Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 201724 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Dáleiðsla Hætta að reykja, betri svefn, léttast/þyngjast, og láta sér líða betur á margan annan máta. Ingibjörg Bernhöft hjúkrunarfr. og dáleiðslufræðingur Almennar bílaviðgerðir Rúðuskipti Smurþjónusta Stjörnuviðgerðir á framrúðu Dekkjaskipti og viðgerðir Tölvulestur Sólvellir 5 – Grundarfjörður – s: 438-6933 – kbbilav@simnet.is Opnunartími 8-12 og 13-17 – Verið velkomin Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, er sjö ára. Félagið stendur fyrir viðburði í Tónbergi, sal Tón- listarskólans á Akranesi, fimmtu- daginn 23. febrúar nk. kl. 20:00. Hinn kunni Mike Browne held- ur fræðsluerindi sem ber nafnið „Cameras don’t take pictures.“ Þar fjallar hann um ljósmyndun á sinn skemmtilega máta. Erindið er öll- um opið og er aðgangur ókeypis í boði Vitans. mm Fræðsluerindi um ljósmyndun Svipmynd úr starfi Vitans. Ljósm. gbh. Pennagrein Pennagrein Fyrir löngu er tímabært að Vestur- landsvegur og ástand hans komist í umræðuna af alvöru. Gríðarleg um- ferðaraukning hefur átt sér stað á landinu öllu og nú er það svo að um- ferðaræðar út frá höfuðborgarsvæð- inu eru komnar í þokkalegt lag fyr- ir utan Vesturlandsveg. Umferð um Kjalarnes er mikil um þröngan, illa farinn og illa upplýstan veg. Þessi vegur skiptir máli fyrir stóran hóp landsmanna. Þetta er ekki einung- is samgönguæð okkar Vestlendinga til og frá höfuðborginni, nei síður en svo. Stór hluti landsmanna notar þessa leið og þar með þennan veg á ferð sinni til og frá borginni svo ekki sé minnst á alla ferðamennina sem um veginn fara til að sækja ýmsar perlur landsins. Það eru gríðarleg vonbrigði að vegamálayfirvöld, ráðamenn höfuð- borgarinnar og ríkisvaldið í heild sinni leggi ekki meiri áherslu á úr- bætur á þessum hættulega vegarkafla. Umræður um Sundabraut hafa legið að mestu í láginni undanfarin ár en það er mat undirritaðs að af þeirri umræðu verði að dusta af rykið. Ör- yggismál varðandi umferðina út úr borginni hljóta að vega þar meðtal- in, ekki þarf mikið að gerast á leið- inni Ártúnsbrekka - Mosfellsbær til þess að allt hreinlega stíflist og t.d. forgangsumferð með veika og slasaða teppist. Við Vestlendingar höfum vissu- lega lagt ríka áherslu á úrbætur í sam- göngumálum vegna stóraukinnar umferðar á Vesturlandsvegi. Við höf- um verið hógvær í málflutningi okk- ar varðandi samgöngumál og höfum haft skilning á þörfum annarra landshluta sem hafa verið verR settir en sjá nú fram á betri tíð. Sýnið nú ábyrgð í verki ágætu ráðamenn sem farið með ákvörðunarvald í vega- málum, tökum þessa hættulegu leið frá Reykjavík að Hvalfjarðargöng- um til rækilegrar endurskoðunar til hagsbóta fyrir umferðaröryggi okk- ar landsmanna. Þegar þessi kafli er kominn í sómasamlegt lag getum við farið að tala um úrbætur á kaflanum frá Hvalfjarðargöngum upp í Borg- arnes og mögulega tvöföldun Hval- fjarðarganga. Byrjum þar sem hættan og þörfin er mest. Björn Bjarki Þorsteinsson Höf. er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð Við þurfum að ræða Vestur- landsveg – öryggisins vegna Mér gafst kostur á að sækja friðar- ráðstefnuna „World Summit 2017“ í Seoul í Suður-Kóreu í byrjun febrú- ar. Yfirskrift ráðstefnunnar var; frið- ur, öryggi og jöfnun lífskjara. Að ráð- stefnunni standa alþjóðleg friðar- samtök og alþjóðlegt samband þing- manna fyrir friði. SunHak-friðar- verðlaunin eru kennd við upphafs- menn þessara samtaka sem eru hjón- in Dr. Sun Myung Moon og Dr. Hak Ja Han Moon, eftirlifandi kona hans. Margt má segja um mikla upp- hafningu þessara einstaklinga á þeirra heimaslóðum í Suður-Kóreu en eitt er víst að friðarboðskapurinn einn og sér er vel þess virði að hafa ver- ið meðal þátttakenda í þessum fjöl- menna fundi ólíkra fulltrúa víðsvegar að úr heiminum sem koma saman til að hlusta á sjónarmið hvers annars. Markmiðið með ráðstefnunni er mjög gott. Það felur í sér samveru og samtal fulltrúa fulltrúa frá ólík- um þjóðum og menningarheimum sem koma saman til þess að leita leiða til að hindra stríðsátök og fátækt og einnig til að berjast saman fyrir bætt- um lífskjörum fátækra þjóða, auk- inni menntun, jöfnuði og jafnrétt kynjanna. Friðarverðlaun Friðarverðlaunin í ár fengu tveir einstaklingar sem hafa tileinkað líf sitt lækningum, hjálparstarfi og menntun á stríðshrjáðum svæðum. Dr. Gino Strada skurðlæknir frá Ítalíu sem veitt hefur yfir fjórum milljónum einstaklinga læknis- og neyðaraðstoð á stríðsátaka svæð- um og Dr. Sakena Yacoobi kennari og baráttukona sem helgað hefur líf sitt réttindum og menntun barna og kvenna í Afganistan. Þegar ég hlustaði á ræður þessara tveggja einstaklinga og kynningu á lífs- starfi þeirra veitti það manni trú á að mannkyninu er viðbjargandi og að það góða sigrar það illa að lok- um. Fjöldi framsögumanna héldu innihaldsríkar ræður þar sem rædd- ur var flóttamannavandinn, stríðs- átökin og þau sem ná ekki eyr- um alþjóðafjölmiðla og fátæktina sem færist á milli kynslóða og bága stöðu kvenna og barna í mörgum löndum. Mér gafst kostur á að flytja ræðu um frið, stöðu kvenna og jafnrétti á Íslandi á kvöldverðarfundi þing- kvenna sem byggja upp tengslanet um frið og stöðu kvenna og fjöl- skyldna í heiminum. Margar magnaðar ræður voru fluttar þar sem miklar tilfinningar brutust fram um ástandið í viðkom- andi landi eins og allar hörmung- arnar í Sýrlandi, flóttamannabúðir í Líbíu, stjórnmálaástandið og átökin í Tyrklandi og í Úkraínu svo eitthvað sé nefnt. Eins var það áhrifaríkt þeg- ar þingmaður Norður Kóreu ávarp- aði ráðstefnuna og kallaði eftir friði á milli Norður og Suður-Kóreu og sagði að hin miklu mótmæli á göt- um úti gegn spillingu tengdum ríkis- stjórn Suður-Kóreu hefðu aldrei ver- ið leyfð í sínu landi þar sem ekkert lýðræði ríkti. Ekki er friðvænlegt Ástandið í heiminum er ekki frið- vænlegt með stórhættulegan ruglu- dall sem forseta í Bandaríkjunum, valdamesta ríki heims. Forseta sem er spilltur auðjöfur og vill reisa girðing- ar á milli þjóða, mismuna á grund- velli trúarbragða og haldinn er kven- fyrirlitningu. Nýjasta útspil Donalds J. Trump forseta Bandaríkjanna er komubann til Bandaríkjanna á íbúa sjö landa múslimaríkja sem trúlega reynist stjórnarskrárbrot. Þar er kynnt und- ir hatri á grundvelli kynþáttafordóma og trúarbragðaskoðana og kyndir undir stríðsátökum í heiminum. Ekki má gleyma að minnast á stríðs- átökin í hinum fátækari ríkjum Afríku sem vilja oft gleymast þar sem ekki eru undirliggjandi hagsmunir stór- veldanna og auðlindir í fátækum ríkj- um sem auðhringir hafa sölsað und- ir sig. Við hér heima á Íslandi erum svo lánssöm að vera herlaust land og friðsöm þjóð þó sá ljóður sé á að vera ennþá í hernaðarbandalaginu Nató. Vinstri græn með Steingrím J Sigfússon sem fyrsta flutning- mann hafa lagt fram tillögu um kjarn- orkufriðlýsingu Norðurslóða og mik- ilvægt er að við tökum skýlausa af- stöðu þar og séum leiðandi í málefn- um Norðurslóða en Ari Trausti Guð- mundsson er formaður nefndar um Norðurskautsmál. Ísland á að vera leiðandi í allri frið- arumræðu og gera sig gildandi. Þótt lítið land sé þá getum við lagt okkar af mörkum til þess að stuðla að frið- vænlegri heimi. Það er horft til Íslands sem lýð- ræðisríkis sem hefur náð góðum ár- angri í mannréttindum, kvenfrelsi og sem velferðarsamfélag þó alltaf megi sannarlega gera betur. Við eigum að láta í okkur heyra hvar sem er og hve- nær sem er til þess að leggja okkar að mörkum á vogarskál friðar í heimin- um. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður. Er friður í boði í viðsjálli veröld?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.