Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 7. tbl. 20. árg. 15. febrúar 2017 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7- 02 14 Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL GeoSilica kísilvatnið fæst í vefverslun geoSilica www.verslun.geosilica.is og Í samgönguráðuneytinu er nú til skoðunar hugmynd um að hefja gjaldtöku á vegfarendur sem allar stofnbrautir til og frá höfuðborgar- svæðinu; á Suðurland, Reykjanes og Vesturland. Gjaldtaka myndi standa straum af verulegum endurbótum á þessum stofnleiðum. Jón Gunnars- son samgönguráðherra opnaði fyr- ir málið um helgina. Þá sagði hann í samtali við fjölmiðla að starfshóp- ur innan ráðuneytisins vinni nú að skilgreiningi þessara hugmynda um gjaldtöku. Um yrði að ræða Reykja- nesbraut frá Keflavíkurflugvelli, Vesturlandsveg allt í Borgarnes, að Sundabraut meðtalinni, og Suður- landsveg austur fyrir Selfoss með nýrri Ölfusárbrú, eða allar stofn- brautir sem tengja höfuðborgar- svæðið við landsbyggðina. Í fyrstu hugmyndum er gert ráð fyrir að áfram verði innheimt veggjald við Hvalfjarðargöng og að ökumenn hefðu þá val um að aka fyrir Hvalfjörð til að sleppa við að greiða gjald. Jón Gunnarsson segir að gjaldtaka með þessum hætti af notendum veganna sé þekkt aðferð erlendis og segir að flýta mætti upp- byggingu vegakerfisins hér á landi með þessum hætti. Ruðningsá- hrif yrðu m.a. þau að hið opinber gæti lagt meiri peninga í uppbygg- ingu vegakerfisins á öðrum svæð- um landsins. Jón hafnar því að með gjaldtöku af þessum toga sé brot- ið gegn jafnræði íbúa og vísar þar í gjaldtöku síðastliðin 18 ár í Hval- fjarðargöng. Ítrekaði ráðherrann meðal annars í viðtali við RUV á mánudagsmorgun að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um að velja þessa leið til skjótvirkari uppbygg- ingar samgöngukerfisins, en að orð væru til alls fyrst. Nú fengi málið umræðu á vettvangi fjölmiðla, hjá sveitarstjórnum og stjórnkerfinu í heild. Hóflegt gjald á reglulega notendur Ráðherrann ítrekar að eins og er sé einungis um hugmyndavinnu að ræða til að opna fyrir umræðuna. Í viðtali í morgunútvarpi sagði Jón að það væri eðlilegt að þessar pælingar hlytu gagnrýni. Sérstaklega af hálfu þeirra sem eru að nota vegina reglu- lega. Þeir telja sig búa við skarðan hlut við gjaldtöku af þessu tagi. „En auðvitað gengur svona hugmynd út á það að gjaldtakan verði tiltölulega rífleg á þá sem aka sjaldan um veg- ina, það er að segja að ferðamanna- straumurinn myndi borga hluta í þessu með okkur, á meðan að þeir sem aka reglulega þessar leiðir þyrftu að borga mjög lágt gjald,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali í morgunút- varpi RUV. mm Í skoðun að innheimta vegtolla til að flýta vegaframkvæmdum Núverandi stofnvegur um Kjalarnes er einn hættulegasti vegarkafli landsins. Ljósm. mm. 112 dagurinn var á laugardaginn. Þá buðu viðbragðsaðilar víða um Vesturland til dagskrár og opins húss í starfsstöðvum sínum. Hér er svipmynd úr Búðardal. Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.