Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 201730
Notar þú samfélagsmiðilinn
Snapchat?
Spurning
vikunnar
(Spurt í Borgarnesi. Elísabet Péturs-
dóttir nemandi í MB tók saman)
Guðrún Emilía Daníelsdóttir:
„Nei, hef hugsað það en það er
í salti.“
Kristján J. Pétursson:
„Já, hef notað það í 3-4 ár.“
Margrét Sæunn Pétursdóttir:
„Já, búin að nota það í 3 ár.“
Guðbjörg Halldórsdóttir:
„Já, frá upphafi.“
Leikfélagið Sv1 í Menntaskóla
Borgarfjarðar í Borgarnesi vinn-
ur nú að uppfærslu leikritsins
um Línu Langsokk. Áætlað er
að frumsýning verði 10. febrú-
ar en til að það náist þurfa leik-
arar og annað starfsfólk sýningar-
innar að vinna hörðum höndum
við æfingar og gerð sviðsmyndar
á næstu vikum. Ásamt nemendum
úr menntaskólanum taka nem-
endur úr 10. bekk grunnskólans
þátt í uppfærslunni. Geir Konráð
Theodórsson er leikstjóri og er
þetta í fyrsta skipti sem hann tek-
ur að sér leikstjórn. Hann er hins
vegar með eigið leikverk á fjölun-
um í Landnámssetrinu um þessar
mundir, Svarta Galdur.
Leikfélagið Sv1 hefur sett upp
fjölbreytt leikverk í gegnum árin.
Leikritið í fyrra gekk mjög vel og
var uppselt á allar sýningar. Leik-
félagið Sv1 er óútreiknanlegt leik-
félag því árin 2014-2015 fór það
úr því að sýna Rocky Horror í að
sýna Benedikt Búálf og því verð-
ur spennandi að sjá hvernig hóp-
urinn mun útfæra leikritið um
Línu Langsokk og ekki síður hvað
þeim dettur í hug að gera í næstu
útfærslu.
Darja og Ástríður, nemendur í
MB, skráðu.
Leikritið um Línu Langsokk á fjalirnar hjá Sv1 í Borgarnesi
Gunnars Gauta Gunnarssonar dýralæknis
Dagur í lífi (og lífsviðhorf)...
Nafn: Gunnar Gauti Gunnars-
son
Búseta: Þórðargata 24 Borg-
arnesi.
Fjölskylduhagir: Sambýlis-
konan mín er Edda Soffía
Karlsdóttir og eigum við 9
börn frá 19 ára aldri til 41 árs.
Allir flúnir að heiman nema ör-
verpið Margrét Gunnarsdóttir.
Starfsheiti: Orðinn óbreyttur
dýralæknir í dag.
Áhugamál og það sem hug-
urinn dvelur helst við? Börn-
in, barnabörnin 11, konan,
bílar og útivist.
Vinnudagurinn: Mánudagur-
inn 16. janúar 2017.
Klukkan hvað vaknaðirðu
og hvað var það fyrsta sem
þú gerðir? Kl. 06:50 hringir
Daníel á Ytra-Hólmi og kýr nr.
599 var allt að því að yfirgefa
þennan jarðneska heim! Hún
lifði þetta af; þökk skjótra við-
bragða dýralæknisins og ekki
síst Daníels sem hafði komið
kalki undir húð á kúnni. Síðan
bara sitt lítið af hverju það sem
eftir lifði dags.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Daníel sá fyrir því, að ég
yrði fastandi.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Byrjaði daginn á því
að fara á Skodanum með skrán-
ingarnúmerinu T-61 að Ytra-
Hólmi, alveg í einum græn-
um…
Hvað varstu að gera kl. 10?
Borða hafragraut.
Þekktir þú eitthvað til dýra-
lækninga áður en þú hófst
nám? Ég vissi lítið, en hafði
nasasjón af mörgu úr sveitinni.
Leið vinnudagurinn svona
við leik og störf? Já, en ein-
ungis störf, ekki er boðið upp á
leiki í minni vinnu.
Hvar ertu í pólitík? Ég er
„mella“ í pólitík.
Hvað áttu við með því? Jú,
sjáðu til. Ég vel bara þann
stjórnmálaflokk sem hugur-
inn girnist í það og það skiptið.
T.d. síðast Katrínu og Vinstri-
Græn.
Eitthvað sem þú ert stolt-
ur af? Sagði ekki Steinn Stein-
arr: „Mitt stolt er að vera son-
ur þessarar þjóðar (en þjóðin er
ekki líkt því eins stolt af mér)“
Einhver bók í uppáhaldi? Já,
t.d Hornstrendingabækurn-
ar, Fátækt fólk og Baráttan um
brauðið. Svo keypti ég eftir
auglýsingu í Bændablaðinu nú
nýverið Passíusálmana í skinn-
bandi frá 1834.
Afhverju hana? Ég hafði fyr-
ir nokkrum árum ætlað mér
að læra alla þessa sálma utanað
fyrir sjötugt. Þeir eru 50 tals-
ins, erindin 826 og braglínurn-
ar 4871.
Er þetta raunhæft og þú orð-
inn 65 ára? „Við verðum að
einbeita okkur að framtíðinni,
því að þar verðum við þar sem
eftir er ævinnar.“ Þetta sagði
Mark Twain. Þetta mjakast,
nokkrir sálmar búnir...
Bestu tímaritin? Ég nefni
þrjú: Ganglera, Stuðlaberg og
Heima er best.
Uppáhalds íslenskir heim-
spekingar? Gunnar Dal og
Sigurður Nordal.
Einhverjir uppáhalds heim-
spekilegir frasar? „Heppinn
er sá, sem við hug sinn ræð-
ur.“ Þessi er eftir Fichte. Síðan:
„Kenningin er eitt og veruleik-
inn annað,“ ég man ekki höf-
undinn þar að.
Uppáhalds ljóðskáld? Fer-
skeytlan er mitt uppáhalds
ljóðaform. Þeir sem mér finn-
ast hafa gert þar vel eru t.d.
Páll Ólafsson, Davíð Stef-
ánsson, Jón Helgason og Ká-
inn. Núlifandi, t.d. Dagbjartur
kenndur við Refsstaði.
Skondið fólk sem þú hitt-
ir öðru hverju? Já, ég ætla að
nefna Þorstein Mána og Helga
á Snarta, ég held þeir tróni þar
á toppnum.
Mikilvægustu stundir lífs
þíns? Þegar börnin mín litu
dagsins ljós.
Það hættulegasta sem þú
hefur umgengist? T-61. Það
er toxic eða aflífunarefnið
fræga í den.
Eitthvað sem þér finnst vera
þér til trafala í lífinu? Ekki
spurning: Bíladellan. Hún hef-
ur valdið mér ómældu hugar-
angri og haldið fyrir mér vöku.
Hún eldist ekki af mér.
Hvernig grínastu? Ætli flestir
kannist ekki við það hjá mér, að
ef einhver handavinna mín hef-
ur tekist vel, að bera hendurn-
ar framan í andlit þess sem ég
er með og segja: „Sjáðu þessar
hendur!“
Ef þú mættir velja starf í
næsta lífi? Ekki spurning,
dýralæknastarfið.
Eitthvað spes sem þér finnst
gaman að? Fá mér í tánna,
helst XO.
Mottóið í þínu lífi? Ég veit
varla hvernig ég ætti að orða
það. En eigum við ekki bara að
segja: Skynsemin og góðleik-
inn í mannlífinu. Sé það varð-
veitt, er öllu borgið.
Hvað gerðiru að þessum degi
loknum? Snéri mér að Soff-
íu og sofnaði strax (fastir liðir
eins og venjulega).
-Margrét Gunnarsdóttir,
Harpa Sif Sigurðardóttir og Ás-
björn Baldvinsson tóku saman.