Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 20172 Grundfirðingar og Snæfellingar allir hafa verið duglegir að bregða sér í brekkuna síðan skíðasvæði Snæfellsness var opnað eftir end- urbætur og viðvarandi snjóleysi. Skíða- og brettaáhugafólk af Vest- urlandi öllu er hvatt til að nýta sér aðstöðuna því á næstu dögum fer að hlána, ef spár veðurfræðing- anna ganga eftir. Norðan- eða norðaustan 8-13 m/s á morgun með slyddu eða rigningu, en léttskýjað á suð- vesturhorninu. Hiti um eða yfir frostmarki við suður- og austur- strönd landsins en annars vægt frost. Austlæg átt, víða 5-8 m/s á föstudag. Skýjað með köflum og vægt frost, en 8-15 m/s með rigningu eða slyddu og hiti 0 til 5 stig við suðurströnd landsins. Á laugardag gengur í hvassa aust- anátt með talsverðri rigningu eða slyddu, en úrkomulítið á Norður- landi. Hiti 0 til 7 stig. Hæg suðaust- læg eða breytileg átt og úrkomu- lítið á sunnudag. Hiti breytist lítið. Á mánudag er útlit fyrir ákveðna sunnanátt með rigningu, einkum á Suðurlandi. Hlýnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Finnst þér gaman að skila skattaskýrslunni?“ 37% svöruðu „Já, ég læt mig hafa það“ og 33% sögðu „já, ég elska það“. 15% sögðu „nei, ég líð fyrir það“ en 10% sögðu „nei, fæ frest eða skila of seint“. 5% svarenda hafa ekki upplifað þá nautn sem fæst af því að skila skattaskýrslu, sögð- ust einfaldlega ekki skila neinni slíkri. Í næstu viku er spurt: Hversu oft týnirðu sjónvarpsfjarstýringunni? Skagamaðurinn Knútur Hauk- stein Ólafsson vann nýverið til verðlauna fyrir stuttmynd sína IN- FERNO á kvikmyndahátíð í Miami. Knútur er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Fermingarblað í næstu viku SKESSUHORN: Með Skessuhorni í næstu viku fylgir árlegt Fermingarblað sem helgað er þessum tíma- mótum í lífi unga fólksins. Fyrstu fermingar á Vestur- landi verða sunnudaginn 19. mars en fermt verður í lands- hlutanum fram á vor. Þeim auglýsendum sem vilja nýta sér blaðið er bent á að hafa samband við auglýsingadeild í síma 433-5500 eða með því að senda tölvupóst í síðasta lagi föstudaginn 10. mars á auglys- ingar@skessuhorn.is. Áhuga- vert efni sem gæti átt heima í slíku blaði sendist á skessu- horn@skessuhorn.is. -mm Slasaðist á fingri VÍKINGUR: Það óhapp varð um borð í Víkingi AK síðdeg- is í gær að sjómaður slasaðist á fingri. Teknar voru myndir af áverkanum og að höfðu sam- ráði við lækni var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæsl- unnar eftir hinum slasaða. Að sögn Alberts Sveinssonar skip- stjóra var skipið statt um 5,5 sjómílur norðvestan við Önd- verðarnes á Snæfellsnesi þeg- ar óhappið varð. Verið var að ljúka við kast og pokinn kom- inn á síðuna er ólag kom á híf- inguna með þeim afleiðingum að svokallað rykkitóg vafð- ist um hönd eins skipverjans. ,,Það var strax gert að sárinu og myndir teknar. Læknir í landi skoðaði þær og mat hans var að best væri að senda þyrlu eftir hinum slasaða. Við eig- um von á henni laust upp úr kl. 17,“ sagði Albert Sveins- son á vef HB Granda síðdeg- is í gær. -mm Fundað með hestamönnum VESTURLAND: Félag hrossabænda og Fagráð í hrossarækt stendur þessa dag- ana fyrir fundaferð um land- ið þar sem málefni hesta- manna verða rædd. Meðal annars verður rætt um félags- kerfi hrossabænda, markaðs- mál, þróun ræktunarmark- miðs í hrossarækt og dóms- kala, nýjungar í skýrsluhaldi og fleira. Með fulltrúum Fé- lags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni for- manni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjáns- syni, ábyrgðarmanni í hrossa- rækt, verður fulltrúi Lands- sambands hestamannafélaga og munu þau verða frum- mælendur. Hér á Vesturlandi verður fundað á Hvanneyri fimmtudaginn 9. mars klukk- an 20:30. -mm Búsetukjarna verður fundin lóð Sambýlið við Laugarbraut á Akranesi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Fulltrúar fjarskiptasjóðs og 24 sveitarfélaga víðs vegar um land- ið skrifuðu í síðustu viku und- ir samninga um styrki sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ljósleið- aravæðingar þeirra í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, staðfesti einn- ig samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram á skrif- stofu Sambands íslenskra sveitar- félaga. Sveitarfélögin 24 fá samtals 450 milljónir króna í styrki, allt frá um 1,5 milljónum króna upp í nærri 63 milljónir. Auk styrkja frá fjarskiptasjóði þá leggja íbúar og sveitarfélög að lágmarki 350.000 kr. af mörkum vegna hverrar tengingar en í mörgum tilfellum er þörf á töluvert hærra framlagi heimamanna. Í þeim tilfellum að sveitarfélag ætlar ekki að eiga og reka eigið kerfi greiða fjarskipta- fyrirtæki fyrir það að eignast slík kerfi eða reka fyrir hönd sveitar- félagsins. Landsátakið í ljósleiðaravæð- ingu, Ísland ljóstengt, hófst vorið 2016 þegar fjarskiptasjóður bauð sveitarfélögum að sækja um styrk úr 450 milljóna króna potti til að leggja ljósleiðara í viðkomandi byggðarlag. Fjórtán sveitarfélög fengu styrki og lögðu sjálf fram viðbótarfjármagn eða fengu fjar- skiptafyrirtæki í lið með sér. Alls náðu þau að tengja um eitt þús- und heimili og fyrirtæki í þessum áfanga. Í ár var aftur boðinn fram 450 milljóna króna pottur og verð- ur unnt að tengja um 1.400 nýja staði. Gera má ráð fyrir að þegar verkefnum ársins lýkur verði eftir kringum 1.600 ótengdir staðir. „Í verkefninu hefur mikil áhersla verið lögð á hagkvæma samlegð með öðrum mögulegum veitu- framkvæmdum og hagkvæma nýt- ingu innviða sem fyrir eru. Mark- mið átaksins er að 99,9% lög- heimila og fyrirtækja eigi kost á að minnsta kosti 100 Mb/s þráð- bundinni nettengingu árið 2020. Ljósleiðaravæðing utan þéttbýlis stuðlar jafnframt að uppfærslu stofnkerfa fjarskipta á landsvísu og er hún þannig forsenda áreið- anleika, útbreiðslu og gagnaflutn- ingshraða allra farneta utan þétt- býlis,“ segir í tilkynningu frá fjar- skiptasjóði. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verða það sjö sveitar- félag á vestanverðu landinu sem fá styrki. Það eru: Akraneskaupstaður 2.936.250 kr. Dalabyggð 8.680.000 kr. Grundarfjarðarbær 15.468.559 kr. Kjósarhreppur 25.000.000 kr. Reykhólahreppur 19.000.000 kr. Skorradalshreppur og Borgarbyggð 16.417.191 kr. Snæfellsbær 46.498.000 kr. mm Skrifað undir samninga um ljósleiðaravæðingu ársins Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstað- ar fimmtudaginn 2. mars síðastlið- inn, var skipulags- og umhverfis- sviði bæjarins falið að finna lóð und- ir byggingu nýs búsetukjarna fyrir fólk með fötlun á Akranesi. Búsetumál fólks með fötlun á Akranesi voru til umræðu í Skessu- horni í síðustu viku. Faðir manns sem býr að sambýlinu við Laugar- braut gagnrýndi bæjarfélagið fyr- ir að sambýlið væri ofsetið og að ekki hefði verið fundin lausn á bú- setumálum þessa hóps til framtíð- ar. Sviðsstjóri velferðar- og mann- réttindasviðs staðfesti í samtali við blaðið að sambýlið væri ofsetið, þar byggju sjö en húsnæðið væri ætlað sex íbúum. Sviðsstjóri sagði jafn- framt frá því að bygging búsetu- kjarna væri í undirbúningi, en þá hafði hvorki verið ákveðið hvar sá búsetukjarni yrði staðsettur né hve- nær hann verður byggður. Hins veg- ar, eins og sviðsstjóri greindi frá í síðustu viku, hafði starfshópur um byggingu búsetukjarna lagt til að kjarninn yrði tekinn í notkun fyrir árið 2019. Þær tillögur starfshóps- ins voru síðan teknar til umfjöllun- ar á áðurnefndum fundi bæjarráðs, sem samþykkti að láta finna búsetu- kjarnanum lóð á Akranesi. Jafnframt samþykkti ráðið að endurskoða fjár- festinga- og framkvæmdaáætlun fyr- ir árin 2017-2020 til að tryggja fjár- mögnun á nýjum búsetukjarna. Var skipulags- og umhverfisráði falið að gera tillögu þar að lútandi. Á vef Akraneskaupstaðar er haft eftir Einari Brandssyni, formanni starfshóps um byggingu búsetu- kjarna fyrir fólk með fötlun, að næsta skref verði að taka ákvörðun um að bæjarfélagið byggi sjálft slíkan búsetukjarna og skipulags- og um- hverfissviði falið að finna hentuga lóð fyrir íbúðirnar. Mikilvægt sé að vanda vel til verka og horfa til þess sem best gerist í þessum efnum á Ís- landi. kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.