Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Qupperneq 26

Skessuhorn - 25.01.2017, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 201726 aðeins fiktað í þessu, kynnst gólfslíp- un og lökkun. Þannig að ég keypti mér græjurnar til að laga þetta,“ út- skýrir hann. Ole Jakob sá fyrir sér að hann gæti þá átt tækin til og tekið að sér að slípa eitt og eitt gólf. „En það varð strax svo mikið að gera að ég náði ekki að klára gólfið heima fyrr en um þarsíðustu helgi. Ég kom því aldrei við,“ bætir hann við. Ole Jak- ob fór einnig á námskeið til Svíþjóð- ar ásamt þremur starfsmönnum frá Gólfefnavali, sem í dag er hans birgi og stuðningsaðili. „Þar fengum við að heimsækja höfuðstöðvar Bona, sem framleiðir öll tæki, pappír, olíu, lökk og önnur efni sem við þurfum. Þar lærðum við meðal annars hvern- ig er hægt að samnýta olíu og lökk,“ segir Ole Jakob. Hægt að samnýta olíu og lakk Hjá Alparketi einskorðast þjónust- an við alla parketvinnu, hvort sem rífa þarf upp gamalt parket og leggja nýtt, eða eingöngu slípa og lakka. „Oft fylgir því þó uppsetning á inn- réttingum og innihurðum en það er bara kærkomin tilbreyting við og við,“ segir Ole Jakob. Hann segir að átta af hverjum tíu gólfum séu lökk- uð en önnur olíuborin. Nú sé hins vegar hægt að olíubera gólf og lakka síðan yfir, þannig að kostir tveggja samnýtist til hins ýtrasta. „Munur- inn á olíu og lökkun er í meginatrið- um sá að olían fer ofan í viðinn og nærir hann, á meðan lakkið veitir yf- irborðsverndun. Harkan í lakkinu er mun meiri en í olíunni en með tím- anum fer að sjá meira á lakkinu og þá þarf að lakka yfir aftur. Með olí- unni getur hver sem er haldið fersk- leika viðarins við með því að bera olíuna reglulega yfir gólfið, sem er jafn einfalt og að skúra,“ útskýr- ir hann og bætir því við að olíubor- ið gólf, sem fær reglulega rétta með- höndlun, endist almennt mun leng- ur en lakkað gólf. Það fari þó eftir ágangi gólfsins og meðal annars eft- ir því hversu margir búi á heimilinu og hvort þar séu heimilisdýr. „Þessi algengu parket sem fólk er að leggja heima hjá sér er hægt að slípa tvisvar til þrisvar sinnum. En svo eru gegn- heil parket mun þykkari og það er hægt að slípa þau mun oftar.“ Sorglegt að skipta út gegnheilu parketi Ole Jakob segir ansi algengt að fólk láti skipta út parketi, þegar hægt væri að slípa það upp. „Í einhverjum til- fellum er mun ódýrara að slípa það upp ef miðað er við að þú sért með iðnaðarmenn. Fólk sem er komið yfir fertugt er meira að láta slípa hjá sér en yngra fólkið lætur oftast setja nýtt.“ Hann segir að stundum sé um að ræða gamalt en þykkt parket, sem gæti því enst í tugi ára til við- bótar. „En svo er því kannski skipt út og sett plastparket í staðinn, sem er bara að fara að endast í nokkur ár á meðan hitt á 100 ár eftir. Gegn- heilt parket getur dugað í meira en hundrað ár og það er þess vegna hægt að slípa það tuttugu sinnum. Það er sorglegt að sjá þegar fólk er að rífa svoleiðis upp og skipta því út fyrir plastparket.“ Stór verkefni í bígerð Hjá Alparketi eru allt að fjórir starfs- menn ef um stór verkefni er að ræða. Ole Jakob segist aftur á móti yfirleitt starfa einn í heimahúsum, þar sem algengt sé að verið sé að slípa 40 til 60 fermetra. „Þeir eru þrír sem eru með mér og koma með sem verktak- ar í stærri verk. Þetta eru fagmenn sem eru í störfum annars staðar en hlaupa til þegar þannig stendur á,“ útskýrir hann. Með stærri verkefn- um sem Ole Jakob hefur tekið að sér á Akranesi eru gólfin í Vinaminni og í Gamla Kaupfélaginu. Hann seg- ir jafnframt fleiri stór verkefni í bí- gerð. Flest verkefni fyrirtækisins hafa hins vegar verið á höfuðborg- arsvæðinu. „En það er aukast hér á Akranesi og ég fagna því alltaf að fá verkefni sem eru nær heimabyggð. Ég get gefið fólki á Akranesi og í ná- grenni svokallaðan staðarafslátt. Ég get tekið lægra fermetraverð út af því að þá slepp ég við að keyra suð- ur og þarf ekki að bíða á milli um- ferða þar. Þannig get ég boðið lægra verð en verktakar á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Ole Jakob Volden að endingu. grþ Þórdís Kolbrún R. Gylfadótt- ir, ráðherra ferðamála, skrifaði í liðinni viku undir samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Stjórnstöð ferðamála, á grund- velli samþykktar Alþingis frá því í október 2016, um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Í Vegvísi í ferðaþjónustu frá því haustið 2015 var lögð áhersla á sjö þætti til að byggja traustan grunn fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi og er aukning á hæfni einn sá mikil- vægasti til að auka gæði, jákvæða upplifun ferðamanna og verð- mætasköpun í greininni. Stjórn- stöð ferðamála var falið að fylgja Vegvísinum eftir og gaf út skýrslu á liðnu ári með tillögum til að auka hæfni starfsmanna í ferða- þjónustu undir heitinu „Fjárfest- um í hæfni starfsmanna“. Verk- efnið um aukna hæfni er sett á laggirnar til að framkvæma til- lögurnar í skýrslunni. Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins, sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins, leiðir Hæfnisetrið, í samstarfi við Stjórnstöð ferðamála og Samtök ferðaþjónustunnar. Starfsemi Hæfnisetursins snýst um að uppfylla þarfir ferðaþjón- ustunnar fyrir aukna hæfni og auðvelda fyrirtækjum að fjár- festa í hæfni starfsmanna. Byggt verður m.a. á hæfnigreiningum starfa til að undirbúa fræðslu- og þjálfunarúrræði. Litið verður til annarra þjóða sem hafa þró- að lausnir til að auka gæði, fram- leiðni og arðsemi í ferðaþjónustu á grundvelli hæfni stjórnenda og starfsmanna, m.a. til Skotlands og Kanada sem búa yfir víðtækri reynslu á þessu sviði. Í Hæfnisetr- inu verður áhersla á samvinnu við greinina, aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvöld við að þróa leiðtogafræðslu, námslotur fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu, þrepaskipt starfsnám og raun- færnimat í starfsgreinum ferða- þjónustunnar. mm Hæfnisetur ferða- þjónustunnar stofnað Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, undirritaði samninginn í liðinni viku ásamt forsvarsmönnum Stjórnstöðvar ferðamála og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Ole Jakob Volden er fertugur tré- smiður á Akranesi. Hann hefur verið búsettur á Skaganum frá tíu ára aldri, lauk húsasmíðanámi frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands og hefur unn- ið við smíðar meira og minna allar götur síðan. Í dag starfar hann í ker- smiðju Norðuráls og samhliða því rekur hann fyrirtækið Alparket sem býður alhliða þjónustu með gólfpar- ket. „Þetta byrjaði sem aukavinna. Hugsunin var að skaffa með þessu smá aukapening í hverjum mánuði. Nú er verkefnastaðan þannig að ég næ ekki að komast yfir öll þau verk- efni sem mér standa til boða,“ segir Ole Jakob í samtali við Skessuhorn. Vinnudagurinn er því langur og Ole Jakob segir að erfitt sé að vinna í 16 til 20 tíma á dag, mánuð eftir mán- uð. „Þetta hefur undið svolítið upp á sig miðað við það sem ég átti von á í upphafi. Ég geri því ráð fyrir því að hætta hjá Norðuráli með vorinu og einbeita mér enn frekar að slípun og lökkun.“ Náði ekki að klára gólfið heima Ole Jakob segir hugmyndina að parketþjónustunni hafa vaknað fyr- ir tilviljun fyrir um það bil tveimur árum. Það gerðist í kjölfar þess að sonur hans var að leika sér í baðher- bergisvaskinum. „Litli púkinn var að þvo dótið sitt í vaskinum og að sulla. Klósettið liggur að ganginum og við vorum að fylgjast með honum leika sér. Eftir smá tíma er hann orðinn rennandi blautur eins og gengur og hættur að sulla. Seinna um kvöldið tökum við eftir að það heyrist vatns- hljóð en þá hafði eitt leikfangið stífl- að rör og það flæddi inn á ganginn hjá okkur.“ Hann segist í kjölfarið hafa ákveðið að slípa parketið sjálf- ur. „Ég hafði fyrir mörgum árum Skagamaður veitir alhliða parketþjónustu Ole Jakob að störfum. Ole Jakob (til hægri) ásamt samstarfsmanni sínum Camil, að gera litaprufur á parketi. Hér má sjá hvíta eik verða dökka. Eikina var áður búið að hvítta og lakka en á seinni myndinni hefur hún verið pússuð niður í beran við, sprungufyllt, sett dökk olía á gólfið og lakkað yfir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.