Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 5
Kórinn, Sveinbjörn og Bland
Tónberg, laugard. 25. feb. kl. 16.30
Aðgangseyrir kr. 3.500 við inngang en 3.000 í forsölu
Forsala hefst í Versluninni Bjargi við Stillholt, föstud. 17. feb.
Rómantískt dægurlagahlaðborð
af bestu gerð sem
enginn vill missa af!
Sveinbjörn Hafsteinsson
söngvari
Hljómsveitin Bland
P
Ó
S
T
U
R
IN
N
/©
2
0
1
7
Ath. ekki er tekið
við greiðslukortum
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt landÁratuga
reynsla
Langstærstir í viðgerðum og sölu á
Alternatorum og Störturum
Einnig getum við úvegað startara og alternatora
í allskonar smávélar frá Ameríku
Víða um landið voru viðbragðsað-
ilar með opið hús og dagskrá síðast-
liðinn laugardag í tilefni 112 dagsins,
sem einatt er 11. febrúar. Þannig var
eitthvað gert í tilefni dagsins á öllum
þéttbýlisstöðum á Vesturlandi. Með-
fylgjandi myndir eru frá deginum frá
þremur þessara staða. mm
Viðbragðsaðilar með
dagskrá á 112 deginum
112 teymið í Dalabyggð sameinaðist að venju við að halda daginn hátíðlegan.
Það er orðin hefð að byrja dagskrána á því að aka öllum neyðarbílum um
Búðardal með sírenur og blikkandi ljós. Það var því mikið sjónarspil og ágætis
læti þegar lestin hélt af stað en hún telur einn lögreglubíl, tvo sjúkrabíla, þrjá
slökkviliðsbíla og tvo björgunarsveitarbíla. Ljósm. sm.
Fulltrúar Rauðakrossdeildar Búðardals stóðu vaktina og tóku á móti gestum með
matarmikilli súpu og kaffisopa. Ljósm. sm.
Viðbragðsaðilar í Grundarfirði óku um bæinn með ljósum og sírenum áður
en fólki var boðið upp á Slökkvistöð Grundarfjarðar til að kíkja á búnað við-
bragðsaðila. Þarna var Björgunarsveitin Klakkur, Slökkvilið Grundarfjarðar og
sjúkrabíll HVE og gátu gestir forvitnast um búnað og tæki. Marínó Ingi Eyþórsson
er þarna með son sinn Eyþór Henry. Ljósm. tfk.
Börn fengu að tylla sér á fjórhjól hjá í björgunarmiðstöðinni í Rifi. Tveir slökkviliðs-
menn fylgjast með. Ljósm. þa.
Gestum í Búðardal bauðst að skoða bifreiðar og búnað og sjúkraflutningamenn
buðu upp á blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar. Það var ekki leiðinlegt að fá
að setjast upp í slökkvibílinn. Ljósm. sm.
Í björgunarsmiðstöðinni Von, hús-
næðinu hjá Lífsbjörg í Rifi, kynntu
viðbragðsaðilar starf sitt, búnað og
tæki. Bæjarbúar létu sitt ekki eftir
liggja og mættu margir til að fræðast
um starfsemina. Hér fær áhugasamur
ungur maður að prófa hjartahnoð.
Ljósm. þa.
Bjarki Freyr Örvarsson, sex ára Snæfellsbæingur, fékk sérstaka viðurkenningu
frá RKÍ fyrir hetjudáð. Hann sýndi eftirtektarverða færni í skyndihjálp við erfiðar
aðstæður. Bjarki Freyr bjargaði lífi ömmu sinnar sem er sykursjúk. Atvikið átti sér
stað þegar hann ásamt systur sinni var í pössun hjá ömmu einu sinni sem oftar.
Sá hann ömmu detta í gólfið og þegar hann reyndi að vekja hana tókst það ekki.
Varð hann hræddur, en hljóp að læstri útihurð með systur sína, opnaði og fór í
hús handan götunnar og sótti hjálp. Það voru þau Halldór Kristinsson, Jóhannes
Ólafsson og Elva Ösp Magnúsdóttir sem afhentu Bjarka Frey viðurkenninguna
fyrir hönd RKÍ. Ljósm. þa.