Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 201716 Birgitta Rán Ásgeirsdóttir er tækni- fræðingur hjá Vegagerðinni í Borg- arnesi. Þar hannar hún vegi og vinnur að því að bæta umferðar- öryggi á Vestursvæði, sem nær yfir Vesturland og Vestfirði. Þegar hún er ekki í vinnunni þykir henni gam- an að grípa í spaða og spila badmin- ton, eða hnit eins og íþróttin hef- ur verið kölluð á íslensku. Íþrótt- in hefur lengi verið eitt af hennar helstu áhugamálum og hefur hún tekið virkan þátt í starfi Badmin- tonfélags Akraness nær alla ævi. Fyrst sem iðkandi frá barnsaldri og fram á fullorðinsár og síðast sem formaður félagsins. Skessuhorn hitti Birgittu að máli og ræddi við hana um vegagerð og badminton. Byrjaði ung að æfa Birgitta er uppalin á Akranesi frá sex ára aldri og hefur búið þar lengst af sinni ævi, þar til hún flutti nýver- ið í Borgarnes ásamt manni sínum Bjarna Tryggvasyni og sonunum tveimur, Tryggva Snæ og Bjarka Fannari. „Ég hef eiginlega alltaf verið á Akranesi, keyrði á milli þeg- ar ég var í háskólanum og við fjöl- skyldan erum nýlega flutt í Borg- arnes. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Vegagerðinni ætlaði ég bara að keyra á milli. En eftir að ég varð fjórum sinnum veðurteppt eina vikuna, vegna lokana undir Hafn- arfjalli, þá sagði ég við Bjarna að nú skyldum við flytja í Borgarnes. Hann vinnur í Norðurál þannig að það skiptir hann engu máli á hvor- um staðnum við búum. Við ákváð- um því að flytja og líkar vel í Borg- arnesi,“ segir Birgitta. Á æskuárum sínum á Akranesi kynntist Birgitta badmintoníþrótt- inni. Varð hún fljótt helsta áhuga- mál hennar. Hefur badminton spilað stóra rullu í lífi hennar all- ar götur síðan. „Ég byrjaði að æfa bandmingon þegar ég var 11 ára . Ég æfði af fullum krafti þar til ég var 21 árs gömul en þá fór ég að að fækka æfingunum og hætti á end- anum. Ég sé eftir því í dag,“ segir hún. „Þetta var eins og með marga aðra sem hætta í íþróttum. Ég var komin í skóla, hafði áhuga á öðrum hlutum og fannst ég ekki hafa tíma til að æfa af fullum krafti,“ segir hún. „Það var leiðinlegt því þeg- ar þessir betri spilarar, eins og ég var sjálf, fara að æfa minna en áður þá auðvitað hætta þeir að vera jafn góðir,“ segir Birgitta. 40 ára félag Þó hún hafi hætt að æfa af full- um krafti þá hefur nú langt því frá sagt skilið við badmintoníþrótt- ina. Gegndi hún til að mynda for- mennsku í Badmintonfélagi Akra- ness í tæp fimm ár, eða allt þar til síðastliðinn miðvikudag. Eitt af síðustu verkum Birgittu sem for- maður var að fagna með 40 ára af- mæli félagsins. Afmælisdagurinn sjálfur var reyndar í nóvember en haldið var upp á tímamótin laugar- daginn 25. febrúar síðastliðinn sam- hliða Landsbankamóti. „Það þurfti reyndar að fresta keppni sunnu- dagsins vegna veðurs. Mótið var því klárað síðasta sunnudag. En að öðru leyti heppnaðist afmælið vel. Áhorfendum var boðið upp á kaffi og köku. Hörður Ragnarsson og Laufey Sigurðardóttir voru sæmd heiðursviðurkenningu á afmælishá- tíðinni fyrir störf sín í þágu félags- ins,“ segir Birgitta. „Þá fékk félagið veglega afmælisgjöf frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur, 40 nýja badmintonspaða, einn fyr- ir hvert ár. Það var ákaflega fallegt af þeim að færa okkur þessa gjöf og við erum vinum okkar í TBR mjög þakklát fyrir hana,“ segir hún. Stórt félag innan hreyfingarinnar Á afmælinu voru rifjaðir upp gaml- ir og góðir tímar í sögu félagsins. Badmintonfélagið upplifði blóma- tíma snemma á 9. áratug síð- ustu aldar þegar félagið fékk Dipu Ghosh, einn af bestu spilurum Ind- lands, sem þjálfara hingað til lands- ins. Blómstraði félagið með hann sem þjálfara, en Dipu var einn af bestu spilurum heims á árunum 1964-1971. Hann átti síðan eftir að snúa aftur hingað til lands og setj- ast að á Akranesi á 10. áratugnum. Þjálfaði hann þá öðru sinni fyrir badmintonfélagið. Var starf félags- ins mjög blómlegt í bæði þau skipti sem Dipu þjálfaði á Akranesi. Badmintonfélag Akraness hef- ur í mörg ár verið stórt félag inn- an Badmintonhreyfingarinnar á Ís- landi og hefur skilað nokkrum af bestu spilurum landsins. Hins veg- ar segir Birgitta algengt að spilarar hætti hjá ÍA þegar komið er fram yfir framhaldsskólaaldurinn. Góð- ir spilarar á borð við Brynju Pét- ursdóttur, Árna Þór Hallgrímsson, Víði Bragason, Ásu Pálsdóttur og Karitas Ósk Ólafsdóttur hafa til dæmis allir farið þá leið í gegnum tíðina. Mikið framboð íþróttagreina Sú staða er í raun enn viðvarandi en þar að auki fór að halla undan fæt í fjölda félaga fyrir nokkru síðan og erfiðlega gekk að fá nýja iðkend- ur til félagsins. Félagið sé sem bet- ur fer komið yfir það erfiðasta og farið að vaxa hratt á nýjan leik. Að- spurð hvað hún telji að hafi vald- ið samdrættinum nefnir Birgitta að á Akranesi sé í raun ótrúlega mik- ið framboð íþróttagreina og í raun hörð samkeppni aðildarfélaga inn- an ÍA um iðkendurna. Þá telur hún það að mestu vera liðna tíð að krakkar æfi fleiri en eina grein. „Áður fyrr voru krakkar oft að æfa tvær og jafnvel þrjár greinar. Það var mjög algengt að krakkar væru í fótbolta, körfubolta og bandmin- ton eða fótbolta, bandminton og sundi. En þetta er öðruvísi í dag. Það er orðið miklu dýrara að æfa en hér áður fyrr. Fæstir foreldrar hafa efni á því að láta krakkana æfa margar greinar og þá þurfa börn- in einfaldlega að velja,“ segir hún en bætir því við að félagið hafi lagt mikuð upp úr því að stilla æfinga- gjöldum í hóf. „Badmintonfélagið er með ein af lægstu æfingagjöldum aðildafélaga ÍA,“ segir hún. Framtíðin björt Þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér til áframhaldandi formennsku kveðst Birgitta ganga sátt frá borði. Félögum sé farið að fjölga á ný eftir Sér fyrir sér að félagið komist aftur í hóp þeirra bestu - Birgitta Rán Ásgeirsdóttir iðkar hnit og teiknar vegi eftir hnitum Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, tæknifræðingur hjá Vega- gerðinni og fráfarandi formaður Badminton- félags Akraness, ásamt manni sínum Bjarna Tryggvasyni og sonunum tveimur, þeim Tryggva Snæ og Bjarka Fannari. Ljósm. úr einkasafni. Á 40 ára afmæli Badmintonfélags Akraness fékk félagið 40 spaða að gjöf frá Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur. Birgitta tekur hér við gjöfinni úr hendi Guðmundar Adolfssonar, formanns TBR. Ánægðir þátttakendur á Grislingamóti Badmintonfélags Akraness árið 2015.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.