Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Síða 17

Skessuhorn - 01.02.2017, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 17 það sem við vildum gera,“ seg- ir Kristín og systur hennar taka undir það. „Ef það ætti að útskýra hvers vegna við fetuðum allar þessa braut þá er það líklega vegna sama uppeldis. Við erum allar aldar upp við nokkurs konar umönnun, bæði dýra og barna og lærðum snemma að láta okkur önnur börn varða,“ segja þær. „Mikilvægasta starfið“ Innan veggja leikskólanna segja systurnar mikið og gott starf unn- ið af hugmyndaríku, þróttmiklu og umfram allt velviljuðu starfs- fólki. „Fólk fer út í þetta af því það vill láta gott af sér leiða. Starf leik- skólakennarans eða leikskólaliðans er mikilvægasta starfið, ég stend fast á því,“ segir Kristín og systur hennar taka undir það. „Við erum með í höndunum það dýrmætasta sem fólk á,“ bætir Áslaug við. Frá sjónarhóli starfsfólksins segja þær að starfið sé skemmti- legt. Það sé í senn fjölbreytt, gef- andi og skapandi. „Það er gaman í vinnunni,“ segja þær, „og á leik- skólunum eru styrkleikar hvers og eins nýttir í skólastarfinu, það á bæði við um starfsfólkið og börn- in. Þó leikskólanum sé sniðinn ákveðinn rammi í aðalnámskrá þá hafa skólarnir mikið svigrúm og markvisst er unnið að því að draga fram og nýta styrkleika hvers og eins,“ segja systurnar og mæla með því við alla að reyna sig á vettvangi leikskólanna. „Við mælum hiklaust með þessu starfi. Starfið einkenn- ist af leik og það er auðvitað hug- myndafræðin á bakvið leikskólana, að læra í gegnum leikinn. Starfs- fólk er ófeimið við að leika og leyfa sér að vera eins og það er, sem ger- ir öllum gott, bæði því sjálfu og börnunum,“ segja Kristín, Áslaug og Guðfinna að lokum. kgk Dagur leikskólans 2017 verður hald- inn hátíðlegur í tíunda sinn mánu- daginn 6. febrúar næstkomandi. Verður dagurinn í ár helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskól- um landsins og dregið fram það sem hefur áunnist síðastliðið ár t.d. með kynningarátakinu Framtíðarstarfið. Samstarfsaðilar um Dag leikskól- ans eru Félag leikskólakennara, Fé- lag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli - landssamtök for- eldra. Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda Degi leik- skólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag. Þá eru leikskólakennarar eru sér- staklega hvattir til að vekja athygli á störfum sínum. Leikskólasysturnar þrjár Í Borgarbyggð eru þrjár systur sem allar hafa valið sér leikskólann sem sinn vinnustað og starfað inn- an veggja leikskóla um langt skeið. Þetta eru systurnar Áslaug Ella Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri Andabæjar á Hvanneyri, Krist- ín Gísladóttir, leikskólastjóri Uglu- kletts í Borgarnesi og Guðfinna Gísladóttir, leiðbeinandi á Uglu- kletti. Þær eru ættaðar frá Mið- Fossum í Andakíl. Skessuhorn hitti systurnar að máli á Uglukletti síð- asta miðvikudag og ræddi við þær um leik og starf. Blaðamanni leik- ur fyrst forvitni á að vita hvað varð til þess að þær ákváðu allar að feta þessa braut? „Ég veit það eiginlega ekki, en við erum aldar upp í sveit þar sem oft var margt um mann- inn og einnig tóku foreldrar okk- ar á móti börnum til sumardvalar. Við systurnar höfðum það hlutverk að hafa ofan af fyrir þeim með ýms- um hætti, svo sem með því að koma öllum á fætur, gefa þeim að borða, fara í sund, á hestbak og leyfa þeim að taka þátt í öllum þeim störfum sem þarf að sinna í sveitinni.“ „Það sama á við um dýrin í sveitinni, frá unga aldri höfum við lært að hugsa um þau og hlúa að þeim. Þannig að það má segja að við höfum eiginlega alla tíð verið í einhvers konar um- önnun,“ skýtur Guðfinna inn í og Kristín bætir því við að margt sé líkt með því að annast dýr og börn. „Til þess að umgangast og annast dýr þarf að sýna þeim virðingu og koma vel fram við þau, byggja upp traust og ná að tengjast þeim. Það sama á við um börnin. Þau þurfa að finna fyrir umhyggju og að komið sé fram við þau af virðingu til að þau treysti fólki. Á því byggjast öll samskipti við börn,“ segir Kristín. Féllu allar fyrir starfinu Allar hafa þær starfað lengi innan veggja leikskóla. Kristín og Áslaug hófu störf á þessu sviði árið 1993 og lærðu síðar til leikskólakennara. Guðfinna byrjaði að vinna á leik- skóla árið 2000 og hefur lokið námi sem leikskólaliði. „Ég fann það strax eftir að ég prófaði að vinna á leik- skóla að mig langaði að leggja þetta fyrir mig,“ segir Áslaug og Krist- ín hefur sömu sögu að segja. „Mig langaði í þetta nám af því mér fannst gaman að vinna með börnum og vil láta mig börnin varða,“ segir hún. „Ég fékk áhuga á starfinu eftir að ég fór til Finnlands sem au-pair. Eftir það langaði mig að prófa að vinna á leikskóla. Ég lét vaða, hreifst strax af starfinu og hef unnið á leikskóla síðan þá,“ segir Guðfinna. En þó leið þeirra allra inn á leikskólana sé mjög keimlík og ástæður þess að þær völdu þetta starf séu þær sömu, áhugi og ánægja af starfi með börnum, þá lögðu þær starf- ið fyrir sig hver á sínum eigin for- sendum. „Við fundum það bara hjá okkur, hver og ein, að þetta væri „Lærðum snemma að láta okkur önnur börn varða“ Rætt við þrjár systur sem allar starfa á leikskólum í Borgarbyggð Systurnar Áslaug Ella Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri Andabæjar á Hvanneyri, Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri Uglu- kletts í Borgarnesi og Guðfinna Gísladóttir, leiðbeinandi á Uglukletti. Lesið fyrir börnin á Uglukletti. Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi. MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.