Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2017 21 klætt með bogavölsuðu stáli sem er extra ammoníaksþolið, sérstaklega ætlað í landbúnaðarmannvirki,“ segir Stefán. Tvöfölduðu starfsemina á Flúðum Á síðasta ári var ráðist í töluverð- ar fjárfestingar innan fyrirtækisins. „Það var reist 2.700 fermetra verk- smiðjuhús fyrir steinullareininga- framleiðslu fyrirtækisins á Flúðum og fjárfest í nýrri einingalínu fyrir framleiðslu á steinullareiningum. Þar höfum við nú tök á að fram- leiða við bestu aðstæður mjög full- komnar yleiningar þar sem stál er límt á sitthvora hlið steinullarinnar. Steinullareiningar eru einn af betri kostunum í einangrun húsa. Með framkvæmdunum á Flúðum höf- um við styrkt stöðu fyrirtækisins þar, rekum nú tvær verksmiðjur á sömu lóðinni og framleiðum burð- arvirki og einangraðar einingar á sama stað. Það skilar fyrirtækinu mun betri framleiðni og vonandi betri afkomu,“ segir Stefán. „Með þessari nýju framleiðslu horfum við á nýja markaði, svo sem inná íbúð- arhúsamarkaðinn, en eigum eftir að sjá í framtíðinni hvaða tækifæri og markaði þetta færir okkur. En við erum þegar komnir með verkefni þar sem þessi framleiðsla er nýtt í þök og veggi íbúðarhúsa,“ bætir hann við. Góð verkefnastaða Aðspurður um verkefnastöð- una fyrir komandi ár segir Stefán hana líta vel út og væntir þess að verkefnum muni fjölga enn frek- ar. „Staðan er nokkuð góð og við höfum fengið mikinn fjölda fyrir- spurna til okkar undanfarið. Fyrir- spurnir gefa jafnan góða vísbend- ingu um verkefni sem eru ókomin. Þannig að árið 2017 lítur mjög vel út í flestum framleiðslueiningum okkar,“ segir hann. „Þá hefur samstarf við endur- söluaðila okkar verið afar gott og góð sala verið á flestum okkar framleiðslu- og endursöluvörum, sérstaklega þeim sem framleiddar eru hér í Borgarnesi. Við höfum lagt áherslu á að vanda okkur í að vera samkeppnishæf því annars er ekki hægt að ætlast til þess að end- ursöluaðilarnir kaupi okkar vöru. Það hefur gengið vel og samstarf- ið við þessa aðila verið afar gott,“ segir Stefán. Naglaframleiðslu verður hætt Í höfuðstöðvunum í Borgarnesi er einnig staðsett hin fræga nagla- framleiðsla fyrirtækisins þar sem framleiddir eru hinir landsþekktu Vírnets naglar. „Naglaframleiðsl- an var upphafið að rekstri fyrir- tækisins árið 1956 og fagnaði sá hluti fyrirtækisins 60 ára afmæli á síðasta ári,“ segir Stefán en bætir því við að senn verði sú framleiðsla þó aflögð. Markar það tímamót í sögu fyrirtækisins. „Það liggur fyr- ir að naglaframleiðslu í Borgarnesi verði hætt á þessu ári. Það er full- reynt að okkar áliti og framleiðsla á þessari vöru er engan veginn arðbær,“ segir hann. Frumástæð- ur segir hann vera þær að notkun nagla hafi dregist verulega sam- an undanfarin ár. „Það hefur orð- ið breyting í notkun á festingum. Í dag nota menn fyrst og fremst skrúfur og aðrar viðlíka festing- ar. Síðan koma naglarnir. Þegar ég byrjaði hér árið 1999 var heild- arframleiðsla á nöglum 500-600 tonn á ári en á síðasta ári var hún komin niður í um 160 tonn. Auð- vitað hjálpar okkur ekki heldur í þessu samhengi að sterk króna hef- ur gert okkur mjög erfitt að keppa við innflutta nagla og festingar, því þetta er vara sem er ekki hægt að verðleggja nema út frá samkeppn- inni. Reiknisdæmið lá því ljóst fyr- ir, það er ekki hagkvæmt að fram- leiða nagla á Íslandi miðað við ís- lenskar markaðsaðstæður. Sömu- leiðis er útilokað að framleiða nagla til útflutnings. Naglafram- leiðsla og -notkun í Evrópu hefur dregist saman í nákvæmlega sama hlutfalli og hér,“ útskýrir Stefán. Færa út kvíarnar Á áramótum var ákveðið að kaupa fyrirtækið Bindir & stál í Hafnar- firði og verður rekstur þess vænt- anlega með tímanum felldur inn í rekstur Límtrés Vírnets. En starf- semi þess fyrirtækis verður þó með óbreyttu sniði út þetta ár. „Bindir & stál hefur verið leiðandi í þjón- ustu við verktaka í járnabeyging- um og fylgiefni og boðið tækni- lausnir fyrir steypustyrktarjárn til sölu,“ segir Stefán. Með kaup- unum horfa stjórnendur Límt- rés Vírnets til þess að hasla sér völl í fleiri hlutum byggingageir- ans. „Okkar starfsemi er náttúru- lega í húsbyggingum en við höfum aldrei áður verið beint í steypu- vinnunni. Með þessum kaupum þá sjáum við tækifæri til að koma okkur aðeins að þar. Hugmyndin er að færa þessa starfsemi að hluta til í Borgarnes í framtíðinni, en að halda hluta hennar áfram á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Stefán Logi að lokum. kgk Alls tóku 36 sundmenn frá Íþróttabandalagi Akraness þátt í Gullmóti KR sem haldið var um helgina í 50m laug í Laugardaln- um. Sundmennirnir voru á aldr- inum 11 – 20 ára. Kristján Magn- ússon var einn af þeim sem bætti sig mikið um helgina og setti nýtt Akranesmet í 100m flugsundi í flokki 12 ára og yngri á tímanum 1.33.53, en hann bætti met Sindra Andreas frá árinu 2013. Alls voru 155 bætingar hjá sundmönnunum af Akranesi af 199 stungum í laug- ina og er það mjög athyglisverður árangur. Margir náðu einnig lág- marki á Aldursflokkameistaramót Íslands sem fram fer í júní en þau Guðbjarni Sigþórsson, Tómas Týr, Freyja Hrönn og Aldís Thea náðu sínum fyrstu lágmörkum á það mót um helgina. Rakel Katrín Sindradóttir, Bjarni Snær Skarphéðinsson, Sól- ey Saranaya Helgadóttir og Ma- teuz Kuptel voru einnig meðal þeirra sem náðu að bæta sína tíma vel. Á laugardagskvöldið fór svo fram Superchallenge, en þar eru úrslit úr 50m skriðsundi synt und- ir tónlist og ljósasýningu og þar áttu Skagamenn sex sundmenn sem áttu góðar bætingar. Kristján Magnússon endaði þar í þriðja sæti sveina, bróðir hans Erlend hafnaði einnig í þriðja sæti í flokki 15-17 ára ásamt Brynhildi Traustadótt- ur. Una Lára Lárusdóttir hafnaði í 6. sæti og Sindri Andreas í því 8. í opnum flokki. Ngozi Jóhanna Eze nældi sér svo í 8. sætið í flokki 13-14 ára. Mjög góður árangur hjá krökkunum. Boðsundssveitirnar frá Akra- nesi náðu góðum árangri og voru í verðlaunasæti í harðri keppni við góð lið frá Íslandi og einnig syntu þar margir sterkir sundmenn frá Kuwait sem gerði gæði mótsins enn meiri og skemmtilegra. Þeir sundmenn sem syntu til verðlauna að þessu sinni voru: 1. sæti Brynhildur Traustadóttir 200 skrið 15 ára og eldri 2. sæti Ragnheiður Karen Ólafs- dóttir 100 bringa 13-14 ára 3. sæti Ragnheiður Karen Ólafs- dóttir 200 bringa 13-14 ára 3. sæti Brynhildur Traustadóttir 50 skrið 15-17 ára 3. sæti Kristjan Magnusson 50 skrið 12 og yngri 3. sæti Erlend Magnusson 50 skrið 15-17 ára. Boðsund: 1. sæti 4x100m fjórsund 15 ára og eldri: Sindri Andreas, Erlend, Atli Vikar, Natanael 1. sæti 4x100m fjórsund 13-14 ára: Anita Sól, Ragnheiður, Ngozi, Erna 1. sæti 4x100m fjórsund 13-14 ára: Ragnheiður, Anita Sól, Lára Jakobína og Ngozi. 2. sæti 4x100m fjórsund 15 ára og eldri: Una Lára, Ásgerður, Bryn- hildur og Eyrún. 3. sæti 4x50m fjórsund 12 ára og yngri: Bjartey, Íris Rakel, Ingi- björg Svava, Freyja Hrönn. hhf/mm Nýtt Akranesmet og mikil bæting á Gullmóti KR um helgina Sundfólkið frá Akranesi ásamt gestunum frá Kuwait. Ragnheiður, Aníta, Ngozi og Lára. Brynhildur, Erlend og Magnús náðu öll góðum árangri á mótinu. Tómas Týr og Guðbjarni. Síðasti pappasaumurinn sem nú bíður þess að fá galvanhúð. Á síðasta ári landaði Límtré Vírnet stærsta einstaka samningi sínum frá upphafi, þegar fyrirtækið samdi við dótturfélag Icelandair um byggingu 11 þúsund fermetra flugskýlis á Keflavíkurflugvelli. Ljósm. fengin af facebook-síðu Límtrés Vírnets.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.