Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Qupperneq 12

Skessuhorn - 01.02.2017, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 201712 Jón Gunnarsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveð- ið með vísan til markmiða byggða- áætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sér- staklega uppbyggingu ljósleiðara- kerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Á Vesturlandi fá sveitarfélögin Borgar- byggð, Dalabyggð og Reykhólasveit úthlutun úr pottinum. Þessi fjárveit- ing kemur til viðbótar 450 m.kr. út- hlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Á vef ráðuneyt- isins segir að tilgangur þessa viðbót- arstyrks í verkefnið sé að styrkja sam- keppnisstöðu sveitarfélaga við um- sókn þeirra til fjarskiptasjóðs til að hefja ljósleiðarauppbyggingu. Styrk- umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 verða kynntir á opn- unarfundi í innanríkisráðuneytinu 1. febrúar kl. 13. Í ljósi þess að fjárhagur sveitar- félaga er mismunandi var ákveðið að styrkja samkeppnisstöðu tiltek- inna sveitarfélaga gagnvart umsókn- um í samkeppnispott Fjarskipta- sjóðs. „Þetta er gert í þeim tilgangi að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik að hefja ljósleiðara- uppbyggingu,“ segir í fréttinni. Alls munu 19 sveitarfélög fá þessum fjár- munum úthlutað á þessu ári og nem- ur styrkupphæðin frá einni og upp í 12,1 milljón króna, en hæsta styrkinn hlýtur Borgarbyggð. Úthlutun ræðst af þeim forsendum að stuðst er við þéttleika styrkhæfra svæða, hlutfalli staða sem eru ótengdir, þróun íbúa- fjölda árin 2005 til 2015, ferðatíma til þjónustukjarna og eftir samgöngum, fjárhagsstöðu sveitarfélags og meðal- tekjum þess á íbúa. Gefin voru stig út frá þessum forsendum og sveitar- félög með fæst stig lentu efst í for- gangsröðun. Óráðstafaður byggða- styrkur getur flust milli ára. Af öðr- um sveitarfélögum á Vesturlandi fær Reykhólahreppur 6,5 milljónir króna úr úthlutun samgönguráðuneytisins og Dalabyggð 5,8 milljónir. mm Borgarbyggð, Dalir og Reykhólasveit hljóta sérstaka ljósleiðarastyrki Á þriðja tug iðnaðarmanna legg- ur þessa dagana nótt við dag við breytingar á Fosshótel Reykholti. Hótelinu var lokað í haust þegar framkvæmdir hófust en stefnt er á að ljúka fyrsta áfanga breyting- anna fyrir lok apríl í vor þannig að hægt verði að taka við gestum að nýju. Áætlað er að framkvæmdirn- ar kosti 1,3 milljarða króna og lýsir það e.t.v. best umfangi verksins. Í þessum fyrsta áfanga eru æði mikl- ar breytingar gerðar á húsinu jafnt innan- sem utandyra. Má nefna að lyftu verður komið fyrir í húsinu. Móttaka hótelsins verður stækk- uð og m.a. sagað burt milliloft til að bæta lofthæð og rými. Eldhús verður lagfært og matsalur stækk- aður og þá er verið að taka í gegn þau hótelherbergi sem ekki voru gerð upp síðast þegar ráðist var í endurbætur á hótelinu. Öll hús- gögn verða endurnýjuð. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt er hönnuður breyting- anna í Reykholti. Útlitslega miða þær að því að færa þennan hluta nýrri mannvirkja í Reykholti til samræmis og í anda gamla skóla- hússins sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins hannaði á þriðja áratug síðustu aldar. Stærstu útlitsbreytingar hótelsins verða þær að núverandi þakkantur er fjarlægður, steypt yfir þak og loks þökulagt. Nýr þakktantur og útlit hússins samkvæmt hönnun Sigríð- ar á augljósa skírskotun í bygging- arlag gamla skólahússins. Síðast en ekki síst er heilsulind hluti breytinganna og verða laugar og aðstaða því tengd bæði í kjall- ara undir matsal og utandyra í porti milli húsanna. Í næsta áfanga verksins verður reist nýbygging úr forsteyptum einingum til austurs þar sem verður álma með 28 nýj- um hótelherbergjum. Iðnaðarmenn víða að Byggingastjóri fyrir Fosshótel er Ólafur Sæmundsson hjá TVT ehf. Þegar blaðamaður átti leið um Reykholt í síðustu viku voru iðn- aðarmenn hvarvetna að störfum. Á einum stað var verið að saga steypu og breyta á sama tíma og losuð var ný steypa úr bíl og fyllt í mót. Iðnaðarmenn voru að störf- um á hótelherbergjum, jarðvinnu- verktakar utandyra og hvarvetna var mikið umleikis. Óli Sæm seg- ir framkvæmdir ganga vel. „Lík- lega erum við að fjarlægja yfir 90 rúmmetra af steypu enda er verið að breyta húsnæðinu talsvert mik- ið. Við stefnum á að ljúka þess- um áfanga um eða eftir páska,“ segir Óli. Aðspurður segist hann hafa hörkumannskap við verkið en hluti iðnaðarmanna fylgdi með honum að norðan en hann var síð- ast að störfum á Húsavík. Þá kem- ur hópur nærsveitamanna einnig að verkinu. mm Afar umfangsmiklar breytingar á Fosshótel Reykholti Óli Sæm í væntanlegri móttöku hótelsins. Þar er verið að saga burt milliloft og hverfa þar með tvö stór hótelherbergi á annarri hæð. Móttakan verður hins vegar mun rúmbetri eftir breytingarnar. Iðnaðarmenn að störfum við norðaustur horn hótelsins. Nýtt anddyri, steyptur rampur niður á kjallahæð fyrir vörumóttöku, en til vinstri er grunnur þar sem ný hótelálma verður byggð. Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér nýja móttöku hótelsins. Þrívíddarteikning af matsal hótelsins. Standard hótelherbergi mun líta svona út eftir breytingarnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.