Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Side 13

Skessuhorn - 25.01.2017, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2017 13 Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær Sími 525 6700 • mos@mos.is • www.mos.is VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA Lágafellsskóli í Mosfellsbæ Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum. Laus störf til umsóknar: Deildarstjóri óskast á leikskóladeild 5 ára barna í Höfðabergi. Um 100% starf er að ræða. Æskilegt að viðkomandi getið hafið störf 1. mars eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsjónarkennsla á yngsta stigi. Um er að ræða 80 – 90% starfs- hlutfall í mars vegna fæðingarorlofs. Kennsla á unglingastigi. Um 100% starf er að ræða, tímabundið í nokkrar vikur frá mars, vegna veikindaleyfis. Kennslugreinar stærð- fræði og náttúrufræði. Íslenskukennsla á unglingastigi. Um 100% starf er að ræða í 2 – 3 vikur í feb/mars vegna veikindaleyfis. Kennsla á miðstigi 50-70% starf. Tímabundin ráðning í 20. febrúar – 17. mars. Tónmenntakennsla á miðstigi. Um er að ræða stundakennslu, 6 stundir á viku, tímabundið út skólaárið. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á www.mos.is og www.lagafellskoli.is. Laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar veita Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í síma 5259200/896 8230 og Ásta Steina Jónsdóttir deildarstjóri í síma 5259200/6920233. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið johannam@lagafelsskoli.is Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2017. SK ES SU H O R N 2 01 7 Síðasti vinnudagur Óla Grétars er 31. janúar 2017 Af því tilefni verður opið hús frá kl. 9-16:30 í útibúi Sjóvá á Akranesi, Garðabraut 2a Kaffi á könnunni Allir velkomnir að samfagna með Óla Grétari á þessum tímamótum Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Dalamaðurinn Svavar Garðars- son stóð síðastliðinn föstudag fyrir býsna óvenjulegum gjörningi. Sendi hann opið bréf til Donald Trump forseta Bandaríkjanna, en þetta var einmitt dagurinn sem hann var sett- ur í embætti. Bréfið er svohljóðandi í íslenskri útgáfu (en það var sent forsetanum á móðurmáli hans): „Árið 1000 sigldi héðan frá Dala- byggð Íslendingurinn Leifur Eiríks- son landkönnuður í för sinni vestur um haf. Eftir viðkomu á Grænlandi hélt hann ferðinni áfram og finnur þá Ameríku. Honum varð ljóst að landið væri gríðarstórt og eitt fjöl- margra annarra landa sem ættu einn sameiginlegan heim. Það sem Leifur vissi ekki er að 1017 árum síðar væri heimurinn í vanda vegna mengunar af manna- völdum. Í dag 20. janúar árið 2017 tekur nýr forseti við völdum í land- inu sem Leifur fann, sá heitir Don- ald Trump. Enn sem komið er hefur hann ekki sýnt skynsamlega hugsun í loftslagsmálum heimsins. Af þeim sökum er hér flaggað fána vina- þjóðar í hálfa stöng, í sveitinni þar sem Leifur Eiríksson fæddist og hóf sína siglingu vestur um haf. Gert í minningu Leifs Eiríksson- ar, Svavar Garðarsson.“ Með bréfinu fylgdi ljósmynd þar sem íslenski fáninn var dreginn í hálfa stöng framan við Leifsbúð í Búðardal. Skessuhorn hefur heim- ildir fyrir því að gjörningur þessi hafi ekki verið með öllu óumdeild- ur á heimaslóðum þeirra Leifs og Svavars. Engu að síður vakti tiltækið athygli, en fyrst og fremst var máls- hefjandi að vekja athygli á nauðsyn þess að umhverfis- og loftslagsmál fái skilning, óháð því hvaða forseti situr í Hvíta húsinu. mm/ Ljósm. Steina Matt. Gjörningut til að minna Bandaríkjaforseta á loftslagsmál Þær Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir í Borg- arnesi hafa boðað athyglisvert verk- efni í Borgarbyggð föstudaginn 27. janúar. Hvetja þær til að íbúar í sveitarfélaginu taki hvíld frá raf- tækjum á föstudaginn og taki þátt í Föstudeginum Dimma. „Um er að ræða algerlega sjálfsprottna við- burði sem ætlað er að hvetja til um- hugsunar um raftækjanotkun, skjá- tíma og samskiptamáta,“ segja þær. Þetta verður svona uppbrot hvers- dagsins og upplifun á umhverfinu og lífinu með öðrum hætti í Borgar- byggð,“ segja þær. Eva Hlín og Heiður Hörn vilja minna á hve stutt er síðan umhverf- ið rafvæddist og hvernig samskipti hafa breyst frá því að snjalltæki komu til sögunnar. „Við hvetjum heimilin í sveitarfélaginu til þess að vera án raftækja í einn dag. Draga fram kerti og vasaljós, spilastokka og borðspil og skemmta sér við að segja draugasögur og spjalla saman. Minn- umst gamla tímans og þökkum fyrir nútímaþæg- indi. Þetta er áskorun um að hvíla síma, netið og kaffivélar eftir bestu getu og finna skemmtilegar lausnir. Til dæmis er hægt að draga fram prímusa og gasgrill.“ Þær segja jafnframt að hlutverk og þátttaka hvers og eins fari eftir áhuga- sviði og möguleikum. Að Bjargi verður sett upp æv- intýraupplifun í skóginum og meðfram ströndinni, ef veður leyfir. „Þar verða vasaljós og endurskins- merki í aðalhlutverki ásamt myrkrinu sjálfu! Þang- að verða allir velkomnir, mögulega gætu skólarnir nýtt sér að koma og leyfa krökkunum að upplifa það. En einnig verða fjölskyld- ur boðnar velkomnar til að verja tíma saman og upp- lifa ævintýrið dimma. Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Facebo- ok undir „fostudagurinn- dimmi“. mm Föstudagurinn dimmi í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.