Á þriðjudaginn í síðustu viku var ákveðið að fresta samningaviðræð- um á milli sjómanna og Samtaka fyr- irtækja í sjávarútvegi fram til mánu- dags í þessari viku. Stéttarfélög sjó- manna nýttu tímann og funduðu með sjómönnum, en meðfylgjandi mynd er af samningafundi VLFA á Akra- nesi. Á mánudaginn þegar samn- inganefndirnar komu saman að nýju varð fljótlega ljóst að aðilar voru ekki að ná saman þrátt fyrir viðræðuhlé. Slitnaði því upp úr viðræðum sjó- manna og SFS og hefur nýr fundur ekki verið boðaður í deilunni. Samn- ingsaðilar vísa hvor á annan sökinni að málum er svona komið. Samtök útgerðarmanna telja sjómenn ekki sýna ábyrga afstöðu en sjómenn telja á móti að útgerðin vilji ekki koma til móts við sanngjarnar kröfur um hækkun á olíuverðsviðmiði og bætur vegna sjómannaafsláttar. Verkfall sjó- manna sem hófst 14. desember held- ur því áfram. mm/ Ljósm. gg. Stál í stál Á fundi í stjórn Faxaflóahafna sf. síðastliðinn föstudag voru málefni Silicor Materials á Grundartanga til umræðu. Eins og kunnugt er hefur fyrirtækið fengið 22 ha lóð úthlutað í landi Kataness til byggingar sól- arkísilverksmiðju, en verkefnið hef- ur dregist af ýmsum sökum, með- al annars vegna fjármögnunar- og raforkukaupasamninga. Fyrir fundi Faxaflóahafna lá beiðni Silicor um að ákvæði hafnarsamnings, lóðar- leigusamnings og lóðagjaldasamn- ings um gildistöku samninganna verði framlengd til septembermán- aðar 2017 og að heimild fyrirtækis- ins til að segja sig frá samningunum gildi til jafnlangs tíma. Stjórn Faxa- flóahafna sf. taldi sig geta fallist á að veita umbeðinn frest sem lokafrest, en með eftirfarandi skilyrðum: Í fyrsta lagi er sett sem skilyrði að haft verði samráð við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjár- málaráðuneytið vegna fjárfesting- arsamnings Silicor og ríkisins um frágang málsins þannig að frestun- in rúmist innan ákvæða þess samn- ings. Í öðru lagi er þess krafist að á meðan unnið verður að fjármögn- un verkefnisins, og þar sem samn- ingar aðila hafa ekki tekið gildi, verði ekki af hálfu Faxaflóahafna sf. farið í neinar framkvæmdir sem efni samninganna gera ráð fyrir. Loks setur stjórn Faxaflóahafna það skilyrði að Silicor Materials haldi fulltrúum Faxaflóahafna sf. upplýstum um gang viðræðna við fjárfesta og geri þeim grein fyrir því eins fljótt og kostur er hvort af verkefninu verði, eða ekki, innan þess tíma sem tilgreindur er í sam- þykkt þessari. Bókað var á fundinum að stjórn Faxaflóahafna sf. heimilar hafnar- stjóra að undirrita viðaukasamn- ing við Silicor Materials, sem taki til ofangreindra skilyrða. Þessa ákvörðun samþykktu fjórir fulltrúar í stjórn Faxaflóahafna en fjórir sátu hjá við afgreiðsluna. mm Framlengja frest Silicor með skilyrðum Svæðið innan gulu línunnar er það athafnasvæði sem Silicor á nú frátekið á Katanesi. Fyrirtækið hefur nú fengið lokafrest frá Faxaflóahöfnum til september á þessu ári til að ljúka samningum vegna framkvæmdarinnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.