Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 25 Leikdeild Ungmennafélagsins Dagrenningar í Lundarreykja- dal hefur frá því um áramótin æft leikverkið Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Æfingar og sýningar fara fram í félagsheimilinu Braut- artungu og verður verkið frum- sýnt næstkomandi föstudagskvöld. Leikstjóri er Halla Margrét Jó- hannesdóttir. Í uppfærslunni taka þátt sautján leikarar en alls er á fjórða tug sem kemur að uppfærsl- unni með einum eða öðrum hætti. Hafið var fyrst sýnt í Þjóðleikhús- inu fyrir 25 árum. Það hefur síðan verið sett upp bæði hér heima og erlendis og auk þess var kvikmynd- in Hafið, sem byggð er á leikrit- inu, frumsýnd 2002. Verkið hef- ur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun m.a. menningarverðlaun DV og einnig var það tilnefnt til norrænu leikskáldaverðlaunanna. Í verkinu segir frá Þórði, út- gerðarmanni í ótilgreindu plássi sem leikinn er af Sigurði Hall- dórssyni á Gullberastöðum. Þórð- ur hefur kallað börnin sín heim í tilefni áramóta en einnig til að til- kynna þeim önnur skil og ráðstöf- un sem hafa munu afgerandi áhrif á framtíð þeirra. Þó svo að farið sé að halla undan fæti hjá fyrirtæki Þórðar og hann ekki fylgt nýjum vinnsluaðferðum eins og að færa vinnsluna út á sjó líkt og tíðkaðist í auknum mæli á níunda áratugnum, þá er hann enn með sín lögmál á hreinu: „Þeir sem ekki vilja vinna, eiga ekki fá að éta.“ Börnum hans finnst þau eigi tilkall til síns hlut- ar eftir föður sinn og kappkosta að gera sem mest úr honum. Í verk- inu endurspeglast því valdabar- átta innan systkinahópsins þar sem gömul mynstur verða ekki umflú- in og goggunarröðin breytist ekki þótt árin líði. Gamlir taktar eru enn slegnir þó svo hrynjandin sé farin að hökta. Og vald Þórðar vomir yfir þó svo að mátturinn sé farinn að dvína. Þetta 25 ára gamla verk tal- ar enn í dag sterkt til áhorfenda bæði á pólitískum en ekki síður á mannlegum nótum. „Við sjáum skýr hlutverk einstaklinga í fjöl- skyldunni þar sem margir vilja ráða yfir því sem þeir ekki einu sinni eiga og tilætlunarsemin fer langt út fyrir allt það sem kalla má kurteisismörk. Þær kringumstæð- ur kallast svo sannarlega á dag- inn í dag þegar kvótaeigendur selja burt kvótann úr byggðarlaginu og skilja ævistarf og búsetu fólks eftir í rúst,“ segir í kynningartexta leik- deildar Dagrenningar. Eins og fyrr segir verður verk- ið frumsýnt næstkomandi föstu- dagskvöld klukkan 20:30. Næstu sýningar eru svo ráðgerðar 11., 12. 16. og 17. mars og hefjast all- ar á sama tíma. Miðapantanir eru í síma 892-9687. mm/ Ljósm. Þór Þorsteinsson. Frumsýna Hafið í Brautartungu á föstudagskvöldið Sigurður Halldórsson og Hildur Jósteinsdóttir í hlutverkum sínum. Nýverið birti vefsíðan Buisiness Insider samantekt yfir 25 faldar perlur í Evrópu. Samantekt mið- ilsins bar yfirskriftina „25 secret European villages you should visit in your lifetime“. Þar segir grein- arhöfundur frá dvöl sinni og fjöl- skyldu sinnar í friðsælu smáþorpi á Ítalíu, þar sem fáir voru á ferli og allt umhverfi í senn afslappað og fallegt. Telur greinarhöfundur að ferðalangar nútímans sækist í stöð- ugt auknum mæli eftir því að heim- sækja slíka staði og tók því saman umræddan lista yfir 25 faldar perlur Evrópu. Einn þeirra staða sem hann nefnir sem falda perlu eru Hellnar á Snæfellsnesi. Segir greinarhöfundur að þrátt fyrir að við fyrstu kynni kunni ferðalöngum að virðast sem þorpið hafi ekkert breyst frá því það tók að myndast á 11. öld, þá sé það að sumu leyti nútímalegasta þorp landsins. „Hinir fáu íbúar, sem allir eru smá- bátasjómenn, eiga það sammerkt að vera afar meðvitaðir um umhverf- ið og varðveislu þess,“ segir hann. Miðað við þessi ummæli verður að teljast líklegt að greinarhöfundur geri ekki greinarmun á þéttbýli Arn- arstapa og Hellna og telji staðina eitt og sama plássið. Þá nefnir hann varðandi umhverfisvitund íbúa að öll hús þorpsins séu hituð með jarð- varma. Hótel Hellnar hafi þannig verið fyrsta hótelið á Íslandi sem hlaut viðurkenningu Green Globe fyrir sjálfbærni. kgk Hellnar ein af földum perlum Evrópu Horft yfir Hellna með jökulinn í baksýn. Ljósm. Mats Wibe Lund. Mörg skip og bátar eru á sjó þessa dagana vestan við landið, enda hefur veðrið verið með ágætum. Loðnuveiðar og vinnsla hafa gengið að óskum en frysting loðnuhrogna hófst á Akranesi í síðustu viku og er unnið á vöktum allan sólarhring- inn. Stutt er á miðin og skiptust uppsjávarveiðiskip HB Granda; Víkingur AK og Venus NS, á um að landa. Hrognafylling er góð og gengur vinnslan vel. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar í Akraneshöfn síðastliðinn föstu- dag en síðan þá hafa bæðin skipin siglt og sótt meiri loðnu í tveimur til þremur ferðum hvort skip. Að sögn skipstjóra bætist stöðugt við loðnuna á miðunum en þrátt fyrir það telja menn hina árlegu vestan- göngu ekki komna enn sem komið er. mm Loðnufrysting í fullum gangi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.