Skessuhorn - 01.02.2017, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 20172
Hjartaheill og SÍBS bjóða upp á ókeypis
heilsufarsmælingar á heilsugæslustöðv-
um á Snæfellsnesi um næstu helgi, dag-
ana 4. og 5. febrúar næstkomandi. Mæl-
ingarnar fara fram í Ólafsvík, Grundarfirði
og Stykkishólmi. Sjá tímasetningar í við-
burðaskránni á bls. 25. í Skessuhorni vik-
unnar og í frétt.
Austlæg átt á morgun, fimmtudag, víða
8-15 m/s en suðlæg átt um hádegi. Rign-
ing eða snjókoma með köflum í flestum
landshlutum. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost
inn til landsins. Norðan 10-15 m/s á föstu-
dag og snjókoma af og til á Vestfjörðum
en hægari vindur annars staðar á landinu
og úrkomulaust að mestu. Hlýnar þeg-
ar líður á daginn. Á laugardag, sunnudag
og mánudag er útlit fyrir breytilega átt
en fremur hægan vind lengst af. Dálítil
slydda og snjókoma víðast hvar á landinu
en þurrir og bjartir kaflar á milli. Hiti ná-
lægt frostmarki við ströndina, en frost inn
til landsins.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Hversu oft ferð þú að jafnaði í matvöru-
verslun?“ Flestir, eða 39%, sögðu „3-6 sinn-
um í viku“ en næstflestir, 26% „Tvisvar í
viku“. „Vikulega“ sögðu 18%, „daglega“
sögðu 8% og 5% fara „sirka tvisvar í mán-
uði“. Svarmöguleikarnir „mánaðarlega
eða sjaldnar“ og „fer aldrei í slíka verslun“
fengu 2% hvor en fæstir, 1% kváðust fara
„oftar en daglega“.
Í næstu viku er spurt: Hvað gleypir
þvottavélin þín marga sokka á ári?
Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haralds-
son, tvítugur leikmaður ÍA, var valinn í
landsliðshóp A landsliðs Íslands fyrir vin-
áttuleik gegn Mexíkó næsta miðvikudag.
Er þetta í fyrsta sinn sem Tryggvi er valinn
í landsliðið.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Leiðrétt-
ur gestafjöldi
Mannamóts
LANDIÐ: Í síðasta tölu-
blaði Skessuhorns var sagt
frá Mannamóti markaðs-
stofa landshlutanna. Mistök
voru gerð í inngangi fréttar-
innar þegar sagt var að gestir
Mannamóts hefðu verið milli
sjö og átta þúsund. Hið rétta
var að þeir voru milli sjö og
átta hundruð. Leiðréttist það
hér með og er beðist velvirð-
ingar á þessum mistökum.
-kgk
Banaslys í
Esjuhlíðum
VESTURLAND: 25 ára
karlmaður lést og tveir slösuð-
ust þegar snjóflóð féll í hlíð-
um Esjunnar síðdegis á laug-
ardaginn. Snjóflóðið féll um
sex hundruð metra frá göngu-
leiðinni á fjallið. Fjölmennt
lið björgunarsveita, sjúkra-
liðs, lögreglu og leitarhunda
tók þátt í leit að manninum og
aðgerðum á fjallinu auk þess
sem þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var notuð við björgun-
arstörf. Tveir mannanna kom-
ust af sjálfsdáðum úr flóðinu.
Þriðji maðurinn fannst látinn
á áttunda tímanum um kvöld-
ið. Hann hét Birgir Pétursson.
Birgir var 25 ára, búsettur í
Reykjavík en frá Stykkishólmi.
Í tilkynningu frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu segir að
aðstandendur hins látna vilji
koma á framfæri þakklæti til
þeirra sem þátt tóku í leitinni.
-mm
Afturelding og
Heimamenn
fengu styrki
REYKHÓLAHR: Síðasta
miðvikudag voru afhent-
ir samfélagsstyrkir Orkubús
Vestfjarða. Alls bárust 82 um-
sóknir og voru 42 styrkir veitt-
ir samtals að fjárhæð 3,4 millj-
ónir króna. Að þessu sinni
runnu tveir samfélagsstyrkja
OV til félagasamtaka í Reyk-
hólasveit. Björgunarsveit-
in Heimamenn fékk styrk að
upphæð 150 þúsund krónur
til kaupa á búnaði og björgun-
arstarfs og Ungmennafélag-
ið Afturelding fékk 50 þúsund
krónur til starfsemi sinnar.
-kgk
Skaginn 3X er framsækið fyrirtæki á sviði kæli- og vinnslulausna
fyrir matvælaiðnað um allan heim. Nánar á skaginn3x.is
Þrjú fyrirtæki
undir einu merki
Á fundi bæjarráðs Akraneskaup-
staðar síðastliðinn fimmtudag var
lagt fram tilboð um kaup á hlut
Akraneskaupstaðar í Hellisheið-
arvirkjun. Tilboðsgjafi óskaði eftir
því að með tilboðið yrði farið sem
trúnaðarmál. Sambærilegt tilboð
var sent til Reykjavíkurborgar og
Borgarbyggðar sem annarra með-
eigenda, en samkvæmt heimild-
um Skessuhorns í síðustu viku var
ekki búið að taka erindin þar fyrir
formlega. Bæjarráð Akraneskaup-
staðar ákvað hins vegar að hafna
tilboðinu.
Hellisheiðarvirkjun er í eigu
Orku náttúrunnar (ON), dóttur-
félags Orkuveitu Reykjavíkur (OR)
sem aftur er í eigu Reykjavíkur-
borgar (93,54%), Akraneskaup-
staðar (5,53%) og Borgarbyggð-
ar (0,93%). Það var einkahluta-
félagið MJDB sem í janúar lýsti
áhuga fyrir að kaupa Hellisheiðar-
virkjun af sveitarfélögunum þrem-
ur. Stjórn Orkuveitu Reykjavík-
ur hafði hins vegar hafnað tilboði
um beina sölu á virkjuninni þegar
MJDB óskaði eftir því í desemb-
er. Einkahlutafélagið MJDB er að
stærstum hluta í eigu Magnúsar B.
Jóhannessonar, framkvæmdastjóra
America Renewables, en fyrirtæk-
ið hefur komið að ýmsum verkefn-
um sem tengjast endurnýjanlegum
orkugjöfum.
Ekki hefur farið fram verðmat á
Hellisheiðarvirkjun. Bókfært virði
virkjana Orku náttúrunnar í árslok
2015 var um 107 milljarðar króna
miðað við núverandi gengi og má
rekja bróðurpart þeirrar upphæðar
til Hellisheiðarvirkjunar, þar sem
Nesjavallavirkjun hefur verið af-
skrifuð að stórum hluta og Anda-
kílsárvirkjun er enn eldri.
mm
Akraneskaupstaður vill ekki selja
hlutinn í Hellisheiðarvirkjun
Hellisheiðarvirkjun. Ljósm. Orka náttúrunnar.
Um 300 nemendur úr þrettán fram-
haldsskólum landsins munu taka
virkan þátt í háskólasamfélaginu
dagana 2. og 3. febrúar þegar Há-
skólahermirinn fer fram í Háskóla
Íslands. Allir þrír framhaldsskólarn-
ir á Vesturlandi eru þar á meðal, þ.e.
Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjöl-
brautaskóli Snæfellinga og Mennta-
skóli Borgarfjarðar. Öll fræðasvið HÍ
hafa undirbúið fjölbreytta dagskrá.
Háskóli Íslands hleypti verkefninu
Háskólaherminum af stokkunum á
síðastliðnu ári við afar góðar undir-
tektir en þá heimsóttu rúmlega 200
framhaldsskólanemar háskólann og
kynntust námsframboði með lifandi
og oft óvæntum hætti. Markmið
verkefnisins er að efla frekar sam-
starf Háskóla Íslands við framhalds-
skólana og gefa ungu fólki tækifæri
til að kynnast starfsemi háskólans af
eigin raun og um leið styðja það í að
taka upplýsta ákvörðun um nám og
starf í framtíðinni.
Fjölbreytt dagskrá Háskólaherm-
isins fer fram víða á háskólasvæð-
inu en hver nemandi sækir fjögur af
fimm fræðasviðum skólans að eigin
vali. Þar fást nemendur við spenn-
andi verkefni sem snerta fræðasvið-
ið og kynnast jafnframt ólíkum hlið-
um námsins og þeim mörgu náms-
leiðum sem finna má á hverju sviði.
Með heimsókninni fær nemenda-
hópurinn því góða innsýn í fjöl-
breytt námsframboð háskólans og
hugmyndir um hvað námið felur í
sér. Lögð er áhersla á að kynning-
arnar á sviðunum gefi mynd af hag-
nýtingu námsins að því loknu.
mm
Vestlenskir framhaldsskólanemar í Háskólahermi
Í síðustu viku voru haldnir tveir
kynningarfundir vegna tillögu um
nýtt aðalskipulag Snæfellsbæj-
ar. Var annar fundurinn haldinn á
Lýsuhóli en hinn í félagsheimilinu
Klifi. Vel var mætt á báða fundina
en tilgangur með þeim var að gefa
íbúum og öðrum hagsmunaaðilum
tækifæri til að kynna sér tillögurn-
ar og koma athugasemdum á fram-
færi, áður en tillagan verður sett í
auglýsingaferli. Gögnin sem kynnt
voru á fundinum er hægt að nálgast
á vef tæknideildar Snæfellsbæjar og
er tekið við athugasemdum til 10.
febrúar næstkomandi. Skulu þær
sendar á byggingarfulltrui@snb.is
þa
Vel mætt á kynningarfundi
um nýtt aðalskipulag