Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 201726 „Hver er þinn eftirlætis tónlistarmaður/tónlistarkona?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Ásta Jenný Magnúsdóttir: „Freddy Mercury.“ Anton Kristjánsson: „Í svörtum fötum.“ Ásgeir Salberg: „Bob Dylan.“ Ingþór Bergmann Þórhallsson: „Ingi Björn Róbertsson.“ Vestlenskir körfuknattleiksáhuga- menn fylgdust spenntir með gangi mála í Maltbikar kvenna í liðinni viku. Á miðvikudaginn fylltu Borg- nesingar og Hólmarar Laugardals- höllina þegar Skallagrímur og Snæ- fell mættust í undanúrslitum. Leik- urinn var hnífjafn og æsispennandi, en alls 14 sinnum í leiknum voru liðin jöfn að stigum. Það var því við hæfi að leikurinn fengi hádrama- tískan endi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Snæfell leiddi með einu stigi, 67-68 þeg- ar 20 sekúndur voru eftir. Skalla- grímskonur tóku leikhlé og stilltu upp í skot. Með um tíu sekúnd- ur eftir á klukkunni fór leikkerfi þeirra af stað sem endaði með því að boltinn barst á Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún gerði sér lítið fyrir og setti niður sitt eina þriggja stiga skot leiksins þegar 4,6 sek- úndur voru eftir. Þar með skaut hún Skallagrími í úrslit bikarsins í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tap í spennandi úrslitaleik Í úrslitaleiknum á laugardag mættu Skallagrímskonur liði Keflavík- ur, sem bar sigurorð af Haukum í hinum undanúrslitaleiknum. Úr- slitaleikurinn fór sömuleiðis fram í Laugardalshöllinni í Reykja- vík. Þar urðu Skallagrímskonur að játa sig sigraðar eftir spennandi leik. Keflavík hóf leikinn af mikl- um krafti og hafði átta stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 22-14. Skalla- grímur lék betur í öðrum leikhluta, varnarleikur liðsins var öflugri og þrjú stig skildu liðin að í hálfleik en þá var staðan 37-34 fyrir Keflavík. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta sem einkenndist af mikilli baráttu. Keflavík náði síðan heldur yfirhöndinni og skipti sköpum góð hittni fyrir utan þriggja stiga lín- una. Staðan að loknum leikhlutan- um var 52-46 fyrir Keflavík. Mikil spenna einkenndi lokaleik- hlutann sem Keflavík leiddu fram- an af. Þegar um þrjár mínútur voru eftir var Keflavík komið með þægi- lega átta stiga forystu, 62-54. Þá kom góður kafli hjá Skallagrími. Fanney Lind Thomas setti nið- ur þriggja stiga körfu sem kveikti í stuðningsmönnum Skallagríms. Næsta sókn Keflvíkinga rann út í sandinn og Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir náði að minnka muninn í þrjú stig með góðri tveggja stiga körfu, 62-59. Keflavíkingar náðu ekki að svara þessu í næstu sókn og því fékk Skallagrímur boltann. Það nýtti Tavelyn Tillman sem skoraði góða körfu um leið og brotið var á henni. Vítaskotið setti hún niður í kjölfarið og því var staðan orðin jöfn í fyrsta skipti í leiknum 62-62 og aðeins 90 sekúndur eftir. Keflvíkingar náðu ekki að nýta næstu sókn og fengu Skallagríms- konur gott tækifæri til að komast yfir þegar mínúta var eftir. Þriggja stiga skot Tavelyn Tillman geigaði hins vegar og fór svo að Keflvík- ingar höfðu betur á lokametrun- um. Lokatölur leiksins urðu 65-62, Keflavík í vil. Stigahæst í liði Skallagríms var Tavelyn Tillman með 26 stig, en að auki tók hún sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Næst kom Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir með 13 stig og ellefu fráköst. Þrátt fyrir að hafa verið grátlega nærri sigri geta Skallagrímskon- ur borið höfuðið hátt eftir glæsi- lega frammistöðu í Maltbikarnum. Framundan er áframhaldandi bar- átta um Íslandsmeistaratitilinn. hlh/kgk Skallagrímur fór alla leið í úrslitin Skallagrímskonur urðu að sætta sig við silfurverðlaunin en mega vel við una. Aldrei hefur liðið komist jafn langt í bikarkeppninni. Ljósm. jho. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setur niður sigurkörfuna í undanúrslitaleiknum gegn Snæfelli. Ljósm. jho. Skallagrímskonur nutu góðs stuðnings Borgnesinga sem létu vel í sér heyra í stúkunni bæði í undanúrslita- og ekki síður í úrslitaleiknum. Ljósm. kgk. Tavleyn Tillman gerir atlögu að körf- unni í úrslitaleiknum gegn Keflavík. Ljósm. jho. Aaryn Ellenberg átti góðan leik fyrir Snæfell í undanúrslitum en það dugði ekki til. Ljósm. sá. Stuðningsmenn Snæfells eiga einnig hrós skilið fyrir framlag sitt til undanúrslita- leiks Vesturlandsliðanna á miðvikudag. Ljósm. jho.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.