Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 23 Ingibjörg Jónsdóttir, Imba á Rauðs- gili eins og hún var jafnan kölluð, er látin 76 ára að aldri. Imba var fædd í Biskupstungum vorið 1940. Hún missti föður sinn ung og flutti þá ásamt móður sinni og tveim- ur systkinum til Reykjavíkur þar sem hún ólst upp. Ung gerðist hún kaupakona að Rauðsgili í Hálsasveit þar sem hún kynntist verðandi eig- inmanni sínum, Oddi Guðbjörns- syni bónda. Saman áttu þau tvö börn en Imba átti einn son áður. Mann sinn missti hún 1990 en bjó áfram á Rauðsgili til 1995 en flutti þá í Reykholt. Frá 1983 starfaði hún við héraðsskólann og síðar hótelið í Reykholti. Árið 2009 fótbrotnaði hún illa og veiktist í kjölfarið þannig að hún náði aldrei fullum líkamleg- um styrk að nýju. Hún flutti þá að Kleppjárnsreykjum en bjó í Brák- arhlíð í Borgarnesi síðustu æviárin. Þar lést hún í kjölfar skammvinnra veikinda 9. febrúar síðastliðinn. Imba á Rauðsgili var ákaflega litríkur karakter og aldrei var nein lognmolla í kringum hana. Marg- ir minnast hennar fyrir góðvild og glaðværð, smitandi hlátur og skemmtileg kynni. Skessuhorn sendir fjölskyldu, vinum og sam- ferðarfólki Imbu á Rauðsgili sam- úðarkveðjur. Jafnframt er henni þakkað fyrir vinsemd og hlýhug í garð starfsmanna og blaðs alla tíð. Útför Imbu frá Rauðsgili fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 18. febrúar klukkan 13:00. mm And lát: Ingibjörg Jónsdóttir Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 69 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Spakmæli.“ Vinningshafi er Bergvin Sævar Guð- mundsson, Hlíðarvegi 3, 350 Grundarfirði. Drápa Útvega Blað Bæli Rimla- kassi Geymsla Ella Hlýju Kaldi Planta Far- angur Næði Áhald Hrekkir 100 Á skipi Óhóf 3 Fyrr Fæddi Spann Gróður- ríki Rændi Agnir Átt Eyða Bunga Mjöður Hróp Brekka Hanki Dýpi Fen Vissa Sniðug Par Bor Leit Tvíhlj. Laðaði Píla Trylla 2 Rýja Mar- flatt Trit Ókunn Ikt Natni Kák Duft Tónn Beint Órar Á fæti Korn Dinglaði 6 Hæðir 1 Kona Spurn Að- finnsla Kvaka Óregla Hlass Sproti Rótar Innan Einstök Kyn Skörp Svall Erta 4 Grip Atorka Neyttu Bið Heil Loka Flan Talað Vangi Seðlar 8 Eldur Á reikn. Leyfist Hás Umbun Ferð Land- bára Skæði Tölur Þrykk Sveim Tónn Skyn Svik Eignir Hólmi Agnúi Kring- um Grandi Tónn Fluga Sat 5 Risa Hávaði Kúgun Uppi- staða 7 Skoða Svall 1 2 3 4 5 6 7 8 Ö N D V E R Ð U R A M M A N F Ö R O K I N Ó T A A G A U T A N I L J A R K U N N N U S A L L A R Á L A R Ó D R L Á L A Ð A R R Á F A E F F Ó R T Ó M A T A R E I N D Æ M A A S A S T Í R Y R K R E D D U R S K I N N A M D S A T Á T U I N N T I A F T U R R Ý R A N Ó M J Ó N A O R F K A N N H A Ó L K U I A S K A N A L S L Ó Ð S K A U T S L U G S L Á U L L R A S K A S I A F L L Ó N P J A T T S K R U M R Ó T P Á R T A K Æ Ð R A K A N E I R I Ð A R A N N S P A K M Æ L I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Síðastliðinn föstudag opnaði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra nýja vef- síðu sem Vinnumálastofnun hef- ur sett upp í samvinnu við Rík- isskattstjóra, Vinnueftirlitið, Al- þýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Hér er á ferðinni upplýsingasíða þar sem nálgast má fræðslu um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja sem senda fólk til starfa hér á landi auk lagareglna sem gilda um starfsemi starfsmannaleiga hér á landi. Vef- síðan er liður í því að bæta upp- lýsingagjöf til erlendra aðila sem starfa tímabundið hér á landi og tryggja að þeir starfi í samræmi við lög og reglur. Að sögn starfsfólks Vinnumálastofnunar hefur ver- ið þörf fyrir slíka upplýsingasíðu en fjöldi erlendra fyrirtækja sem starfa hér á landi og starfsmenn á þeirra vegum hefur farið stigvax- andi frá árinu 2015. Voru alls 54 erlend þjónustufyrirtæki skráð til Vinnumálastofnunar á síðasta ári með samtals 996 starfsmenn. Þá var fjöldi starfsmanna á vegum starfsmannaleiga, innlendra sem erlendra, samtals 1527. „Með til- komu vefsíðunnar munu þessir aðilar með einföldum hætti geta nálgast helstu upplýsingar á ein- um og sama stað. Verður þar með- al annars að finna upplýsingar um kaup og kjör, vinnuvernd, skatta- mál, mat á starfsréttindum, skrán- ingu til Þjóðskrár og upplýsingar um skráningaskyldu erlendra fyr- irtækja til Vinnumálastofnunar og svo framvegis,“ segir í tilkynn- ingu. mm Vefsíða um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja Ráðherra opnaði nýju vefsíðuna í húsnæði Vinnumálastofnunar. Mikil öðlungskona er nú fallin frá. Imba á Rauðsgili náði ekki að verða 77ára gömul, en gleðin og góðvild- in sem hún veitti var miklu meiri en þessi ár segja til um. Ég kynntist Imbu þegar ég flutti í Reykholt 2004 til að reka Foss- hótelið, en hún vann við það í mörg herrans ár. Þar tók hún á móti mér eins og ég væri hennar fjölskyldumeðlimur. Hún var mér innan handar með allt mögulegt varðandi reksturinn og nýja búsetu í sveitinni. Ekki bara það heldur hvatti hún mig til að „athuga nú betur með hann Steina“ sem er maðurinn minn til 10 ára í dag. Ég á henni margt að þakka. Ógleym- anlegar eru stundirnar þegar hún spáði fyrir mér og Auði stjúpdótt- ur minni í kaffibolla, eða með tarot spilum. Peysur á ýmsum flækju- stigum hafa komist á rétta braut eftir að hún, þolinmóð, rakti upp vitleysurnar hjá mér og kom mér á rétta braut. Stuðningur hennar þegar eitthvað bjátaði á er ómet- anlegur. Hjá henni var mér allt- af tekið opnum örmum. Imba var mér sannkallaður „velgjörari“ og finnst mér því við hæfi að vísa Bólu Hjálmars úr vísnaflokkinum Vísur til dulins velgjörara komi hér: Víða til þess vott ég fann, þó venjist frekar hinu, að guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Elsku Imba mín, þín er sárt saknað. Sigrún Hjartardóttir, Hátúni. Imba á Rauðsgili - minning

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.