Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 15.02.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 201716 Margar iðn- og verkgreinar hér á landi eru afar karllægar og skortur er auk þess á fagmenntuðu fólki í ýmsum þeirra. Heildarfjöldi karl- manna sem lokið hafa sveins- prófi í löggildri iðngrein á Íslandi er 32.641. Heildarfjöldi kvenna er 5.151, eða innan við 16%. Nú hef- ur Tækniskólinn, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á land- inu, ákveðið að standa fyrir átakinu „Kvennastarf“ sem vísar til orðróms um að starfsgreinar séu flokkaðar í kvennastörf og karlastörf. Á vefsíðu átaksins segir að kynferði eigi ekki að þurfa að hafa áhrif á námsval eða starfsvettvang. Hefðbundin verka- skipting kynjanna sé úrelt og eigi ekki lengur við í nútíma samfélagi. Slíkt má til sannsvegar færa. En til að breyta þessu þarf átak þar sem margir þurfa að koma við sögu. Til marks um kynjahalla í iðngreinum hér á landi má nefna sem dæmi að í pípulögnum hafi 1.159 einstakling- ar lokið námi frá upphafi og þar af eru fjórar konur, eða 0,35%. Þetta hefur lítið breyst því í dag eru 55 manns við nám í pípulögnum og þar af er ein kona. Í til þess að gera nýjum iðngreinum er sviðað uppi á teningnum. Í forritun á tölvubraut í Tækniskólanum eru 260 manns við nám og þar af eru 8 stúlkur, eða 3% nemenda. Burt með staðalímyndir Hlutfall kynja er snöggtum skárra í nokkrum öðrum iðngreinum. Í matreiðslunámi eru til að mynda 87 nemendur á vorönn 2017 í MK og VMA. Þar af eru 23 konur eða um 35%. Meðal þeirra er ung- ur Snæfellingur, Lilja Hrund Jó- hannsdóttir, frá Rifi. Hún stefn- ir á að ljúka námi í matreiðslu frá MK fyrir lok þessa árs. Lilja Hrund segir að henni líki matreiðslunám- ið vel en hún býr að góðum grunni því auk þess að hafa stundað námi í Fjölbrautaskóla Snæfellinga dreif hún sig í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað áður en hún hóf hóf að nema kokkinn. „Þrátt fyrir að kokkurinn sé alveg eins fyrir okk- ur konurnar eins og karlana, þá er kynjahallinn mikill í náminu hjá okkur. Við erum til dæmis fimm stelpurnar af 25 sem erum á öðru ári í námi í MK. Þess vegna vil ég hvetja aðrar stelpur til að kynna sér þetta nám vel. Ekki hika við að inn- skrá sig í skólann eða í það iðnnám sem heillar þrátt fyrir allar staðalí- myndir,“ segir hún. Lilja Hrund segir að mjög al- gengt sé að fólk sem lokið hafi bók- námi í háskóla vendi sínu kvæði í kross og byrji iðnnám, sæki sér menntun þar sem augljós skortur er á starfsfólki. „Það er algengt að fólk fari í iðnnámið þegar það sér hversu mikil tækifæri felast í því. Við í skólanum stöndum núna sam- an að vitundarvakningu sem miðar að því að breyta þeirri staðalímynd í samfélaginu að allir verði að fara í bóknám. Það er ekki jafnvægi í þessu í þjóðfélaginu og því viljum við breyta. Það er skortur á iðn- menntuðu fólki en að sama skapi eru alltof margir í bóknámi þar sem atvinnumöguleikar eru jafnvel tak- markaðir.“ Getur vel hugsað sér að kokka á heimaslóðum Lilja Hrund segir að hún hafi ver- ið búin að prófa að vinna á veit- ingastað áður en hún innritaði sig í skólann. „Auk námsins í hús- stjórnarskólanum vann ég um tíma á Hótel Hellissandi og á Hraun- inu í Ólafsvík. Mér líkaði sú vinna vel. Eina sem truflaði mig áður en ég innritaði mig til náms var að matreiðslu fylgir óneitanlega mikil vaktavinna. Það er hins vegar eitt- hvað sem allir eiga að geta tekist á við. Svo skemmir ekki að laun- in eru býsna góð í mörgum þessara greina.“ Lilja Hrund er í verknámi sínu á Vox Hilton og segir stór- an hóp matreiðslunema og kokka starfa þar, eða um tuttugu manns. „Við erum nokkrar stelpur í hópn- um, erum í minnihluta, en hér eru vaktir tvískiptar og alltaf um fimm- tán að störfum í einu.“ Aðspurð að lokum segir hún hreint ekki úti- lokað að hún ráði sig til starfa á æskuslóðunum. „Það kemur vel til greina. Fyrst ætla ég hins vegar að ljúka náminu, sé svo til,“ segir hún að lokum. mm Júlíana – hátíð sögu og bóka hefst í Stykkishólmi á fimmtudag og lýkur á sunnudaginn. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er hald- in. Þema hennar að þessu sinni er þorpið. Leshringur hefur verið í gangi og er viðfangsefni hans bók- in Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Sögusvið bók- arinnar er einmitt Stykkishólm- ur en Guðrún dvaldist í íbúðinni í Vatnasafninu og fékk þaðan inn- blástur að verkinu. Þá hefur ýmiss undirbúningur átt sér stað m.a. í grunnskólanum. Hátíðin verður sett klukkan 21 á fimmtudaginn í Vatnasafninu. Auk tónlistar og ljóðaflutnings mun Haraldur Sigurðsson eld- fjallafræðingur segja frá lífi drengs í Hólminum. Veitt verður viður- kenning fyrir framlaga til menn- ingarmála. Á föstudeginum og laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá á alls sex stöðum í bæj- arfélaginu þar sem komið verður saman á Hótel Egilsen, í gömlu kirkjunni, á Amtsbókasafninu, Eldfjallasafninu, Bókhlöðustíg 1 og Laufásvegi 17. Hátíðinni lýkur í hádeginu á sunnudaginn. Nálgast má upplýsingar um dagskrá á Fa- cebook síðu Júlíönu - hátíð sögu og bóka. mm Hátíð bóka og sögu í Hólminum Mynd úr safni Skessuhorns af hátíðinni. Upplestur í gangi í Bókaverzlun Breiða- fjarðar. Háskólinn á Bifröst hefur verið í góðri sókn síðustu árin. Alls eru um 600 nemendur skráðir til náms við skólann á vorönn 2017 sem er svipaður fjöldi og var á sama tíma í fyrra. Flestir eru nemendurnir í grunn- og meistaranámi eða tæp- lega 500. Undanfarin ár hefur nem- endafjöldinn farið vaxandi við Há- skólann á Bifröst og á það við á öll- um skólastigum; símenntun, Há- skólagátt, grunn- og meistaranám. Í nýjasta fréttabréfi skólans seg- ir að nýtt ári fari vel af stað. Nærri 40 nýir nemendur hófu skólagöngu í janúar síðastliðnum. Flestir hófu nám í grunn- og meistaranámi, eða 34, en aðrir byrjuðu annars vegar í Háskólagátt og hins vegar í opnu námi. Er þetta þriðja árið í röð sem tiltölulega stór hópur kemur inn í skólann á vorönn og hafa þeir ver- ið stærri en áður tíðkaðist á vorönn. Nú á vorönn hófst nýtt meistara- nám í viðskiptalögfræði, MBL, og á haustönn hefst nýtt meistaranám í markaðsfræði innan viðskiptadeild- ar. „Háskólinn á Bifröst hefur alltaf þurft að berjast fyrir tilveru sinni en hann verður 100 ára stofnun á næsta ári sem segir að árangur hafi náðst í þeirri baráttu og hún hefur líka mótað Bifrastarandann,“ sagði Vilhjálmur Egilsson rektor m.a. í skeleggri grein sinni um stöðu Háskólans á Bifröst sem birtist í Skessuhorni nýverið. mm Háskólinn á Bifröst í góðri sókn á nýju ári Svipmynd frá útskriftarathöfn frá skólanum á síðasta ári. Ljósm. úr safni. HB. Sláandi kynjahalli í hinum ýmsu iðngreinum „Fólk á ekki að hika við að læra það sem það langar - óháð kyni“ Lilja Hrund Jóhannsdóttir nemi í matvælafræði tekur þátt í vitundarvakningu þar sem fólk er hvatt til að skoða iðnnám með opnum huga. Kokkar hafi til dæmi góða atvinnumöguleika og launin laði einnig.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.