Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 201712 Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir hjúkr- unarfræðingur var sett í starf for- stjóra Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands 1. febrúar síðastliðinn. Jó- hanna er fædd og uppalin á Akranesi og hefur starfað við stofnunina frá árinu 1981. Lengst af var hún deild- arstjóri á lyflækningardeild en hef- ur auk þess verið verkefnastjóri þró- unar- og gæðamála, hjúkrunarfor- stjóri, verkefnastjóri hjúkrunar og frá árinu 2012 hefur hún verið fram- kvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar við stofnunina. „Ég ætlaði upphaf- lega ekki að vera hér lengi,“ segir Jó- hanna í samtali við Skessuhorn. „Ég ætlaði í ævintýraleit en svo bara þró- aðist það þannig að ég hef verið hér allan þennan tíma. Það sem festi mig hér er sérlega góður starfsandi og skemmtilegur hópur. Hér hefur mér alltaf liðið vel og verið í skemmtileg- um verkefnum. Ég hef því ekki séð neina ástæðu til að skipta um vinnu- stað,“ heldur hún áfram. Jóhanna segist þó geta sagt að hún hafi unnið á þremur stofnunum á þessum tíma. „Ég byrjaði hér á Sjúkrahúsi Akra- ness, svo hét þetta Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi og frá 2010 hefur þetta verið Heilbrigðis- stofnun Vesturlands og þá breyttist stofnunin mikið.“ Öflug starfsemi Jóhanna er sett til eins árs á með- an Guðjón Brjánsson er í form- legu leyfi. Henni líst vel á starfið og er spennt að takast á við komandi verkefni. Hún segir þau þó vissulega krefjandi. „Mér hefur alltaf fundist gaman að breyta um vinkla. Þetta er spennandi, það er öflug starfsemi í allri stofnuninni og hér er stór hóp- ur frábærra og traustra starfsmanna og stjórnenda. Ég kvíði þessu því ekkert, enda skiptir miklu máli að hafa með sér gott fólk. En verk- efnin eru krefjandi og þau koma strax.“ Rósa Marinósdóttir hjúkrun- arfræðingur og sviðsstjóri hjúkrun- ar í heilsugæslu mun leysa Jóhönnu af sem framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar næsta árið. „Það var tek- in ákvörðun um að fá aðila úr okk- ar hópi í það. Hún hefur frá upp- hafi verið aðili í framkvæmdastjórn stofnunarinnar, sem fulltrúi heilsu- gæslunnar,“ segir Jóhanna. Stórar áskoranir framundan Aðspurð um hvort breytingar séu framundan segir Jóhanna að svo sé ekki. Þó séu nokkrar stórar áskor- anir sem blasi við. Sú stærsta sé að halda rekstrinum innan fjárheimilda. „Það er þetta stóra mál, okkar stóra áskorun. Það er ljóst að rekstur síð- asta árs er aðeins í mínus, það er um 0,6% halli. Það kom svo sem ekki á óvart og við óttuðumst þetta í fyrra. Við leggjum fram fjárhagsáætlun núna sem er með 0,8% afgangi, sem má ekki minna vera - það má ekkert út af bregða,“ útskýrir hún. Þá bæt- ir hún við að önnur stór áskorun sé að manna þjónustuna og að sífellt sé unnið að því að finna lausnir á þeim vanda. Líkt og fram hefur komið í Skessuhorni er læknaskortur yfir- vofandi á kvennadeild sjúkrahússins á Akranesi en auk þess er ljóst að yf- irlæknir á háls- og bakdeild stofnun- arinnar muni hætta á næstu misser- um. „Það er því mikil vinna lögð í að reyna að finna lausnir. Að fá lækna til starfa og viðhalda því þjónustustigi sem verið hefur. Við gerum allt sem við getum til að viðhalda því og ver- ið er að leita að eftirmönnum þess- ara lækna. Síðan þarf að viðhalda þjónustunni á heilsugæslustöðvun- um og það er viðvarandi verkefni.“ Endurbætur nauðsynlegar Fjórða stóra málið sem blasir við í rekstri stofnunarinnar segir Jóhanna snúa að tækjabúnaði. „Við þurfum að tryggja endurnýjun á mikilvæg- um tækjabúnaði og það veldur okk- ur í raun áhyggjum. Okkur sýnist við hafa tæplega 16 milljónir í tækja- kaup á árinu en mikilvæg endurnýj- un hljóðar upp á 98 milljónir.“ Hún segir stofnunina hafa verið heppna síðustu ár að hafa getað endurnýj- að tæki með því að afla sértekna og með hjálp öflugra bakhjarla á svæðinu. Nefnir hún Hollvinasam- tök HVE, Lionsklúbba, Oddfellow, félagasamtök auk einstaklinga. „Svo eru nærsamfélögin að gefa á hvern stað fyrir sig. Hvammstangi er til dæmis með sér hollvinasamtök sem hafa stutt vel við bakið á þeim. En án þessara aðila allra, fyrirtækja og einstaklinga, þá veit ég ekki hvar við stæðum í dag. Þessar gjafir hafa gert það að verkum að við höfum getað haldið uppi öflugri þjónustu,“ bæt- ir hún við. Þá segir Jóhanna að nauðsynlegt sé að koma endurbótum á húsa- kosti HVE af stað. Árlega er unnið að endurbótum á fasteignum stofn- unarinnar en tvö stór verkefni bíða. „Annars vegar þarf að taka miðhús- ið hér á Akranesi í gegn, það hefði þurft að taka það húsnæði í gegn fyrir löngu síðan. Þetta er verkefni sem unnið hefur verið að síðustu tólf ár en miðað hægt.“ Kostnaðar- áætlun og hönnun liggur fyrir en til að hægt sé að ráðast í framkvæmd- ir vantar fjármagn. „Þetta er miklu hærri upphæð en hægt er að fá úr því sem veitt er árlega til viðhalds og þarf því sérstaka fjárveitingu. Okk- ur liggur á að fá þetta lagað, enda er önnur deildin að verða fimmtug á næsta ári en hin orðin fertug. Inn- réttingar og aðbúnaður er því löngu orðinn úreldur,“ útskýrir Jóhanna. Stórt verkefni í gangi í Hólminum Hitt stóra verkefnið sem bíður er samþætting stofnanaþjónustu fyr- ir aldraða í Stykkishólmi. Fyrir sex árum voru gerð drög að því að sam- eina dvalarheimilið og sjúkrahúss- hlutann í Stykkishólmi, þannig að eftir endurbætur yrði í húsnæði HVE 18 rúma hjúkrunarheimili, fjögur almenn sjúkrarými auk háls- og bakdeildar. „Dvalarheimilið er í óviðeigandi húsnæði. Þetta er verk- efni sem er í gangi og hönnun langt komin. Þessu var áfangaskipt og fyrsta áfanga er lokið,“ segir Jó- hanna og á við þegar eldhús HVE og Stykkishólmsbæjar voru sameinuð í nóvember síðastliðnum. „Þar erum við búin að samþætta og bíðum nú eftir fjármagni til að geta haldið áfram. Við erum að vona að við get- um hið fyrsta tekið næsta skref, sem er að færa endurhæfinguna í Stykk- ishólmi á einn stað á jarðhæðina og því næst að deildirnar yrðu teknar. Okkur liggur á að sameina þetta.“ Markmið til þriggja ára Jóhanna segir engar umbylting- ar framundan á hennar fyrstu dög- um í starfi, heldur sé mikilvægt að halda áfram því góða starfi sem unn- ið hefur verið á undanförnum árum. „Heilbrigðisþjónustan er í raun þannig að við erum alltaf í aðhalds- og hagræðingaraðgerðum, á hverju ári. Þetta er fyrsta árið þar sem við sjáum í fjárveitingum lið sem heit- ir „1% raunvöxtur í rekstri“ og það er gaman að sjá það. Það er búið að tala mikið um að setja meira í heil- brigðisþjónustuna, það er ekki far- ið að skila sér alveg en þarna er þó verið að reikna 1% inn á hvert svið.“ Þá nefnir hún að nú sé búið að vinna ákveðna stefnumótun fyrir stofnunina, sem sé skemmtilegt. Öll ráðuneyti kölluðu eftir stefnumótun frá sínum undirstofnunum og skilaði HVE sínu plaggi til Velferðarráðu- neytisins í desember. „Í fyrsta sinn er búið að setja niður starfsáætlun til þriggja ára þar sem settar eru fram aðgerðir og verkefni fyrir hvert af sviðunum þremur, auk gæðaviðmiða og markmiða sem við ætlum að ná. Við erum að taka fyrstu skrefin og það er í raun fimmta atriðið í okk- ar áherslum, að koma okkur af stað í að vinna eftir þessu og því sem við höfum ákveðið að gera.“ Hún seg- ir því ótal skemmtileg verkefni blasa við. Hún nefnir að stofnuninni hafi gengið vel í liðskiptaaðgerðaátak- inu sem gert var í fyrra og að hald- ið verði áfram með það á þessu ári. „Það er gaman að segja frá því að við byrjuðum ekki í átakinu fyrr en 1. mars og vorum með 110 aðgerðir í okkar föstu fjárveitingum. En það voru gerðar 52 til viðbótar og við náðum því 162 aðgerðum. Á árinu 2017 er ráðgert að heildarfjöldi lið- skiptaaðgerða verði 180. Það er gleðilegt og við sjáum aukningu í starfseminni víða í stofnuninni. Ég get algerlega fullyrt að það er vax- andi starfsemi á ýmsum sviðum og það er mjög gleðilegt. En húsnæði er því miður víða orðið þreytt.“ Eitt bros getur miklu breytt Jóhanna er búsett á Akranesi ásamt eiginmanni sínum, Ara Jóhannes- syni lækni á Landspítalanum og rithöfundi. Saman eiga þau tvo syni og átti Ari tvo úr fyrra sam- bandi. Áhugamál Jóhönnu eru úti- vist, gönguferðir og ferðalög er- lendis. Hún segist ná að samtvinna áhugamálin og hefur ferðast víða. „Ég nýt þess líka að verja tíman- um í útivist í nærumhverfinu. Við hjónin förum í góðar gönguferðir í hverri viku,“ segir hún. Þá segist hún hafa gaman af fallegri náttúru og nefnir að margir fallegir stað- ir séu í landshlutanum. „Ég keyri mikið um Vesturland vegna vinn- unnar og sé alltaf nýja hluti í nátt- úrunni í hverri ferð og eins þyk- ir mér gaman að þekkja örnefni.“ Hún segir marga staði í Borgar- firði og á Snæfellsnesi vera í upp- áhaldi og hefur gaman af því að fara í dagsferðir á þá staði. „Svo er maðurinn minn í hestamennsku en ég hef ekki fundið mig í því. Ég hef stundum sagt að mér finnist skemmtilegra að vera á hjólhesti,“ segir hún og hlær. „En mér þykir líka mjög gaman í vinnunni. Maður spyr sig að því hvað maður getur gert sem ein- staklingur til að gera stofnunina að enn betri vinnustað og ég vil leggja mitt af mörkum við það. Það er mjög mikilvægt að hafa skemmti- legt í vinnunni af því að þar eyðum við svo miklum tíma vikunnar. Eitt lítið bros getur gert ótrúlega mik- ið. Ég hugsa oft út í þetta og ef það er erfitt, þá er ótrúlegt hvað einn lítill brandari eða eitt bros getur breytt miklu,“ segir Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE að endingu. grþ Skiptir miklu máli að hafa með sér gott fólk - segir Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir nýskipaður forstjóri HVE Jóhanna Fjóla ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar á HVE. Jóhanna gegndi starfi framkvæmda- stjóra hjúkrunar og rekstrar þegar myndin var tekin. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir tók nýverið við sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.