Skessuhorn


Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 08.03.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 201710 Frá því síðasta haust hefur á vegum mennta- og menningarmálaráðu- neytis verið unnið að breytingum á reglugerð um framkvæmd og fyrir- komulag samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla. Helstu breytingar frá gildandi reglugerð eru þær að samræmd könnunarpróf eiga að vera einstaklingsmiðuð, þ.e. laga sig að getu nemandans miðað við frammistöðu hans á prófinu. Heim- ilt er að leggja prófin fyrir með raf- rænum hætti og nýta rafrænt prófa- kerfi til að halda utan um prófatriði og upplýsingar um þau, prófabanka, próffyrirlagnir og prófúrlausnir. Þá er í stað samræmdra könnunarprófa að hausti í 10. bekk, ákvæði um sam- ræmd könnunarpróf að vori í 9. bekk grunnskóla. Af þessu leiðir að nú á vorönn 2017, vegna breyttra reglna, munu bæði nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla taka samræmd próf að þessu sinni. Hófust þau einmitt í þessari viku. Þá er meðal annars í nýrri reglu- gerð að finna ákvæði um að gefa skuli heildareinkunnir í bókstöfun- um A, B+, B, C+, C og D í samræmi við matsviðmið aðalnámskrár grunn- skóla. Þrengd er heimild skólastjóra grunnskóla til að veita nemendum undanþágu í ljósi þess að um ein- staklingsmiðuð próf er að ræða. Þá er Menntamálastofnun ekki skylt að birta prófatriði samræmdra könn- unarprófa hverju sinni enda gert ráð fyrir að hægt sé að endurnýta þau við að þróa prófabanka fyrir ein- staklingsmiðuð samræmd könnun- arpróf. „Með því að gera prófin rafræn gefst kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs, stytta vinnslutíma miðlægra prófa, bjóða upp á sveigjanleika í fyrirlögn, auðvelda stuðningsúrræði fyrir nem- endur með sérþarfir og gefa kost á að laga próffyrirlögn að hæfni nem- enda. Með því að færa 10. bekkjar könnunarprófið í 9. bekk gefst nem- endum, forráðamönnum þeirra og kennurum meira svigrúm til þess að nýta sér niðurstöðurnar til að bregð- ast við og móta áherslur í námi í 10. bekk. Jafnframt þessum breytingum gerir Menntamálastofnun könn- unarprófin hæfnimiðaðri í takt við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013. Miðað er við að áfram verði tvö könnunarpróf í 4. og 7. bekk, þ.e. í íslensku og stærðfræði. Í 10. bekk verður metin hæfni í íslensku, stærð- fræði og ensku,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um reglugerðina sem í heild er að finna á vef Stjórn- artíðinda. mm Ný reglugerð um samræmd próf í grunnskólum Að undanförnu hafa verið höggv- in skörð í hóp síðustu liðsmanna gullaldarliðs ÍA í knattspyrnu, frægasta knattspyrnuliðs sem eitt sjávarþorp hefur átt fyrr og síð- ar. Árið 1951 var ÍA fyrsta lands- byggðarliðið sem vann Íslands- meistaratitil. Ekki síst af þeim sökum aflaði það sér vinsælda um allt land, jákvæður stuðning- ur sem hjá mörgum hefur haldist alla tíð síðan. Sama ár spilaði liðið fyrst í gulu búningunum sem hef- ur verið einkennislitur þess eft- ir það. Í liðnum mánuði féll Rík- harður Jónsson frá og síðan á ný- liðnum dögum hafa dáið þeir Guðjón Finnbogason og Sveinn Teitsson. Allir voru þessir kapp- ar í fremstu röð íslenskrar knatt- spyrnu og áttu sæti í landsliði Ís- lands. Með andláti Sveins eru nú horfnir af sjónarsviðinu allir þeir kappar sem skipuðu lið Íslands- meistara ÍA árið 1951. Við minn- umst þeirra Guðjóns og Sveins. Guðjón Finnbogason (1927-2017) Guðjón Finnbogason, fyrrverandi verslunarmaður, knattspyrnukappi og knattspyrnudómari á Akranesi var fæddur 2. desember 1927, næst- yngstur fimm systkina. Hann bjó alla tíð á Akranesi og starfaði í 56 ár, nær alla sína starfsævi, sem verslun- armaður í hinni sögufrægu Axels- búð. Þá kom hann víða við í íþrótta- starfi á Akranesi. Hann var í gull- aldarliði ÍA á árunum 1946-1959 og einn besti leikmaður þess. Hann lék alls 111 leiki fyrir ÍA á knattspyrnu- ferlinum og varð Íslandsmeistari alls fimm sinnum á tímabilinu 1951 til 1958. Þá átti hann einnig sæti í landsliði karla í knattspyrnu og spil- aði 16 landsleiki. Guðjón var þjálfari meistaraflokks ÍA 1960, 1964 og 1965. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum 1960 og hin tvö árin varð liðið í öðru sæti. Hann var knattspyrnudómari í fremstu röð um árabil og dæmdi í efstu deild auk þess sem hann var alþjóðlegur dómari og dæmdi m.a landsleiki og í Evrópukeppnum. Þessi ferill hans er einstakur í íslenskri knattspyrnusögu. Þá voru félags- málin Guðjóni hugleikin. Hann sat í stjórn ÍA um árabil og einnig í knatt- spyrnuráði. Hann var heiðursfélagi Knattspyrnufélags ÍA og var sæmdur gullmerki ÍA, ÍSÍ og KSÍ. Eiginkona Guðjóns var Helga Sigurbjörnsdóttir sem lést 2013. Börn þeirra eru Mar- grét, Sigurður og Snorri. Sveinn Teitsson (1931-2017) Sveinn Teitsson fyrrum knattspyrnu- kappi og málarameistari var fædd- ur 1. mars 1931 á Akranesi en bjó í Reykjavík um árabil. Sveinn var eft- irminnileg persóna, enda stutt í glens og spaugileg atvik hjá honum. Hann var fastagestur á leikjum ÍA fram á síðustu ár og mikill áhugamað- ur um framgang knattspyrnunnar. Sveinn var leikmaður ÍA á árunum 1949-1964 og einn besti leikmað- ur gullaldarliðsins. Hann er sá síð- asti sem kveður af þeim leikmönn- um sem urðu Íslandsmeistarar 1951. Sveinn lék á sínum ferli 196 leiki fyr- ir ÍA og var Íslandsmeistari með liði sínu alls fimm sinnum, á árabilinu 1951 til 1960 . Þá lék hann 23 lands- leiki á árunum 1953-1964 og skoraði tvö mörk í þessum leikjum, m.a eft- irminnlegt mark í jafnteflisleik gegn Dönum 1959. Hann var fyrirliði landsliðsins í fjórum leikjum. mm Gullaldarliðsmanna minnst Guðjón Finnbogason. Ljósm. úr safni Skessuhorns/þá. Sveinn Teitsson á leikmannsárum sínum með ÍA. Fyrstu Íslandsmeistarar Skagamanna 1951. Nú hafa þeir allir kvatt. Aftari röð frá vinstri: Kristján Pálsson, Jón S. Jónsson, Pétur Georgsson, Þórður Þórðarson, Dagbjartur Hannesson, Ríkharður Jónsson fyrirliði og þjálfari, Guðmundur Jónsson og Halldór Sigurbjörnsson. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Teitsson, Sveinn Benediktsson, Jakob Sigurðsson, Magnús Kristjánsson, Ólafur Vilhjálmsson, sem þjálfaði liðið um vetu- rinn eða þar til Ríkharður kom heim, og Guðjón Finnbogason. Ljósm. Ólafur Árnason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.