Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 201710
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir
vonbrigðum varðandi fyrirætlanir
yfirvalda samgöngumála sem kynnt
hefur verið af starfsmönnum Vega-
gerðarinnar á Vesturlandi að fella
niður fjárveitingar til þeirra vega-
framkvæmda sem voru fyrirhug-
aðar á árinu 2017 í sveitarfélaginu
miðað við samþykkta Vegaáætl-
un frá árinu 2016,“ segir í álykt-
un sveitarstjórnar sem samþykkt
var 9. febrúar sl. „Mjög brýnt er
að unnið verði árlega að uppbygg-
inu og viðhaldi stofn- og tengivega
innan Borgarbyggðar sem er eitt af
víðfeðmustu sveitarfélögum lands-
ins með einu hæsta hlutfalli malar-
vega á landinu. Daglega aka íbúar
varasama malarvegi á leið til skóla
og vinnu. Enn fremur knýr mik-
il aukning ferðafólks á með aukn-
um þunga að unnið verði að nauð-
synlegri uppbyggingu vegakerf-
is í sveitarfélaginu. Sveitarstjór-
nin hvetur þingmenn kjördæmis-
ins til að standa vörð um hagsmuni
Borgarbyggðar og Vesturlands í
þessu efni þannig að nauðsynleg
uppbygging og viðhald vegakerfis-
ins dragist ekki enn frekar en orð-
ið er.“
mm
Brýnt að árlega verði unnið að
uppbyggingu og viðhaldi vega
Á dagskrá Alþingis innan tíðar verð-
ur umræða um þingsályktun nokk-
urra þingmanna um að gerð verði út-
tekt á starfsemi fjölmiðla utan höf-
uðborgarsvæðisins og leiðir til að
tryggja stöðu þeirra. Umræðu um
málið var frestað í síðustu viku þegar
þingfundir féllu niður vegna andláts
Ólafar Nordal. Fyrsti flutningsmaður
þingsályktunarinnar er Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir alþingismaður VG í
Norðausturkjördæmi. Þar er lagt til
að mennta- og menningarmálaráð-
herra verði falið að skipa starfshóp
sem geri úttekt á starfsemi og stöðu
fjölmiðla sem starfræktir eru utan
höfuðborgarsvæðisins og leggi fram
tillögur sem feli í sér aðferðir og leið-
ir til að efla og tryggja stöðu lands-
byggðarfjölmiðla þannig að þeir fái
gegnt lýðræðis-, menningar-, upplýs-
inga- og fræðsluhlutverki sínu.
Í greinargerð með þingsályktun-
inni segir m.a. að það sé álit flutnings-
manna að fjölmiðlar, sem starfræktir
eru utan höfuðborgarsvæðisins, starfi
við erfið starfsskilyrði sem hamli því á
ýmsan hátt að þeir geti rækt hlutverk
sitt eins og æskilegt væri. „Flutnings-
menn þessarar þingsályktunartillögu
líta svo á að þar sem frjáls og fjöl-
breytt fjölmiðlun er meðal þess sem
lýðræðissamfélög geta síst án verið sé
áríðandi að afla haldbærra upplýsinga
um stöðu landsbyggðarfjölmiðla og
styrkja rekstrargrundvöll þeirra þar
sem þess er þörf og forsendur eru
fyrir slíkum stuðningi.“
Þá segir í greinargerð með tillög-
unni að eigin dagskrárgerð og sjálf-
stæð ritstjórn og blaðamennska þyki
jafnan grundvallarforsendur fyrir
stuðningi við starfsemi fjölmiðla og
einnig að um sé að tefla miðil sem
birtir fjölbreytt ritstjórnarefni en
er ekki einungis auglýsingamiðill.
„Opinber stuðningur við starfsemi
fjölmiðla getur farið fram með ýms-
um hætti en mikilvægt er að tilhögun
stuðningsins sé þannig að hann hafi
ekki áhrif á ritstjórnarstefnu viðkom-
andi miðla. Stuðningur getur falist
í dreifingarstyrk og var þeirri leið
nokkuð beitt sums staðar erlendis
meðan prentmiðlar voru allsráðandi
en miklu síður eftir að ljósvakamiðlar
tóku forystuna hvað útbreiðslu snert-
ir. Í mörgum tilfellum þykir nú væn-
legra að ná markmiðum með styrk-
veitingu til fjölmiðla með því að
styðja við framleiðslu á efni sem við-
komandi fjölmiðill framleiðir og rit-
stýrir sjálfur enda er það talið til þess
fallið að styrkja rekstrarhæfi miðilsins
til lengri tíma, stuðla að fjölbreytni,
sjálfstæðum vinnubrögðum og óhæði
ritstjórnar.“
Þingmál af því tagi sem nú er til
umræðu á Alþingis hafa alltaf af og til
á liðnum áratug verið rædd. Þau hafa
þó fram til þessa ekki leitt til nokkurs
stuðnings af hálfu stjórnvalda til stað-
bundinna fjölmiðla á landsbyggðinni.
mm
Tillaga um stuðning við staðbundna
fjölmiðla á landsbyggðinni
Í veðurblíðunni síðastliðinn mánu-
dag var farið með gröfu frá B. Vig-
fússyni í fjöruna neðan við félags-
heimilið Klif í Ólafsvík. Þarna á stór-
straumsfjöru var Snæfellsbær að láta
framkvæma tilraun. Til stendur að
plægja niður í sandinn, eins utarlega
og hægt er, tvisvar sinnum fjögur-
hundruð metra langa lögn og sækja
í sandinn varma til að knýja varma-
dælu í félagsheimilinu Klifi. Ólafs-
vík er eins og kunnugt er á „köldu
svæði“ og því sjá bæjaryfirvöld fram
á mikinn sparnað með að kaupa
varmadælu til kyndingar.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri seg-
ir í samtali við Skessuhorn að sveit-
arfélagið hafi fengið styrk úr Orku-
sjóði til að framkvæma þessa tilraun.
„Þetta verður svokölluð vatn í vatn
varmadæla sem við kaupum í Klif.
Nú á mánudaginn vorum við að at-
huga hvort hægt væri að plægja lögn-
ina nægjanlega djúpt niður í sandinn,
en best væri ef hægt er að fara með
hana meter niður. Þá er síður hætta
á að sjórinn hreinsi sandinn ofan af
lögninni. Við vorum að athuga hvort
klappir eða önnur fyrirstaða væri á
þessu svæði. Okkur skilst að þetta
sé í fyrsta skipti sem sóttur er varmi
úr fjörusandi til að knýja varmadæl-
ur, en ýmsar aðrar útfærslur eru til.
Til dæmis er hægt að sækja varma í
mýrlendi og þá er varmadæla fyrir
björgunarmiðstöðina í Rifi sem nýt-
ir varma úr sjónum í höfninni. Fjar-
an við Klif er þetta fjögurra til sex
gráðu heit. Vökvinn í lögninni hitn-
ar í sandinum og varmadælan inni
í húsi nýtir hann síðan þannig að
vatnið verður mínus ein gráða þeg-
ar það kemur úr húsinu.“ Kristinn
segir að hér sé um skemmtilega til-
raun að ræða en mesta áhættan felist
í að sandurinn verði á of mikilli ferð
í fjörunni til að hann hreinsist ekki
ofan af lögninni eftir að hún hefur
verið plægð niður. Einnig er óvissa
um hitastigið í sandinum.
Kristinn áætlar að spara megi
50-60% í kyndingarkostnaði félags-
heimilisins ef vel tekst til með verk-
efnið. „Áætlaður stofnkostnaður
vegna tækja, búnaðar og vinnu er
6,2 milljónir króna. Kostnaður við
kyndingu hússins á ári er 2-3 millj-
ónir króna. „Því sjáum við fram á
að þessi framkvæmd gæti borgað sig
upp á þremur til fjórum árum ef vel
tekst til,“ segir Kristinn Jónasson.
mm
Sækja varma í sandinn til að
kynda félagsheimilið
Grafa frá B Vigfússyni ehf. í Snæfellsbæ var fengin til að plægja rásir í sandinn til
að kanna dýpt hans í fjörunni framan við Klif.
Mikið er um að vera í austanverðu
Ólafsvíkurenni. Þar hefur á und-
anförnum árum verið tekið tals-
vert af efni. Tvær beltagröfur frá
B.Vigfússon hafa að undanförnu
verið notaðar til að rippa og flokka
efni sem á að fara í þekjuna í höfn-
inni í Rifi. Þurfti að flokka stór-
grýtið frá og koma efninu niður
þar sem því var mokað á trailer og
ekið til Rifs. Af framkvæmdum í
Rifshöfn er það að frétta að búið
er að reka niður stálþilið í þess-
um áfanga. Hefur verkið gengið
vel þrátt fyrir að ekki hefur ver-
ið sérstök veðurblíða. Blásið hefur
hressilega annars slagið en við þær
aðstæður er ekki hægt að ráða við
plöturnar í stálþilið.
þa
Rippa og flokka efni í
Ólafsvíkurenni
Síðastliðinn föstudag féll grjótskriða
í vestanverðu Ólafsvíkurenni. Um
var að ræða tugi rúmmetra af efni
sem losnað hefur vegna leysinga og
úrkomu að undanförnu. Myndaðist
stór hola í Enninu og féll þónokkuð
af grjóti á veginn. Vegfarendur sem
komu að tóku sig til og hreinsuðu
grjót af veginum til að koma í veg
fyrir slys eða óhöpp. Á myndinni er
Svanur Tomma frá T.S. vélaleigu
síðan að hreinsa upp úr rennunni
við veginn en hún á einmitt af taka
við spýjum og grjóthruni af þessu
tagi.
þa
Spýja féll úr Enninu